Vikan - 13.04.1972, Page 14
Engum, sem sá liinar svartklæddu,
dökkeygðu systur í glæsileguni húsa-
kynnum Charles Blanchette,, liefði
getað dottið i hug að aðalumræðu-
efni þeirra á daginn væri að leggja
á ráðin um morð.
Varla var búið að koma fyrra
fórnardýrinu í gröfina fyrr en þær
systurnar, Barbara og Bettina, komu
sér saman um að nauðsynlegt væri
að ryðja eiginmanni Bettinu úr vegi
lika.
Leonard Day var ekki eingöngu
hættulegur öryggi þeirra, þar
sem hann var eiginlega meðsekur
um morðið á Charles Blanchette,
eiginmanni Barböru, hann hafði
líka farið á bak við konu sína og
nauðgað mágkonu sinni. Hann var
drykkfelldur og yfirgangssamur
maður og var nú búinn að fá tang-
arhald á tvíburasystrunum.
Þær áttu nægilegt arsenik eftir til
að kála honum, en þær þorðu ekki
að reyna sömu aðferðina. Þær
ræddu um hvort ekki væri liægt að
myrða hann með þvi að hleypa raf-
magni í baðvatnið, þegar hann væri
i baði, en hvorug þeirra var nægi-
lega vel að sér í rafmagnsfræði, til
að þora að eiga við það. Þeim datt
jafnvel í hug að stinga hann til bana
og útbúa svo sýndarinnbrot, þegar
Leonard væri einn heima, en Jiau-
guggnuðu líka á því.
Næstu kvöld Iæsti Barbara djr-
unum að svefnherbergi sínu, svo
Leonard kæmist ekki inn og Jiegar
hann hamaðist á hurðinni, lét hún
sem hún svæfi. En nokkrum dögum
síðar komst hann inn til hennar
meðan Bettine var í baði.
— Það þýðir ekkert fyrir Jiig að
vera lengur í fýlu, Babs, sagði hann.
— Hér er það ég sem ræð. Ég veit
að þú mvrtir manninn þinn. Það er
þvi bezt fyrir Jiig að gera eins og ég
segi. í kvöld læsir þú ekki dyrum
þinum. Skilurðu það?
Barböru var Ijóst að hún gæti al-
drei haldið Leonard lengi frá sér. í
þeirri viku sagði liann upp starfi
sínu og hélt sig heima allan daginn.
— Ég er ekki svo heimskur að
vera að þræla fyrir sextán pundum
á viku, þegar ég á mágkonu, sem
veltir sér í peningum! Það er ágætt
fyrir ykkur, stúlkur minar, að láta
mig sofa og livila mig á daginn, Jiví
meiri gleði hafið Jiið af mér á nótt-
unni.
Þennan dag skrifaði Leonard
undir sinn dauðadóm, rétt eins og
Charles Blanchette liafði gert á und-
an honum. Nú var þeim orðin Jiað
nauðsvn að losna við hann. Tæki-
færið kom af hreinni hendingu eitt
kvöldið í Belfast. Hann var mjög
drukkinn, Jiegar hann kom heim.
Hann staulaðist upp stigann og kom
upp á stigapallinn, rétt í Jivi að
Barbara kom út úr baðherberginu,
nakin undir sloppnum. Hann réðist
á hana og reif liana úr sloppnum,
en Barbara gat sparkað í magann á
honum, svo hann valt niður stigann.
Hann reyndi að standa upp, en Jiá
gat hún sparkað aftur í hann, svo
hann valt alla leið niður og hún
öskraði:
—- Ég hata þig! Ég hata þig!
Svstir hennar kom hlaupandi frá
svefnherberginu og sá mann sinn
velta niður stigann. Bettina tók um
úlnlið hans og þreifaði eftir slagæð-
inni, sem sló ennjiá. Hún leit á syst-
ur sína . . .
Nokkru síðar Jireifaði Barbara á
slagæðinni á Leonard Day og sagði
svo systur sinni að maður hennar
væri látinn. Þær flýttu sér ekki neitl.
Barbara sótti spegil og bar hann að
vitum lians.
Þar sem engin móða kom á speg-
ilinn, sáu þær að hann var stein-
dauður. Þær flýttu sér samt ekki
neitt til að hringja á sjúkrabil, en
þurrkuðu vandlega öll fingraför.
Svo lningdu Jiær á sjúkrabílinn.