Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 18
LOSVOLCANOES DE COSTfl DEL SOL Ómar Valdimarsson heyra þó . _ _ * iifPra ma Meðfylgjandi myndir voru teknar af Logum frá Vest- mannaeyjum, þegar þeir léku á Costa del Sol á Spáni í sum- ar, og þótt ef til vill sé ekki rétti árstíminn til að birta myndir frá sumri og sól, þá er gott að minnast þess að farið er að birta aftur og áður en við vitum af, tökum við til við að kyrja: „Vorið er komið og grundirnar gróa . . Við komumst í myndaalbúm- ið þeirra skömma eftir heim- ferðina og hirtum þaðan þess- ar myndir. Voru þeir félagar mjög hressir yfir ferðinni og sögðust hafa hug á að fara aft- ur síðar ef tækifæri gæfist og þá í lengri tíma, allt að tvo mánuði, en í þetta skipti voru þeir aðeins þrjár vikur. Var þeim geysilega vel tekið þar ytra og kallaðir hvorki meira né minna en Los Volcanoes. — Léku þeir aðallega á Costa del Sol, m. a. í klúbbnum Barba- rella, sem er vel þekktur af íslendingum, og einnig fóru þeir í stuttar ferðir um ná- grennið og léku á útiskemmt- unum og víðar. í haust komu Logar svo til meginlandsins og léku víða um land við góðar undirtektir, en því miður misstum við af þeim hér í Reykjavík, svo ekki er hægt að segja neitt til um getu hljómsveitarinnar þessa dag- ana — þótt varla sé ástæða til að efast um hana. * Þeir brugðu sér einnig yfir til Marokkó á Afríkuströnd og það eru þeir Henry og Ingi sem eru svona spenntir á svip. Logar notfærðu sér sjóinn og sólskinið eftir beztu getu og fengum við, hvítir og ræfilslegir, mikla komplexa þegar við hittum þá eftir heim- komuna. Hér sitja þeir Henry, Olafur og Guðlaugur á veitingahúsi og kæla sig aðeins. Eitthvað er Henry ekki ánægður með það sem Ólafur er að segja honum. Þessi mynd var tekin í Malaga, þar sem þeir léku á útiskemmtun mik- illi. Frá vinstri: Ingi Hermannsson, söngvari; Helgi Hermannsson, gítar- leikari; Ólafur Bachmann, trommuleikari; Henry Erlendsson, bassaleik- ari og Guðlaugur Sigurðsson, orgelleikari. 18 VIKAN 5.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.