Vikan - 13.04.1972, Qupperneq 37
Hún var mjög fegin því að
bílstjórinn talaði ekki við hana.
Þau óku gegnum mannlausar
götur. Það var farið að skyggja.
Það hefði átt að vera bjart enn-
þá, en mistrið var mikið og
loftið þungt.
Bílstjórinn hemlaði fyrir ut-
an húsið sem hún bjó í. Þar
var nægilegt pláss'. Rouen virt-
ist yfirgefin borg. Daniéle borg-
aði, tók ferðatöskuna og gekk
að útidyrunum. Bilstjórinn ók
hægt i burtu.
Daniéle drap á dyr hjá hús-
verðinum. Hann var undrandi.
þegar hann sá hver þetta var,
en Daniéle hirti ekki um að
gefa honum skýringu.
— Eru nokkur bréf til min?
spurði hún. Hann leitaði í hólf-
inu og tautaði eitthvað fyrir
munni sér. Daniéle beið og
hjarta hennar sló hratt.
— Nei, sagði maðurinn að
lokum, — það eru engin bréf
til yðar.
Daniéle muldraði einhver
þakkarorð, tók töskuna og gekk
að stiganum. Húsvörðurinn stóð
kyrr og horfði á eftir henni.
Daniéle kom upp á stigapall-
inn, opnaði dyrnar að íbúð sinni
og gekk inn. Enginn beið henn-
ar. Enginn myndi nokkru sinni
framar bíða hennar. Hún læsti
svo dyrunum að veröld hinna
lifandi . . .
Kirkjuklukkurnar í Rouen
kölluðu hina trúuðu borgara til
tíða.
Therése var nýkomin heim
úr ferðalaginu. Hún var að enda
við að lesa bréfið frá Daniéle.
„ ... til að hitta Gérard. Það er
mín síðasta von . . .“
— Við verðum að hjálpa
henni, sagði hún við föður sinn.
— En þú lofaðir lögfræðingn-
um ...
Móðir Therése kom inn í stof-
una. — Geta þau ekki komið
hingað, bæði tvö, sagði hún. —
Þau gætu borðað hér í kvöld!
Rétt í ,þvi hringdi siminn.
Það var Gérard.
— Þú verður að koma hing-
að og borða i kvöld, sagði Ther-
ése í ákveðnum róm. Faðir
hennar yppti öxlum. — Þú
verður örugglega glaður ... Ég
ætla að fara heim til hennar
núna.. .
Það var farið að skyggja.
Gérard var hamingjusamur.
Hann tók fjögur þrep i stökki
upp stigann og stanzaði andar-
tak á stigapallinum, til að ná
andanum. Nú átti hann að hitta
Daniéle eftir örfá augnablik.
Um áttaleytið, hafði Therése
sagt. Klukkuna vantaði tvær
mínútur í átta. Gérard var með
hjartslátt, þegar hann hringdi
dyrabjöllunni.
Therése opnaði. Gérard náði
því að sjá þrútið andlit hennar
og grátbólgin augun, áður en
hún fleygði sér í faðm hans og
þrýsti andlitinu upp að öxl
hans. Hún skalf af niðurbæld-
um gráti.
Gérard skildi ekki neitt. Yfir
öxlina á Therése sá hann móður
stúlkunnar, sem laut höfði.
— Kæri drengurinn minn,
sagði hún með skjálfandi rödd.
— Daniéle er dáin ...
Gérard hafði upp orðin eftir
henni. Hann hélt Therése dálít-
ið frá sér og horfði spyrjandi á
hana. Stúlkan kinkaði kolli.
Hún kom ekki upp nokkru orði.
— Já, sagði hún að lokum,
— það er satt, hún svipti sig
lifi . . .
Það varð óhugnanleg þögn.
Gérard gat ekki hreyft sig, ekki
talað, ekki einu sinni andað.
Honum fannst hjarta sitt frjósa.
En skyndilega hrökk hann við,
sneri sér við, þaut út og niður
stigann.
Dáin ...
Gérard hleypur, — hann
hleypur allt hvað af tekur.
Borgin er hljóð, göturnar mann-
lausar Hann hleypur ... hrað-
ar og hraðar. Það er eins og
hann sé í kapphlaupi við tím-
ann. Þetta getur ekki verið.
Hann veit það. Tárin renna nið-
ur kinnar hans, inn í opinn
munninn. Ungi maðurinn hæg-
ir á sér. Daniéle er dáin.
Það er ljós í einstaka glugga.
í stóru íbúðinni sinni er dóm-
arinn ábyggilega sofnaður und-
ir dúnsænginni sinni. Hann
byltir sér í svefni, en það er
aðeins vegna þess að honum er
of heitt. Dómara dreymir lík-
lega aldrei, að minnsta kosti
ekki um þá sem þeim ber skylda
til að dæma.
Herra Leguen situr og meltir
matinn. Hann er á skyrtunni
og ætlar að fá sér myntulíkjör
eftir andartak. Hann þolir ekki
svo vel kaffi nú orðið.
í fangelsinu sofa fangarnir
órólegum svefni. Þeir hafa erf-
iðar draumfarir og hljóða upp
úr svefninum.
Gérard tekur aftur til fót-
anna. Húsið sem Daniéle býr
. er þarna rétt hjá. Hann hleyp-
ur inn, fram hjá húsverðinum.
— Hvert eruð þér að fara?
kallar húsvörðurinn.
Gérard svarar ekki. Hann
þýtur upp stigann, þangað til
hann kemur að íbúð Daniéle.
Hann rífur í handfangið, hring-
15. TBL. VIKAN 37