Vikan - 13.04.1972, Side 20
Áður en nóttin var komin,
var það þegar komið
greinilega i Ijós, að vinur
minn lmfði regnzl
getspakur. Umferðardeild
lögreglunnar á staðnum
slaðfesti tilveru þessarar
ferfættu plágu,
en lögreglumennirnir
komu til okkar á vélhjól-
um, meðcui við
sátum að lcvöldverði . . .
Fyrir neðan var lauslega
krotaður bréafuki, sem þó var
lengri en bréfið sjálft:
„Corinne er við ágæta heilsu
og sendir þér beztu kveðjur.
Hún komst vel yfir fæðingu
sonar okkar og er nú fegurri en
nokkru sinni. Strákurinn er in-
dæll — þú verður áreiðanlega
skotinn í honum. Við létum
hann heita í höfuðið á þér. Ég
gæti verið hamingjusamasti
maður í heimi, en ég er samt
kvalinn af ótta, sem er því
hræðilegri, því fráleitari sem
hann er. Komdu fljótt — upp
á gamlan kunningsskap okkar.“
Við iþessari bón var ekki
hægt að daufheyrast. Ég leit á
póststimpilinn. Bréfið hafði
verið sett í póst fyrir hálfum
mánuði.
Ég var ekki nema fimm mín-
útur að taka saman hinar fyrir-
ferðarlitlu föggur mínar og
greiða reikninginn. Þegar yfir
ána kom, var ég svo heppinn
að ná í lest, sem var rétt að
leggja af stað frá stöðinni í
Toledo. Ég varð að bíða tvær
klukkustundir í Madrid, en
hraðinn á Meginlandshraðlest-
inni bætti mér fullkomlega upp
þá töf. Ég komst til Parísar og
þar upp í lestina í sambandi við
sundferjuna.
Þrjátíu klukkustundum eftir
að mér barst bréfið, gekk ég
niður landganginn á sundferj-
unni — og mætti þá hlýju hand-
taki mannsins sem hafði kall-
að mig til Englands.
— Ég fékk skeytið þitt frá
París, sagði hann, rétt eins og
til að gera grein fyrir óvæntri
komu sinni þarna að landgang-
inum. — Ég gat ekki lýst því,
hve feginn ég varð, þegar ég
vissi von á þér.
Ég fór að segja honum frá
öllum flækingnum á bréfinu
áður en það náði til mín, en
hann greip fram í fyrir mér, og
það óþarflega snöggt, að því er
mér fannst.
— Komdu! Hann greip í tösk-
una mína og lét sem hann sæi
ekki lestina en stefndi á hliðið,
út að veginum. — Ég er hérna
með bíl. Við getum talað sam-
an á leiðinni. Húsið mitt er í
næsta héraði, fáar mílur hand-
an við Sussexmörkin. Við kom-
umst þangað fljótar á bíl en
með iestinni.
Fínheitin á bílnum, sem beið
okkar, gáfu til kynna, að hvaða
vandræðum, sem Alan kynni að
eina í, þá voru þau áreiðanlega
ekki í neinu sambandi við efna-
hag hans. Ég sagði eitthvað í
þá átt, þegar bíllinn rann af
stað, en það var rétt eins og
hann heyrði það ekki.
— O, já. Það hefur gengið
sæmilega hjá mér. En ég hef
verið of áhyggjufullur upp á
síðkastið til að geta hafzt nokk-
uð almennilegt að. Veizt þú —
nú máttu ekki halda, að ég sé
orðinn brjálaður — en þú manst
eftir stóra úlfinum gráa, sem
við sáum rétt hjá Skrattaleg-
steininum, þarna kvöldið góða?
— Já, sagði ég með snöggum
áhuga. — Og hvað um það?
— Heldurðu ekki, að skepnu-
skrattinn hafi elt mig hingað!
Ég píndi upp úr mér ein-
hverjum hlátri, en hefði ekki
vinur minn verið jafn önnum
kafinn við aksturinn, hefðu til-
finningar mínar sennilega kom-
ið í ljós.
— O, seisei, sagði ég glettnis-
lega. — Er þetta ekki full reyf-
arakennt, kall minn? Það er nú
býsna langt stökk frá Bretagne
til Sucsex, og svo er smá þrösk-
uldur í veginum, sem kallaður
er Ermasund.
— Mér er sama um allar
vegalengdir og þröskulda. Ég
mundi þekkja skepnuna hvar
sem væri og ég er viss um, að
sama skepnan hefur verið að
leita á húsið vikum saman —
eða nánar til tekið síðan dreng-
urinn fæddist.
Drengurinn! Þarna kom enn
einn sennilegur tengiliður við
sögu gamla fógetans.
— Það er drengur? sagði ég,
nánast til þess að segja eitthvað.
— Auðvitað er það drengur,
sagði hann önugur. — Sagði ég
þér ekki í bréfinu, að við létum
hann heita í höfuðið á þér?
— Og þá heldur, að úlfurinn
ætli að gera litla snáðanum
mein?
— Hvað annað? svaraði hann
snöggt. — Skepnan hefur hvað
eftir annað reynt að brjótast inn
í barnaherbergið, en sem betur
fór sást hún og var rekin á
flótta, áður en hún gæti gert
neitt illt af sér. En það ein-
kennilega er, að hún reynir al-
drei að ráðast á fullorðið fólk.
Og það ætti að gera okkur hæg-
ara fyrir.
— Okkur? bergmálaði ég.
— Já. Þú verður að hjálpa
mér til að rekja slóð dýrsins í
gren þess og senda kúlu gegn
um hjartað í því. Mér mun
ekki finnast Corinne og barninu
vera óhætt, fyrr en ég sé það
steindautt.
Ég mátti taka á allri minni
karlmennsku til þess að reka
ekki upp hæðnishlátur. Ég
tautaði eitthvert svar — ham-
ingjan má vita, hvað það var
— og það sem eftir var leiðar-
innar sat ég þögull, eða tautaði
einhver þýðingarlaus einsat-
kvæðisorð. Gremjulegar hugs-
anir nægðu mér til að fylia
huga minn. Enn einu sinni hafði
ég flækzt í aðsteðjandi hættu
— en litla hugmynd hafði mað-
urinn, sem hjá mér sat um eðli
hlutverks þess, sem hann hafði
leitað aðstoðar minnar við.
Við vorum fljótt komnir á
enda þessa fimmtíu mílna leið
eftir ströndinni, en þá beygðum
við inn í landið, skammt frá
staðnum þar sem orrustan við
Hastings var talin hafa verið
háð. Tuttugu mínútum síðar
beygði bíllinn inn að hliði að
stíg með trjám til beggja handa,
og nú sá ég húsið í fyrsta sinn.
„Einbúi“ var það nefnt og
nafnið virtist eiga vel við.
Gamla hrörlega húsið stóð uppi
á brekku, með skógarengi um-
hverfis, og enda þótt það væri
býsna óvarið gegn stormunum,
sem stundum koma utan af
sjónum, var útsýnið þaðan
ágætt. Til suðurs var langa
strandlengjan, en svo tóku við
kalkklettar, auðir og yfirgefnir
mætti greina þakið á bænda-
að mestu, enda þótt á stöku stað
býli.
Einbúi hafði upprunalega
verið byggt sem bændabýli í
stærra lagi —• enda þótt það
hefði sennilega verið á dögum
Elísabetar gömlu. Húsið var
glæsilegt sýnishorn af bygging-
arlist þess tíma með kvistum úr
timbri, skrítnum hornum og
eikarbjálkum í stofunum.
Löngu hlykkjóttu gangarnir
voru með tröppum, sem lágu
ýmist upp eða niður, svo að
stundum gat verið erfitt að átta
sig á því, á hvaða hæð maður
væri staddur, nema þá með
því að líta út um glugga. í
stuttu máli sagt var húsið eins
og sniðið fyrir æturrölt gamal-
dags húsdraugs.
Ég var einmitt í þann veginn
að gera einhverja gamansama
athugasemd í þ áátt, þegar ég
steig út úr bílnum. En þá kom
ég auga á hörkulegan svipinn á
Alan og hætti við það. Á þess-
ari stundu virtist hann ekki
vera í neinu skapi til að taka
gamni, hvorki um dularfull efni
né annað.
ÚLFKONAN
FRÁ
JOSSELIN
'' &íÁiA
, Á . ' ‘ (W t '
.ú. í- ■■‘"Æ<á
'; /'L-'
- -t\ p. J
STUTT FRAMHALDSSAGA - ÞRIÐJI HLUTI
20 VIKAN 15.TBL.