Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 18
SITT LÍTIÐ AF HVERJU Þegar George Harrison stakk upp á því við Dylan að hann syngi „Blowin* in the wind“ á Bangla Desh-hljómleikunum, sagði Dylan: „Ef þú syngur „I Wanna Hold Your Hand“ . . . Náttúru og Svanfríði fer stöð- ugt fram og hyggur Náttúra á plötu ekki síðar en í júlí/ág- úst. Ámundi ætlar að gefa hana út á nafni hljómsveitar- innar . . . Þeir sem vilja ger- ast áskrifendur að ROLLING STONE, sem er stórkostlegt blað, skrifi: Rolling Stone Magazine/28 Newman Street/ London, W 1 P3A, England ... Helgi P. er með svo háa rödd að hann getur ekki eignazt börn . . . Ég kann það ekki. Býður einhver sig fram? . . . Platan með Jerry Garcia úr Grateful Dead er stórgóð . . . Colin Blumstone, sem einu sinni söng með the Zombies, er kominn á kreik aftur og bú- inn að taka upp LP . . . Rod Stewart hefur nýlega lokið við að taka upp sína fjórðu LP.. . Harvest er skratti góð plata og Jiefur verið líkt við John Wes- ley Harding Dylans . . . Krist- inn P. hefur afsalað sér titlin- um „Hassan 1“ . . . Mitch Ryder, sem einu sinni var toppurinn í Detroit Wheels, er byrjaður aftur með hljómsveit sem heitir bara Detroit, þræl- gott rock ‘n‘ roll . . . Mjög efni- legt tríó, Þrenning, kom ný- lega fram á þjóðlaga- og vísna- kvöldi hjá Vikivaka . . . Allt^f hefur mér láðs að minnast á gott vísnakvöld í Norræna húsinu sl. haust, þar sem Árni Johnsen kom fram ásamt nor- rænum vísnasöngvurum. Nú er ég búinn að minnast á það. Það var mjög gott vísnakvöld . . . Joe Cocker er byrjaður aftur, húrra fyrir því . . . Ný plata með Hollies er væntan- leg, Mikki Rickfors er sagður góður söngvari . . . Beach Boys hafa bætt við tveimur mönn- um, bassaleikaranum Blondie Chaplin og trommaranum Ricky Fataar, sem báðir voru Þessi maður er sextugur og heitir Thomas Parker. Venjulega er hann kallaður Colonel Parker og er umboðsmaSur Presleys. í suður-afríkönsku hljómsveit- inni The Flame, þá er Beach Boys „uppgötvuðu“. Dennis Wilson meiddi sig i hendinni og getur ekki spilað á tromm- ur meir, en heldur sig nú við pianó. Næsta plata frá BB ber heitið „Carl and the Passions — So Tough“ . . . George Harrison og Patti húsmóðir hans meiddust nýlega í bíl- slysi. Harrison fékk að fara strax heim, en Patti fékk heila- hristing og varð eftir á spítal- anum í London . . . Donovan hefur undanfarið verið að halda hljómleika á írlandi . . . Paul McCartney hefur verið skammaður fyrir plötuna sem alls staðar var bönnuð. írar skrifa skammarbréf og skora á hann að koma með Wings til írlands og halda hljómleika ... Wings komu reyndar fram í febrúar og hafa gert töluvert af því síðan, láta vita af komu sinni með 2 til 3 klst. fyrirvara . . .Hefur þeim verið tekið vel . . . Mary Hopkin hefur sagt upp samningi sínum við Apple ... John, Ringo & George gerðu Paul tilboð í hluta hans í Apple og ætti hann því að geta hætt að vera Bítill. Því miður hafa ekki borizt fregnir um viðbrögð Pauls, en hann og Lennon hitt- ust ekki alls fyrir löngu og slógust að minnsta kosti ekki . . . Leonard Cohen sagði ný- lega í viðtali við MM að plöt- urnar sínar væru „ömurlegar“. Það bezta sem hann hefði gert fengi enginn að heyra því að það væri „spontant" . . . Keith Emerson er að vinna að sóló- plötu og sólóplata með Peter Frampton er komin út og hef- ur fengið góða dóma. Með hon- um við upptöku voru m. a. Ringo Starr, Billy Preston og Jim Price . . . Eruð þið búin að fá ykkur „Concert for Bangla Desh? . . . Elton John kom nýlega fram með sinfón- iuhljómsveit og var konsertinn tekinn upp fyrir sjónvarp. í miðjum klíðum kom lögga upp á svið og rak alla út, þar sem einhver brandarakarl tilkynnti um sprengju í húsinu . . . MC5 „Papa" John Creach, fiðlarinn í Jefferson Airplane. Hann hefur spilaS með þeim í plötu, einnig Hot Tuna og nú síðast kom út sólóplata með honum. 18 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.