Vikan


Vikan - 24.02.1972, Síða 45

Vikan - 24.02.1972, Síða 45
til hennar (hún leigði herbergi útí bæ) stóð svo illa á að hún var að gamna sér við ungan pilt sem bjó þar í húsinu og kom ég svo snögglega inn, að þau höfðu ekki tíma til að laga á sér klæðin. Ég bað þau aðeins að hafa mig afsakaðan og fór en þetta var mér sem ægilegasta mar- tröð. Búið var að segja mér ým- islegt um hana, en ég trúði engu ljótu. Þannig fór mín æskuást en samband okkar var víst alltaf hálf laust í reipunum. Eftir þetta fór ég að drekka mikið meira og mestmegnis til að sýna henni karlmennsku mína, því ekki hafði ég af svo miklu að státa. Gerðist ég all slarksamur en þá kynntist ég stúlku sem varð hrifin af mér og eftir að uppúr slitnaði á milli mín og minnar fyrri vinkonu, fór ég að vera með þessari stúlku. Fór ágætlega á með okkur og átti ég á næstu þremur árum með henni tvö börn. Ekki vissi ég fyrr en löngu seinna síðar að hið þriðja var á leiðinni, en hún fékk einn af þeim fínu lækn- um — sem læra læknisfræði læknisfræðinnar vegna — til að eyða fóstrinu. En svona er lífið, ég var hvorki nógu reglu- samur né duglegur til að geta haldið heimilinu saman, enda varla nema krakki ennþá og því fór sem fór: Við eigum tvö yndisleg börn sem mér eru mjög kær en ekkert annað varð eftir, ég vona að hún sé hamingju- söm. Eftir þetta drakk ég meira en nokkru sinni fyrr og dembdi mér út í gjálífi án þess að hafa nokkuð gaman af. En ég þekkti ekki annað og kunni ekki að skemmta mér án víns. í einu fylleríinu kynntist ég stúlku utan af landi bg þrátt fyrir að ég væri ekki hrifin af henni, elskaði hún mig mjög og vildi allt fyrir mig gera. Ég gamnaði mér með henni um tíma, en þá fór ég að hugsa með mér að sennilega væri ég kominn út á hálan ís og sagði henni að ekk- ert gæti orðið úr nánara sam- bandi okkar í milli. Hún tók þessu svo illa, hótaði jafnvel sjálfsmorði, að ég sagði að við skyldum reyna áfram hvað við gerðum. Skömmu síðar fór ég sjálfviljugur á Bláa bandið og undirritaði samkomulag um að drekka ekki í 6 mánuði. Eftir viku fékk ég bæjarleyfi og datt í það um leið. Þá tók lögreglan mig og fór með mig inn á Klepp bar sem ég var í tvo og hálfan mánuð. Aldrei skildi ég hver var tilgangurinn með því, því ekkert var fyrir mig gert ann- að en að loka mig inni. Kannski hefur það verið eina ráðið. Um síðir losnaði ég og áður en ég fór sagði ég stúlkunni sem ég var með, að ég gæti ekki verið með henni áfram. Ég kom sem sagt endurnærður og frjáls út og allt virtist ætla að ganga að óskum. Ég vann mína vinnu, drakk ekki og reyndi að standa mig og þá kynntist ég þeirri dá- samlegustu stúlku sem ég hef kynnst í lífinu. Ég kynntist henni þann 12. júní á veitingahúsi í Reykjavík. Ekki var ég neitt stórfenglega spenntur fyrir henni til að byrja með, en hrifning mín jókst dag frá degi og ekki leið á löngu þar til ég var orðinn ástfanginn. upp fyrir haus og var sömu sögu að segja hjá henni. Eftir nokkra mánuði trúlofuðum við okkur. Ég var alsæll að undan- skildu því, að mitt fyrra líferni lét mig ekki í friði. Ég átti þrjú börn áður en ég kynntist Dísu og í aðra röndina fannst mér að ég ætti að reyna — og bæri skylda til — að fá þau til mín með því að skilja við hana og taka saman við aðra hvora barnsmóður mína. Hugsaði ég mikið um þetta og fannst mér ég ekki eiga heima við hlið hennar og fólks hennar, en það vildi allt fyrir mig gera. Ég sagði reyndar móður hennar frá mínu fyrra líferni og að ég ætti tvö börn með fyrri unn- ustu minni, en ekki minntist ég á það barn sem ég átti með utanbæjarstúlkunni, því Dísa vildi það ekki. Síðar átti ég eftir að sjá eftir því eins og svo mörgu öðru. Um þetta leyti út- vegaði faðir hennar mér pláss á verkstæði og þá hóf ég iðn- nám, sem er ólokið enn. Tíminn leið og ég reyndi að standa mig en ég fór að smá hrasa, detta í það kvöld og kvöld, því þrátt fyrir að ég væri ástfanginn og vildi allt fyrir hana gera, var ég ráðvillt- ur og eirðarlaus. Mér fannst ég ekki nógu duglegur að sjá fyrir okkur og þegar við töluðum um að okkur langaði að fara að búa og eignast eigið heimili, drógu foreldrar hennar úr því. Á með- arf reyndi ég að grynnka á þeim skuldum sem ég var umvafinn, bæði gagnvart hinu opinbera og eins einstaklingum sem höfðu lánað mér á meðan ég stundaði hið ljúfa líf. En hvað um það, við vorum ákveðin í að eignast heimili og eftir að hún varð ófrísk varð ásetningurinn enn meiri. Svo kom að því að við fluttum inn ásamt litla barninu okkar. Ég skil aldrei hvernig við fórum að því en þetta kom einhvern- veginn. Allir voru ákaflega góð- ir við okkur, til dæmis fengum við mikið af gjöfum, enda var heimili okkar dásamlega fallegt og hefði mátt halda að við vær- um búin að búa í 10 ár en vær- um ekki að byrja. 18. JÚNÍ í dag er afmælisdagurinn minn, sá fyrsti sem ég eyði í fangelsi og vonandi sá síðasti. Mamma sendi mér rjómapönnu- kökur og álegg, einnig kaffi- könnu og lesefni. í gær, á þjóð- hátíðardaginn, fengum við soð- inn fisk og mjólkurgraut að borða. Þeir hefðu nú getað leyft okkur að hlusta á útvarp eða gefið okkur betri mat í tilefni dagsins, en því var ekki að heilsa. Það er eins og hið opin- bera sé að hefna sín á okkur með því að láta okkur afskipta- lausa. Það er því ekki að undra þótt mótþrói vakni hjá manni og menn verði heiftúðugir út í hið opinbera, enda gæti maður — ef maður vildi — sagt frá ýmsum óupplýstum glæpum sem sagt er frá hér. Þótt ég sé ekki þjófóttur er ég alveg hissa hvað fangarnir hér eru opinská- ir hverjir við aðra og myndi rannsóknarlögreglan komast að ýmsu ef hún hefði mann hér innan veggja. Ég er heldur ekki hissa þótt upp um menn kom- ist, því þeir eru að gorta af ;,afrekum“ sínum í tíma og ó- tíma. 19. JÚNÍ KL. 23.30 Ég er að hlusta á fangana tala saman. Hljóðið berst inn um opinn gluggann hjá mér og eru þeir að kallast á í gluggunum á sínum klefum. Meðal annars eru þeir að tala um hvort engir aðrir en þeir steli, til dæmis menn í opinberum stöðum. Þetta minnir mig á rannsókn- arlögreglumann sem ég spurði einu sinni hvort þeir hefðu ekki annað að gera en að elta smá- stráka. Varð honum þá að orði að hann vildi gjarnan rannsaka störf ýmissa opinberra starfs- manna en það mætti því miður ekki. 21. JÚNÍ, UM KVÖLDMAT Soðið kjöt, soðinn fiskur, sæt- súpa, grjónagrautur, kjötsúpa, alltaf sami rúnturinn. Á kvöld- in eru það fjórar brauðsneiðar og grautarafgangar frá hádeg- inu og á morgnana er maður vakinn með kaffibolla og tveim- — Pabbi segir aS þetta sé eins og að fœra kílómetramœlinn í gömlum bíl afturábak! ur brauðsneiður sem skellt er saman með magaríni á milli. Ja, ekki eyðileggur maður í sér magann hér á steikaráti. Það verður líklegast í þessari viku sem ég fæ að vita hvenær ég fer vestur. 22. JÚNÍ, KL. 00.30 í gær heyrði ég í Lúðrasveit sem lék göngulög, sennilega á leið niður Laugaveginn. Lögð- ust margir fanganna út í glugga og æptu og öskruðu svo mér blöskraði. Þegar maður er svona mikið einn, þá getur maður ekki ann- að en látið hugann reika vítt og breitt. Maður lætur sig dreyma um ástir, auðlegð og fjarlæg draumalönd. Aðra stundina er maður í heimsókn hjá eskimó- um og hinni eyðir maður tím- anum í örmum suðrænna meyja. Hann er skrítinn, mannshugur- inn, og það er dásamlegt að vita til þess að enginn dómari getur dæmt frá manni dag- drauma manns. Þótt líkaminn sé lokaður inni getur hugurinn verið frjáls annað slagið og þá getur maður verið milljóna- mæringur, hetja, kvikmynda- stjarna eða þá bara maður sjálf- ur. Skrifa meira síðar, ég ætla að sökkva mér niður í heim- spekilegar hugleiðingar. KL. 01.30 í gærkveldi, þegar opnað hafði verið fram á gang, var tekinn eini stóllinn sem við höf- um hér og farið með hann inn á eitt. Þegar ég fór að ná í hann og bað strákana að láta mig fá hann, neituðu þeir. Þá fór ég inn til þeirra og tók einn stólinn hjá þeim. Þeir reyndu að stöðva mig en þá reiddist ég 8.TBLV1KAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.