Vikan


Vikan - 13.04.1972, Síða 6

Vikan - 13.04.1972, Síða 6
SÍÐAN SÍÐAST Bandarískir unglingar í D. B. Cooper-boium, sem renna út eins og heitar lummur. „D.B. Cooper“ er á góSri leið með að verða að einskonar þjóðhetju á vesturströnd Banda- ríkjanna. En hver er hann? Svarið fæst í eftirfarandi grein. D. B. Cooper, where did you go? We're looking for you high and low. With your pleasant smile And your dropout style, D. B. Cooper, where are you now? Þessar línur eru úr laginu D. B. Cooper, where are you?, sem banda- ríski söngvarinn Tom Bresh samdi og söng inn á plötu um áramótin. D. B. Cooper er ágizkað nafn manns sem 24. nóvember á fyrra ári stökk út úr flug- vél yfir Washington-fylki í Banda- ríkjunum með 200.000 dollara (17.6 millj. ísl. kr.) í tösku. Peningana hafði hann fengið frá flugfélaginu North- west Airlines fyrir að sprengja ekki vélina í loft upp.- Þetta furðulega ævintýri hófst með því að vél af gerðinni' Boeing 727 var á leiðinni frá Washington D. C. til Seattle í Washington-fylki, og var millilent á nokkrum stöðum, þar á meðal Portland í Oregon. Þar kom um borð maður nokkur, ,sem samkvæmt farþegalistanum heitir D. B. Cooper. Hann var klæddur í venjuleg, grá jakkaföt og var með dökk gleraugu. Maður þessi, sem á engan hátt skar sig frá öðrum farþegum, fékk sér sæti aftast í vélinni og ekkert gerðist þar til hann kallaði til sín eina flugfreyj- una og fékk henni miða. Hún reiknaði Flugfreyjunni þótti þetta allt spennandi en flugstjórinn var grimmur. með að hann ætlaði að bjóða henni út þegar komið væri til Seattle, en þegar hún stakk miðanum í veskið sitt, gerði hann henni skiljanlegt með höfuð- hreyfingu að hún ætti að lesa hann strax. Á miðanum setti hann fram þær kröfur, að þegar komið væri til Seattle-Tacome International Airport, yrðu honum fengnir 200.000 dollarar og fjórar fallhlífar. Andlitið datt af flugfreyjunni, en hún reyndi að láta á engu bera og fór fram í flugstjórn- arklefann. Um leið og hún lagði af stað, sneri hún sér við og „D. B. Cooper“ benti henni að koma aftur. Þegar hún kom að sæti hans opnaði hann þunna skjalatösku og sýndi henni sprengju. „Ef fyrirmælum mín- um verður ekki fylgt,“ sagði hann, „þá sprengi ég vélina í loft upp.“ Flugfreyjan kyngdi nokkrum sinn- um og fór síðan fram og tilkynnti flug- stjóranum um þennan kröfuharða farþega. Haft var samband við for- stjóra flugfélagsins, Donald W. Nyrop, sem fyrirskipaði að gengið skyldi að öllum kröfum ræningjans. Þegar lent var á flugvellinum í Seattle, voru pen- ingarnir og fallhlífarnar til reiðu og eftir að hvorttveggja var komið um borð, leyfði „Cooper“ farþegunum og tveimur flugfreyjanna að fara frá borði. Eftir í vélinni voru flugmenn- irnir og ein flugfreyja, sem halda átti sem gísl. Flugvélarræninginn fyrirskipaði síð- an að flogið yrði með sig til Mexico, en eftir að tekizt hafði að sannfæra hann um að slíkt væri ógjörlegt án millilendingar til eldsneytistöku, féllst hann á að lent yrði í Reno. En enginn vafi leikur á að „D. B. Cooper“ vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Hann fyrirskipaði að flogið yrði undir 10.000 fetum og ekki hraðar en 200 m|ílur á klukkustund, sem er nær hættulega lítill hraði. Einnig fyrirskip- aði hgnn að dyrum aftast í vélinni yrði ekki læst, en Boeing 727 er eina stóra farþegaþotan sem notuð er að einhverju marki í Bandaríkjunum og hefur hurð fyrir neðan stélið er leyf- ir sæmilega öruggt fallhlífarstökk. — Síðan lokaði hann flugfreyjuna inni í klefanum hjá flugmönnunum og eftir það hefur enginn séð „D. B. Cooper". Fimm flugvélar eltu þotuna frá Seattle, en enginn sá Cooper stökkva; um það bil 50 km norður af Portland varð hins vegar vart við minnkun loftþrýst- ings í farþegarými vélarinnar, þannig að áætlað er að þar hafi hann stokk- ið. Hundruð manna, með hunda og önnur hjálpargögn, hafa síðan leitað mannsins, en hann er ófundinn enn og sömuleiðis 200.000 dollararnir sem hann var með með sér. Aðeins 72 klukkustundum eftir að þetta átti sér stað, komu á markaðinn í Portland bolir með ýmsum áletrun- um, til dæmis: „D. B. Cooper, hvar ertu?“ Ræninginn er orðinn að eins konar þjóðhetju á vesturströnd Banda- ríkjanna. Óteljandi unglingar — svo og fullorðnir — klæðast þessum bol- um og platan sem minnzt var á í upp- hafi, hefur selzt geysivel. „D. B. Coop- er“ er sams konar hetja og Bonnie & Clyde. Og fjöldi fólks hefur lýst því yfir vestur þar, að það voni heitt og innilega að ræninginn finnist ekki — hvað þá að hann sé dauður — því að það beri mikla virðingu fyrir manni með „slíkt hugrekki". Frh. á bls. 50.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.