Vikan - 13.04.1972, Page 4
MINNI HLAUP
BETRI KAUP
Já vissulega, þú þarft ekki annaö en aö líta
inn í vefnaðarvörudeildina í Kjörgarði og velja
fallegt efni úr okkar stórglæsilega úrvali.
Allir litir, mörg mynstur.
GEFIÐ GAUM AÐ HEIMA SAUM
P0STURINN
Atkvæöisréttur í
veiöifélagi
Kæri Póstur!
Ég hef áður skrifað þér og feng-
ið gott svar við spurningu. Nú
langar mig að spyria um rétt til
atkvæðagreiðslu í veiðifélagi. —
Hér var stofnað veiðifélag í
sumar sem nær yfir mestallt
vatnasvæði sveitarinnar. Nokkr-
ar jarðir sem hlut eiga í vatna-
svæðinu eru nú í eigu manna
sem ekki eru búsettir hér og
hafa sumir jarðaeigendur gefið
öðrum umboð til að fara með
atkvæðisrétt sinn. Ég get ekki
skilið að bóndi sem á jörð og
greiðir atkvæði fyrir sig geti
einnig farið með umboð fyrir
annan jarðareiganda og þannig
haft möguleika á að greiða
tvisvar eða oftar atkvæði um
sömu tillögu eða sama mál og
þannig margfaldað atkvæðisrétt
sinn ef hánn hefur nógu mörg
umboð, en bóndi sem á fleiri
en eina jörð hefur ekki nema
eitt atkvæði eins og rétt er, því
þá ekki að láta það vera svo
að einn maður greiði aðeins
eitt atkvæði. Formaður veiðifé-
lagsins heldur því fram að jarð-
areigandi sem greiðir atkvæði
fyrir sig megi einnig greiða at-
kvæði fyrir aðra ef hann hefur
umboð til þess. Þetta finnst mér
ótrúlegt og stórt gat í lögin ef
satt er.
Hvað er rétt í þessu? Vertu sæl,
Vika mín, þökk fyrir allan fróð-
leik. Sigmundur Jónsson.
Formaður veiðifélagsins hefur
rétt fyrir sér, jarðareigendur, sem
ekki eru búsettir á félagssvæð-
inu og geta sjálfir ekki mætt til
atkvæðagreiðslu, geta veitt öðr-
um umboð til að greiða atkvæði
fyrir sig, og er engri loku fyrir
það skotið að sá, sem umboðið
fær, eigi sjálfur jörð á svæðinu
og hafi þar með atkvæðisrétt
fyrir sjálfan sig. Þó má umboðið
ekki vera eldra en þriggja mán-
aða.
Cannabis skaðlaust?
Frómi Póstur-
Tilefni þessa bréfs er niðurstöð-
ur rannsóknarnefndar Banda-
ríkjastjórnar um cannabis, þ. e.
marijuana og hashish. I þeim
kemur fram, eins og kunnugt er
orðið, að ekkert bendi til þess
að neyzla cannabis leiði til
neyzlu sterkari efna, eins og til
dæmis heróíns og LSD. Leggur
nefndin til, að felldar verði nið-
ur refsingar gagnvart þeim er
neyta cannabis í heirrrahúsum.
Þegar mér bárust niðurstöður
skýrslu nefndarinnar til eyrna,
varð mér að orði: „Ja, þar skeit
íslenzka þjóðin í bólið sitt." —
Undanfarið hefuyr allt verið yf-
irfullt af alls konar gagnslausum
fundum um hin svokölluðu „eit-
urlyfjavandamál", og rétt í þann
mund að íslendingar hafa lært
að segja marijuana og hashis
skammlaust, vitna færustu vís-
indamenn að cannabis sé algjör-
lega skaðlaust. (Hitt vita svo a11-
ir, að óhófsneyzla á hverju sem
er, meira að segja mjólk, getur
skert heilsu).
Tillaga mín er því sú, að við
látum af þessum andskotans
molbúahætti og leyfum neyzlu
cannabis hér á landi, svo maður
geti einhvern tíma fengið al-
mennilegt hass, ekki þennan
„skít" sem nú er ! umferð.
(Written while stoned)
Steinn.
Vi8 höfum heyrt af skýrslunni
sem þú skrifar um, en ekki haft
tækifæri til að kynna okkur efni
hennar nákvæmlega. Það er út
af fyrir sig gott að heyra að
menn sem hafa vit á hlutunum
hafi þetta mál til rannsóknar;
það ætti að vera vel til þess
fallið að ryðja frá móðursýkis-
ofboði því og grillum, sem aII-
mjög hefur borið á í .hugmynd-
um manna og hjali um cannabis,
síðan það komst í tízku á Vest-
urlöndum. En ertu nú alveg viss
um að þú hafir lesið það rétt að
þetta sé alveg skaðlaust? Það
eru óneitanlega nýjar fréttir.
Þótt það sé fáránleg heimska að
flokka hass með sterkum og
stórhættulegum eiturlyfjum eins
og heróíni, eins og oft er þó
gert, þá hefur nú hingað til
verið talið að beztu manna yfir-
sýn að það væri manneskjunni
enginn heilsubætir, frekar en til
dæmis tóbak og áfengi, þetta
löghelgaða eitur sem eyðileggur
líf og heilsu milljóna manna ár-
lega. Segja má að í því felist
4 VIKAN 15. TBL.