Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 9
og flestir óska eftir því að verða nýtir menn, en það virðist ekki vera gott að rífa sig upp úr þessu, þegar menn eru á annað borð orðnir afbrotamenn. KL. 22.30 Ég hef verið að spila bridge við þrjá aðra fanga, en það end- aði með hávaða og látum. Menn eru slæmir á taugum hér. Mér er að fara líkamlega aftur, þó ég reyni að halda mér við með æfingum kvölds og morgna, en það er ekki nema von hérna í hreyfingarleysinu að maður slappist. Baðið hér er líka með end- emum sóðlegt eins og flest ann- að. Fangaverðirnir eru flestir ágætis menn, en þó með und- antekningum, eins og einn þeirra sem virðist hafa mikla ánægju af að liggja á baðher- bergisglugganum þegar einhver fer í bað. Aldrei kemur hér læknir til að skoða okkur en hér er fyrsta flokks gróðrastía fyrir berkla og reyndar allskyns sjúkdóma. Hér koma menn sem almenn- ingur kallar róna, skítugir og allavega og þeir sofa innan um okkur hina, sem eru þó flestir hreinlegir og heilbrigðir, þótt vafi sé oft á því með aðra. Hið opinbera virðist hafa ákaflega lítinn skilning á mál- um þessara manna. Þegar mað- ur er loks kominn í fangelsið til að taka út sína refsingu, er manni kannski sleppt þegar út- tektin er hálfnuð. Þá er maður svo sem ekki spurður hvort maður eigi peninga fyrir mat og húsaskjóli og því síður hvort maður hafi vinnu. Maður fær jú fyrir fargjaldinu til Reykja- víkur og þar stendur maður, oft aleinn og verður að byrja á því að leita sér að vinnu og hús- næði og svoleiðis er ekki gert á klukkutíma, heldur getur það tekið marga daga og jafnvel vikur — ef það ber þá nokkurn árangur. Því er það að sama gamla sagan endurtekur sig hvað eftir annað: Þægilegast og bezt er að leita á náðir gamalla félaga og áður en nokkur veit af, er fyrrverandi refsifangi númer þetta eða hitt aftur kom- inn .af stað í fangelsið. Þetta kalla ég að spara aurinn en kasta krónunni og lífshamingju manna. 11. JÚNÍ Það er kvöld. Ég er búinn að sofa í mestallan dag ásamt Sínu klefafélaga mínum. Annars get- ur ekki verið eðlilegt hvernig drengurinn sefur. Á síðustu tveimur sólarhringum er hann búinn að sofa í 36 tíma og virð- ist allur vera að dragast saman. Mamma sendi mér bækur og tóbak í dag og einnig fylgdi með álegg ofan á brauð, sem ekki veitir af, því slæmt er fæð- ið hér. Ég hugsa mikið um Dísu og vona að Guð gefi að hún hafa það gott. Ég er að vona að Ragga hafi samband við mig þegar hún kemur úr fríinu, því hún er góð stúlka og ég vil ekki missa vináttu hennar. Hún hef- ur góð og róandi áhrif á mig en ég vil ekkert meira okkar í milli, því eins og sakir standa get ég ekki gert grein fyrir til- finningum mínum á réttan hátt. Ég vil borga skuld mína við lögin og verða frjáls maður. Föngum hér er að fjölga og eru flestir þeirra með um og yfir ár í dóm. Tveimur var sleppt út í dag. Þeir eru ágætir en hafa mjög slæm áhrif hvor á annan og sagði mér strákur sem þekkir þá, að hann þyrði að veðja um að einhversstaðar yrði brotizt inn í nótt. KL. 02.20 Ég er ekki farinn að sofa ’enn- þá, enda höfum við Sína verið að spila og hann að segja mér frægðarsögur af sjálfum sér, og eins er ekki beinlínis tilhlökk- unarvert að fara hér í rúmið, ef rúm skyldi kalla. Þegar mað- ur kemur hingað fær maður tvö teppi, annað til að breiða yfir sig og hitt á dýnuna. Ég er samt viss um, að hvorki koddinn né dýnan hafa verið þvegin í 100 ár, því hvort tveggja er nær svart af skít og í dýnunni minni eru meðal annars stórir blóð- blettir. Hann Sína er alveg furðuleg- ur, nú unir hann sér til dæmis við að lita í litabók eins og 7 ára dóttir mín gerir, en hann er 16 ára. 14. JÚNÍ KL. 02.30 Það er að minnsta kosti hálf- tími síðan ég ætlaði að byrja að skrifa en hann klefafélagi minn gerir það ómögulegt með mælsku sinni. Þó ég sé afbrota- maður sjálfur er ég að reyna að leiða hann inn á gæfulegri brautir, en hann virðist ekki ætla að láta sér segjast. Hann elur á þeirri trú að með því að brjóta sem mest af sér og ræna, stela og eyðileggja, hefni hahn sín á þjóðfélaginu. Ég er eitthvað svo undarleg- ur. Stundum finnst mér sem einhver hamingja sé svo nálægt mér, að það dugi að rétta út höndina eftir henni en þegar ég reyni gengur það náttúrlega ekki. Eftir að ég lenti hérna inni hefur færzt yfir mig ein- hver húgarró sem eykst dag frá degi og ég vona að það hverfi ekki. KL.15.15 Séra Hreinn Hjartarson kom í heimsókn til mín í dag og spurði hvernig mér liði. Ég sagði honum eins og satt var, að þetta væri leiðindalíf en ég væri nokkurn veginn sáttur við það. Ég verð jú að taka út mína hegningu miskunnarlaust. Ég bað hann að hafa samband við Gretti frænda minn þegar hann kemur að utan og biðja hann að hjálpa mér því hann er lærður sálfræðingur og getur kannski læknað mig. Þeir tveir sem sleppt var út á fimmtudaginn eru komnir inn aftur. Þeir brutust inn eins og búið var að spá og eru nú komn- ir í úttekt, annar í 8 mánuði og hinn í 10. ÚR BRÉFI: Ég tel engan vafa á að sál- frœðingur getur hjálpað mér og öðrum sem álíka er komið fyrir. Ég hef oft farið fram á að mér yrði veitt slík aðstoð, en alltaf hefur mér annaðhvort verið neitað, eða þá að talinu hefur verið eytt. Þó ég vildi leita sjálfur til sálfrœðings eða geðlœknis þegar ég slepp út, sé ég ekki fram á að mér verði það mögulegt fjárhagslega .. . Eftir fyrra brotið (nauðgun- artilraunina) var hann færður til geðrannsóknar og kom í Framhald á bls. 44. 8. TBLVIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.