Vikan


Vikan - 24.02.1972, Page 31

Vikan - 24.02.1972, Page 31
r heitir framhaldssagan sem hefst í næsta blaði Vikunnar og er byggð á sönnum atburðum. Frökkum í tvo liópa. Pompidou forseti ásakaði sjálfan sig og frönsku þjóðina fyrir dauða Gabriellu. llún skrifaði vinum sinum i fangelsinu og hafa hréf hennar komið út í bókarfoi’mi. í örvæntingu skrifar liún fyrrverandi eiginmanni sinum bréfið, sem við birtum hér. brotin. Mig langar svo til að hlífa börnunum fyrir þessu. Ef eitthvað kemur fyrir mig og þig vantar föt á þau, þá eru lyklarnir að íbúðinni hjá frú R. (ég lét til leiðast að fá henni lyklana). Robert hefir sent mér myndir af þeim. Valerie er yndisleg, ég hefi verið að reyna að skrifa henni, en get það ekki, ég er svo örvilnuð: hvernig ætti ég að skrifa að veðrið sé gott og sólin skíni? Ef þú finnur ekkert heima, þá er það vegna þess að allt hefir gengið á afturfótum, síðan ég fór til þessa hræðilega Baumettes... Ég treysti þér vegna barnanna. Ég vildi óska að ég þyrfti ekki að valda þér óþægindum með þessu öllu, en þau þarfnast þín svo mikið, nú þegar ég er einskis megnug. Joel skrifaði mér, hann vill fá frímerkt umslög. Gætir þú sent honum nokkur: hér verður maður að fara alla leið til Tarbes, til að fá frímerki, taka leigubíi'... ég hvorki get það né hefi peninga til þess. Það eina sem ég þrái er að komast til Marseille, ef til vill verð ég að biðja þig að hjálpa mér. Þú getur ekki gert þér í hugarlund, hve erfitt mér veitist .að skrifa þetta bréf, ég vildi svo gjarnan geta skýrt þetta fyrir þér, en ég er alveg rugluð, get ekki greitt úr öllum vandræðunum, sem steðja að mér, — get ekki meir. Michel, ég kveð þig, örvilnuð. Gabrielle. 1 Örlög GdbriéUe Russier urðu til þess að André Cay- atte fann sig knúðan til að gera kvikmynd, sem Metro- Goldwyn-Mayer hefir látið framleiða og nú er farið að sýna x kvikmyndahúsum víða um lönd. í næsta blaði hefst kvikmyndasagan með myndum úr kvikmyndinni. 31. ágúst árið 1969 opnaði kennslukonan Gabrielle Russier fyrir gaskranana. 10. júlí hafði verið kveðinn upp yfir lienni dómur. Ilún var dæmd í fangelsi fyrir að hafa orðið ástfangin af nemanda sinum, Christian Rossi, sem var 18 ára, en lnin var sjálf þrjátíu og tveggja ára. Börn hennar tvö voru tekin frá henni og Christian var fluttur á geðdeild. Þessi ástarsaga skipti „La Recouvrance" í ágúst 1969. Michel. Ég sendi þetta bréf eins og eins konar flöskupóst, án þess að vita hvort ég á eftir að hitta þig fljótlega eða alls ekki; ég er svo hrædd og hugsandi út af framtíðinni að ég get alls ekki hvílt mig, skrifað eða lesið. Og þeir hérna vita ekki hvað þeir eiga að gera við mig. Ef ég verð að fara á sjúkrahús, þá vildi ég helzt komast til Marseille. Ég skal reyna að skýra þetta fyrir þér, en það er bara svo erfitt... Viðvíkjandi réttarhöldunum er ekki vitað hvort það var ákærandinn, sem varð frávita af reiði út af ákvörðun dómstólanna eða það hafi verið vegna áhrifa frá hærri stöðum. Það hafa komið allskonar mótsagnakenndar greinar í blöðunum. Faðir minn hefir leitað til þekkts lögfræðings... þeirri hlið málsins verð- ur maður að biðja fyrir... En hvað mér viðvíkur er ástandið mjög alvarlegt og það er það líka fyrir börnin, því að ef ég fæ ekki að kenna framvegis (sem mér finnst mjög sennilegt, þótt ég verði náðuð), á ég ekki peninga nema til. hálfs árs framdráttar, vegna skattanna, kostnaðar við réttarhöld- in, húsaleigu og þessháttar... Og hvað sjúkrasamlagi við kemur, þá er ástandið slæmt, vegna þess að þeir drógu af mér launin í einn og hálfan mánuð, meðan ég sat inni á Les Baumettes, og það gerir svo aftur það að ég missi réttindi til sjúkrapeninga. Ég vildi geta skýrt þetta fyrir þér, en það er svo flókið, mig langar bara til að segja þér að ég hefi svo miklar áhyggjur af börnunum og að það er ekki mér að kenna að réttarhöldin urðu svona ósanngjörn. Það segja allir að ég sé ekki fær um að vinna, ég skil ekki lengur það sem ég heyri, ekki heldur það sem ég les, ég er andlega og líkamlega niður- 8. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.