Vikan


Vikan - 24.02.1972, Qupperneq 18

Vikan - 24.02.1972, Qupperneq 18
Ein milljón aatjan dögum Svissneska blaðakonan dr. Charlotte Peter hefur rann- sakað í mörgum löndum eitt stærsta vandamál heims: Hvað gera ríkisstjórnir land- anna til að forðast offjölgun? Mannkynið er að vaxa sjáifu sér yfir höfuð. Nefnd vísinda- manna og Nóbelshafa, sem rannsakað hafa vandamálið, spá ógnum á komandi tímum „fólksfjölgunarsprengingar- innar“: Hungursneyð, versn- andi skólamenntun, vaxandi hræðslu og stríðum, þar sem barist verði fyrir því einu að draga fram lífið. - Þessi óheillaþróun verður aðeins hindruð með einu móti: Tak- mörkunum á fæðingum. En hvað er gert í þá átt í einstök- um löndum? KlNA Þar gilda í einu og öllu reglugerðir Kommún- istaflokksins: hann ákveður giftingaraldur, barnafjölda og hversu langur tími eigi að líða milli fjölgunar hjá hverjum hjónum. Flokkurinn gerir kröfu til þess að fólk hafi góða stjórn á kynhvötum sínum og íjölgunarhneigð eins og öðru. Illa er séð að karlmenn gangi í hjónaband fyrir tutt- ugu og átta ára aldur og konur áður en þær verða tuttugu og fjögurra ára. Þeim, sem ekki geta stillt sig 'þetta lengi, er refsað með því að banna þeim aðgang að fundum Flokksins, sem mundi jafngilda því að vera settur út af sakramentinu í þeim löndum kristins dóms, þar sem hann er enn tekinn alvarlega. f hliðstæða ónáð falla mæður, sem láta sig henda þá léttúð að eignast börn með minna en fjögurra ára millibili. Getnaðarverjur þykir sjálfsagt að brúka og eru þær mjög ódýrar, en talsvert skort- ir á að framleiðslan fullnægi eftirspurn og þörf. Fóstureyðingar eru leyfðar. INDLAND Indverskar mæður leggja mikið upp úr þvi að eignast mörg börn, og áróðri fyrir fækk- unum fæðinga er dauflega tekið. Það er mjög erfitt að fá indverska konu til að nota Pilluna eða einhverjar getnað- arverjur. Meðal hins sárfátæka múgs eru börnin eini auður og eina gleði kvennanna. „Hvernig ætti ég að geta orðið fátækari þótt ég eignaðist fleiri börn?“ spyr ein. „Ég á ekkert hvort sem er. Við sofum á götunni og lifum á úrgangi.“ Önnur segir: „Þegar drepsótt kemur, deyja mörg börn. Ég á tíu, svo að þá eru meiri líkur til að ég haldi að minnsta kosti einu eftir." Sú þriðja: „Börnin eru það eina, sem Guð gefur okkur.“ Indverska stjórnin beinir nú áróðri sín- um fyrir minnkandi fjölgun einkum að karlmönnunum, reynir að fá þá til að láta vana sig og býður þeim til gjald í sleginni mynt og fríðu. Pillum og verjum fyrir bæði kyn er útbýtt í stórum stíl, en án verulegs árangurs. Sjö af hverjum tíu Indverjum kunna hvorki að lesa né skrifa, og sljór og örvona múgurinn sér engan tilgang í takmörkun fæðinga og áróður- inn nær jafnvel aðeins til hans að tak- mörkuðu leyti. Meðal betur megandi stétta þykir nú hinsvegar fínt að eiga ekki nema tvö börn. Fóstureyðingar eru bannaðar í Indlandi. 18 VIKAN 8.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.