Vikan


Vikan - 13.04.1972, Síða 46

Vikan - 13.04.1972, Síða 46
dauðadrukkinn, þegar lífi hans lauk að lokum. Af þeim frásagnarbrotum úr veiðiferðinni, sem mér tókst að fá, áður en óráðið náði tökum á honum og hann varð máttlaus og lífvana, gat ég gert mér í hugarlund, hvað komið hafði fyrir. Það sem á vantaði, gat ég séð, þegar ég næsta morgun fór aftur yfir vatnið, fylgdi rauðu slóðinni í gegnum skóginn í áttina að skógarmörkunum. Þar uppi fann ég verkstæðis- eigandann, Ernie Thomson, dauðan og gaddfreðinn. Líkam- inn óskaddaður, en hauskúpan brotin eftir eitt högg í hvirfil- inn. Af sporunum í snjónum þar í kring sá ég, hve stutt og miskunnarlaus baráttan hafði verið. Drottinn minn, drengir! Reynið að skilja, hve hræðilega vitleysislega þessir tveir gal- gopar höfðu farið að. Þarna höfðu þeir fundið hálf- fenntan innganginn að híðinu, sem var bara fallið greni, en grá- björninn hafði skriðið á milli greinanna og látið fenna yfir sig. Nokkru neðar hafði plast- verksmiðjueigandinn komið sér fyrir með vopn sitt, en verk- stæðiseigandinn gekk upp á grenihauginn, til að reka bangsa til vinar síns. Ég get svo greinilega ímynd- að mér, hvað gerzt hefur, þeg- ar lurkurinn hitti í mark: Snjó- ský, og út úr því V2 tonns stríð- hærður kroppur, leifturhögg eins og hreysiköttur í tilstökki. Öskur, stökk, bit... og þarna lá þá friðarspillirinn á hryggn- um í snjónum með brotna haus- kúnu og lurkinn í höndunum. Síðan hefur björninn snúið sér í hina átt.ina, gegn hinum. Leift- ur frá byssuhlaupi, stingandi sársauki í stríhært ennið, sárs- auW. sem eykur vonzkuna enn meira. Ný árás, í sveigjanlegu en þungu stökki gegnum hrísið og snjódrífuna. Eftir því sem mér skilst helzt, hefur það ráðið örlögum Brad- leys, að taugarnar biluðu gjör- samlega, þegar hann sá þetta stóra vöðvafjall koma veltandi 1 áttina til sín. Hann hefði haft tíma til að skjóta fleiri skotum, því fjarlægðin var um 40 metr- ar. En hann hlýtur að hafa orð- ið gripinn bjarnarskjálfta, þeg- ar fyrsta kúlan nægði ekki til að stöðva skepnuna. Því að á þeim stað, þar sem hann stóð á meðan kunningi hans vakti björninn, lá ekki einungis vopn- ið, sem hann hafði misst í snjó- inn. Þar lá einnig notaða skot- hylkið. En þegar ég leitaði bet- ur, fann ég fimm skothylki í viðbót, ónotuð. Bradley hefur bersýnilega orðið svo utan við sig af skelf- ingu, að hann hefur ósjálfrátt kastað frá sér byssunni, án þess að miða eða hleypa fleiri skot- um af ... Óli gamli Jensen verður hljóður. Tekur aftur hauskúp- una, veltir henni hægt milli grófgerðra handanna. Þreifar með fingrunum á hvössum og 2 tomma löngum tönnum morð- ingjans. — Já, strákar, heldur hann ioks áfram. — Þannig hefur það sennilega verið. Sjálf- ur hef ég aldrei fundið til þessa skjálfta, og ég hef ekki haft teljandi óþægindi af taugunum, ef ég má gorta svolítið. En samt fór ég nú varlega og leit vel í kringum mig, þegar ég fór heim með líkið af Ernie Thomson og byssur veiðimann- annan. Því af slóð morðingjans sá ég. að hann var einnig særð- ur. Það voru rauðir blettir í snjónum, þar sem hann hafði lagt af stað í norðurátt eftir unnið afreksverk. Að Bradley komst þetta langt, að hann dó hérna heima hjá mér, gefur í skyn, að hann hafi legið meðvitundarlaus og hreyf- ingarlaus. Annars hefði grá- björninn áreiðanlega gert út af við hann á stundinni. En nú lagði bangsi af stað í berserks- ham og hefði ekki hlíft nokk- urri iifandi sálu á leið sinni. Það var hábjartur dagur, þeg- ar ég kom heim með þessa sorg- legu byrði mína og kom enn öðru iíki fyrir í úthúsinu við skógarjaðarinn. En ég þorði ekki að hefja aðgerðir gegn morðingjanum. Ekki einn. Hann var særður, hann var óður og æddi um í æðisgengnum tryll- ingi, eins og grábirnir einir geta verið og enginn getur skilið nema sá, sem hefur orðið sjón- arvottur að slíku. Sama kvöld- ið, þegar ég lét hundana þeysa í átt til Haines Junction, til að geta látið vita um slysið, heyrði ég drungalegt ýlfur í skóginum handa Kathleen-árinnar. Ég náði símasambandi við White Horse, og næsta morgun komu tveir sterklegir og vopn- aðir menn frá fjallalögreglunni hingað. Við sendum hina látnu til þess staðar, sem þeir komu frá. Og síðan tókum við til við veiðina. Það var auðvelt að fylgja slóðinni. Grábjörninn hafði farið yfir veiðilínuna mína þarna norðurfrá og var nú kom- inn hálfa leið til Haines Junc- tion, þegar við — eftir langar göngur — komumst í færi við hann. Á nokkrum stöðum hafði hann lagzt útaf til að hvílast, en sársaukinn hafði rekið hann á fætur og af stað aftur. Það rumdi í honum eins og þrumuveðri, þegar hann snerist gegn okkur, reisti sig á aftur- lappirnar og lyfti hrömmunum með útstandandi klónum. En það varð af engri árás, og það urðu ekki fleiri morð frá hans hendi. Morðinginn féll sjálfur, þar sem hann stóð — féll fyrir kúlu í hálsinn — hún braut hálsliðina. Það var aðeins til- viljun ,að það var ég, sem skaut, ég var næstur honum á þessu andartaki. Þannig var það. Ég hjálpaði lögreglumönnunum við að flá hræið, og þeir fengu að burð- ast aftur með feldinn. Sjálfur tók ég bara hauskúpuna. Hvers vegna? Ég veit það ekki al- mennilega. Hún var alveg ein- stæð, held ég. Að minnsta kosti á mínum veiðimannsferli. Haus- kúpa af morðingja — og tvö- földum morðingja, þar að auki. Óli gamli stendur upp af rúm- fietinu. Heldur andartak á bein- gulu, glottandi hauskúpunni í útréttri hendinni, áheyrendur hans horfa þögulir á. Það glampar á tveggja .tommu tenn- urnar. Tómar augnhóftirnar gína óhugnanlega, og skoran eftir skotið dregur skuggarönd yfir stórgert ennið. — Jæja, segir.hann og geng- ur inn í svefnskálann. í þögn- inni hljóma fótatök hans á sokkaleistunum hálf drauga- lega. Þegar hann kemur aftur, er þessi vanalegi brosmildi svip- ur á andliti hans, og stórgerð- ar hendur hans grípa um flösk- una á borðinu. — Sem sagt, strákar. Maður vekur aldrei sofandi björn, það liggur eins Ijóst fyrir og stjörnubjört nótt yfir fjöllun- um. Við fáum okkur einn upp á það. Það er eins og þess sé hálfgerð þörf, eða hvað? Spurningin er óþörf. f því andrúmslofti, sem þessi æsilega saga hans • hefur skapað, getur það jafnvel verið lífsnauðsyn- ]egt að fá eitt hressandi tár. Við spenntum taugum og kulda- gusti við hrygginn. — Að minnsta kosti væri það gott við bjarnarskjálfta... ýr EDITH PIAF Framhald af bls. 17. —i Ég hefi lifað lífi mínu, fortíðin liggur á mér eins og mara. Ég er miklu eldri en þú .. — í mínum augum fæddist þú daginn sem við hittumst. Foreldrar Théos buðu þeim til hádegisverðar, svo hún gæti kynnst fjölskyldu hans. Edith sá eþtta fyrir sér, fannst kát- broslegt að hugsa um sig sjálfa sem tengdadóttur. Þetta furðu- lega par fór svo í hvíta Merce- des bílnum heim til foreldra hans, sem bjuggu í einum af úthverfum Parísar. Þau höfðu lokað hárgreiðslustofunni sinni, í tilefni af deginum. Edith var í bláum kjól, henni fannst sá litur klæða sig og Théo hafði lagfært á henni hárið. Á leið- inni skalf hún, þótt hún væri vafinn í gamla og slitna minka- pelsinn sinn. Stefnumótið gekk að óskum. Tengdamóðirin umfaðmaði tengdadóttur sína. Théo bitaði kjötið fyrir Edith, því hún var ekki fær um það sjálf, hendur hennar voru orðnar svo kreppt- ar af iiðagiktinni. ÞETTA VAR ENGIN SÓLSKINSSAGA Að sjálfsögðu tortryggði fólk Théo. Hún var tákn föðurlands- ins, dáð af öllum löndum sín- 46 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.