Vikan


Vikan - 24.02.1972, Side 16

Vikan - 24.02.1972, Side 16
Það er víst ekki ofsögum sagt að sænska skáldkonan Astrid Lindgren sé einhver vinsælasti barnabókahöfundur i heimi. Bókmenntaverðlaun hafa hlað- izt á hana, og nú um jólin fékk hún gullmedaliu Sænsku aka- demiunnar. Sú skoðun' hefur jafnvel iátið á sér bæra í landi hennar að hún ætti að fá sæti í þeirri sömu akademíu, þegar stóll losnar þar næst. Danskur bókmenntagagnrýnandi hefur þar á ofan stungið upp á að hún fengi bókmenntaverðlaun Nó- bels næst. Þetta. er athyglisvert sökum þeirrar útbreiddu — og vægast sagt hæpnu —•' skoðunar, að barnabækur séu ekki alvöru- bókmenntir, geti jafnvel ekki verið það. Frægð Lindgren og sómi sá sem henni hefur verið sýndur æ ofan í æ er vottur þess, að sú skoðun sé nú á und- anhaldi. í Sviþjóð hefur þetta verið orðað þannig: á þrjátíu ára rithöfundarferli Astrid Lindgren hefur barnabókin náð fullorðinsaldri. Hvað felst í því? Astrid Lind- Astrid Lindgren er hún var «»md gullmedalfu sænsku eksdemtunn- ar — hér ésamt ritara þeirrar virðulegu stofnunar, sem heitir Karl Ragnar Gierow. gren hefur alltaf skrifað fyrir börn og gerir það enn. En full- orðnir hafa engu síður gaman að bókum hennar! Foreldrar jafnt og börn krydda mál sitt með tilvitnunum í þær. Söngvarnir úr Línu langsokk, sem er lang- frægasta skáldverk rithöfund- arins, slaga hátt upp i vinsæl- ustu siagarana að vinsældum. Skrifstofur og sumarbústaðir eru í gamni og alvöru skírðir eftir bústöðum úr Lindgren- bókum, og heimiliskettir og - hundar eftir persónum þar. Kunnur sænskur blaðamaður fullyrðir, að enginn rithöfund- ur, látinn eða lifandi, auðgi hversdagslíf Svía um þessar mundir svo mjóg sem Astrid Lindgren. Bækur hennar seljast í milljónáupplögum, bæði heima og erlendis. Vinsældir hennar eru nefnilega hvergi nærri bundnar eingöngu við Svíþjóð. Það sýnir sú staðreynd að bækur eftir hana hafa verið þýddar á þrjátíu og fimm tungumál, þar á meðal svahíli, sem er útbreiddast mál í Tan- aníu og víðar í Austur-Afríku. Kvikmyndir gerðar eftir bók- unum hafa lika verið sýndar í fleiri löndum en Astrid Lind- gren sjálf kann töl á. Og ekki hefur hún farið varhluta af sjónvarpinu. Sænska sjónvarp- ið hefur auðvitað verið fremst i flokki að kvikmynda verk hennar, og meira að segja tvö þeirra að minnsta kosti hafa komizt í íslenska sjónvarpið, Saltkrákan og Litli leynilög- reglumaðurinn (Karlsson pft taket). Og leikritið sem gert var útfrá Línu langsokk (Pippi Langstrump) hefur gert storm- andi lukku, ekki síst hér á landi er það gekk lengi fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Kópavogs. í Sovétríkjunum hefur Karlsson pá taket orðið sérstaklega vin- sæll, og Lína langsokkur fylgir honum þar fast eftir. Svo mjög hafa verk Astrid Lindgren heillað börn og full- orðna víða um heim, að sumir Vilja varla trúa öðru en stað- irnir ,sem sögurnar gerast á, séu til í alvörunni. Þannig fékk Astrid bréf frá móður í Vín, sem spurði hvort einn sögu- staðurinn væri raunverulega til. Ef svo væri, vildu börnin henn- ar flytja þangað búferlum. Auðvitað hefur Astrid ekki farið varhluta af gagnrýni. í Þýzkalandi var sagt að börn okkar tíma vildu sögur af mokstursvélum og háhýsum. Sumar sögur Astrid gerast úti í sveit, og einhver vinstrisinnað- ur gagnrýnandi í heimalandi Éggræt þegar ég sé barn sem á bágt Bækur Astrid Lindgren hafa veriff þýddar á þrjátíu og fimm tungumál og Lína langsokkur vekur hrifningu jafnt í Tansaníu sem á Islandi. J 16 VIKAN 8.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.