Vikan


Vikan - 13.04.1972, Page 11

Vikan - 13.04.1972, Page 11
ljós lampans gat daufum aug- um hans skjátlazt. — Hvar er mamma? spurði ungi maðurinn. — Hún sefur þarna uppi. Þeir hafa sem sagt sleppt þér. Sýknað þig, sagðir þú? — Já. Það marraði í tréstiganum og móðirin kom niður. Hún rak upp gleðióp, þegar hún sá soninn, en þagnaði, þegar mað- ur hennar minntist á, að það væri mið nótt og menn ættu að sofa. Hún kastaði sér í fang sonar síns, sem hvað eftir ann- að reyndi að sannfæra hana um, að hann hefði verið sýkn- aður. — Ég var sýknaður, sagði hann aftur og aftur. Faðirinn var setztur í sitt venjulega sæti við borðið. Hann tók fram pípu sína, en kveikti ekki í henni. Hann hrakti burt nokkrar flugur, sem voru að reyna að setjast á handlegginn á honum. — Það er honum að kenna, sagði móðirin og benti á mann sinn. — Það er honum að kenna, að ég kom ekki og heimsótti þig í dag. Nei, nei og aftur nei, sagði hann. Þessi einstrengingslega sál hélt því fram, að réttarhaldinu lyki ekki fyrr en á morgun. — Hafðu ekki áhyggjur af því, mamma. Ég rata svosem hingað . . . Og ef ég hefði ver- ið dæmdur . . . — Hvað segir þú? . . . Hefð- ir verið dæmdur? í augum hennar barðist undr- unin yfir slíkum möguleika við þá gleðilegu vissu, að þeir höfðu ekki skert hár á höfði sonar hennar. — Dæmdur, sagðir þú? end- urtók hún. Enn mátti lesa úr augum hennar áhyggjur, angist og von, — það sem hafði kvalið hana siðustu tólf mánuði. Faðirinn spurði að lokum: — Varstu hræddur um að verða dæmdur? Ungi maðurinn svaraði ekki strax. Hann settist á bekkinn við vegginn, studdi höndum undir kinn, beygði sig dálítið fram og starði framfyrir sig, eins og hann var vanur að gera bak við járnrimlana í fangels- inu. En þegar faðir hans bar fram spurninguna aftur, hrökk hann við og byrjaði að tala lágri röddu. Hann talaði lengi og setningar hans voru sam- hengislausar og ruglingslegar. — Það var stór salur, næst- um eins stór og kirkjan og all- ur fullur af fólki. Á borðinu í miðjum salnum stóð pakkinn. „Opnið hann,“ skipaði dómar- inn. Það var skorið á snærið og hvað var það, sem kom í ljós? Gráar og skítugar buxur með blóðblettum og skyrta, sem einnig var ötuð blóði. „Sjáið nú hér,“ sagði hann og gerði einmitt svona. „Sjáið hér yðar eigin ódæðisverk." Ann- ar svartklæddur maður benti á mig og skrækti: „Þarna, þarna er morðinginn.“ „Nei,“ svaraði lögfræðingurinn minn. „Jú,“ sögðu hinir. Og þið hefð- uð átt að heyra, hvernig þeir sögðu frá þessu öllu saman, hvernig þeir vissu allt um bæ- ina, veginn, nákvæmlega hvað það voru mörg skref frá þess- um stað og að hinum . . . það var alveg eins og hann hefði verið þar. Og allir kinkuðu kolli, eins og þeir vildu segja: „Já, einmitt, þannig var það. Hann er áreiðanlega morðing- inn.“ — Hann? . . . Hver? — Ég. Allir héldu að það væri ég. — Og lögfræðingurinn? —- Hann sagði náttúrlega nei og sagði frá atburðinum allt öðruvísi. Það var líka engu líkara en hann hefði séð allt saman með eigin augum. En ég veit heldur ekki, hvort það var i rauninni þannig . . . — Hvað meinar þú með því? Veiztu það eða veiztu það ekki? spurði faðirinn eftirvæntingar- fullur. — Ég? Hvernig átti ég að hafa komizt undan? Mér finnst eins og ég hafi misst vitið . . . Hann tók fast um höfuðið, eins og hann gæti ekki valdið því lengur. Síðan brast liann í grát. Móðirin sneri sér að manni sínum ævareið: — Viltu hætta þessu tali. Nægja þér ekki þær þjáning- ar, sem þessir böðlar hafa leitt yfir drenginn? Faðirinn ýtti henni frá sér og gekk fast upp að syni sín- um. — Ég bið þig aðeins um eitt orð af munni þínum: Ert þú saklaus? Ungi maðurinn var hættur að snökkta. Ekkert hreyfðist. Það ríkti grafarþögn. — Ert þú saklaus? hrópaði faðirinn aftur. Sonurinn kinkaði kolli, eins og hann ætlaði að ségja eitt- hvað, en það kom kökkur í hálsinn á honum. Faðirinn hugsaði sig um nokkra stund, en yfirgaf þau síðan og gekk út. Móðirin og sonurinn heyrðu skellina í tré- skónu'm hans. Faðirinn kom strax aftur og var með svartan trékross, sem hékk á veggnum fyrir ofan rúm þeirra hjóna. Hann var einnig með tvö vígð ljós. Þegar hann hafði stillt krossinum upp fyrir framan þau, rétti hann konu sinni ann- að ljósið. — Komdu, sagði hann við son sinn, þegar þau gömlu hjónin höfðu stillt sér upp sitt hvorum megin við krossinn. Sonurinn hlýddi. — Krjúptu á kné. Hann gerði það, sem honum hafði verið skipað. — Segðu, ef þú hefur kjark til þess og ef það eru sannleik- ans orð, segðu þá: Ég er sak- laus. — Ég er saklaus. Faðirinn slökkti ljósið sitt, gaf konu sinni merki um að gera hið sama, tók krossinn og sagði: — Nú getum við hvilzt í friði. ☆ 15. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.