Vikan


Vikan - 24.02.1972, Síða 19

Vikan - 24.02.1972, Síða 19
SOVÉTRÍKIN Sennilega eina ríki í heimi, þar sem fóstur- eyðingar eru engum takmörkunum háðar. „Ég ræð ekki við að eignast fleiri börn,“ segir Vera verkakona. „Við komum ekki fleiri börnum fyrir í herberginu, sem við búum í. Þau myndu líka halda vöku fyr- ir manninum mínum, svo að hann yrði syfjaður í vinnunni.“ Hún hefur þessvegna ákveðið að láta eyða fóstri sínu. í Sovétríkjunum eru engar lagalegar hömlur á þeirri aðgerð. Konan ákveður ein, hvort hún vill fæða barnið eður ei. Eina skilyrðið af hálfu þess opinbera er að aðgerðin sé fram- kvæmd á einuhverju af sjúkrahúsum rík- isins. Kostnaðurinn er sáralítill. SVÍÞJÓÐ í skólunum fræðast börnin ekki einungis um hvernig börnin verða til, heldur og hvernig hægt sé að forðast að þau verði til. Þegar í gagnfræðaskólum fá börnin fulla fræðslu um hverskonar ráð til að forðast þungun. Pillan fæst án lyfseðils, svo að stúlkur undir lögaldri geta líka keypt hana. Bæði konum og körlum er frjálst að láta vana sig. Fóstureyðingar eru leyfð- ar af heilsufarsorsökum, þegar talið er að konan sé með arfgengan sjúkdóm, af fé- lagslegum ástæðum, ef þungunin hefur orðið af völdum nauðgunar og ef konan er undir fimmtán ára aldri. Útlendar kon- ur geta þó alls ekki fengið fóstri eytt í Svíþjóð. BRASILlA Þar eru allir dregnir fyrir rétt, sem láta eyða fóstri — svo fremi yfirvöldin frétti af því. íbúar lands þessa eru níutíu milljónir og íjölgar ört, en engu að síður virðist þar enginn skilningur ríkja á að takmarka fjölgunina. Hægt er að vísu að fá Pilluna gegn lyfseðli, en harðbannað er að reka áróður fyrir henni sem og getnaðarverjum og - vörnum yfirleitt. Fóstureyðing er aðeins leyfð ef talið er að líf móðurinnar og heilsa barnsins sé í hættu. Annars er öllum, sem eyða láta fóstri, stefnt fyrir rétt. Karlmenn mega þó láta vana sig. MEXIKÓ Hver sem Pilluna tekur fer til Helvítis, segir kirkjan. Og enginn þorir að andmæla því. Læknisfræðiprófessorum við háskolann í Mexíkóborg er bannað að flytja fyrirlestra um getnaðarvarnir, og eiga þeir á hættu að þeim sé vikið úr starfi ef þeir brjóta það bann. Læknar mega aðeins gefa konum Pill- una ef þær biðja ákveðið um, og þó að- eins giftum konum. Ekki má dreifa upp- lýsingum um getnaðarvarnir. Aftur á móti er í öllum kirkjum landsins rekinn áróð- ur gegn Pillunni. Kirkjah fullyrðir að allar konur, sem taka Pilluna, verði skammlífar og fari auk þess beinustu leið til helvítis er þær hafa geispað golunni. Fóstureyðingar eru bannaðar í Mexíkó. EGYPTALAND Ríkið hvetur til notkunar Pillunnar, og hún er mjög ódýr. En fólkinu fjölgar og fjölgar. íbúar landsins eru þrjátíu og sex milljón- ir og með hverju ári sem líður bætist enn ein milljón við. Sadat forseti hefur lýst því yfir að takmörkun fæðinga sé eitt brýnasta nauðsynjamál Egypta. Út um allt land eru miðstöðvar, þar sem fólk fær ráðleggingar viðvíkjandi getnaðarvörnum, verjur og lyf. Hver sem kemur með nýja konu á eina slíka stöð, fær verðlaun. Vönun er bönnuð fyrir bæði kyn, og fóstureyðingar sömuleiðis, fyrst og fremst af trúarlegum ástæðum. AUSTUR-AFRfKA Þar telja þær dagana á perlukeðjum. Stjórnirnar gera talsvert til að fræða fólk um getnaðarvarnir. Konur fá sérstök perlubönd að bera um hálsinn til að telja á þeim út öruggu daganna, en árangur er sagður lítill. Fóstureyðingar eru bannað- ar. Julius Nyerere, forseti Tansaníu, hef- ur sagt jörð Afríku svo gjöfula, að þar þurfi enginn að hungra, þótt mannskapn- um fjölgi talsvert. Því er þar í landi ekki fylgt mjög fast fram áróðri fyrir tak- mörkunum fæðinga. 8. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.