Vikan - 15.06.1972, Síða 8
Þess hefur víða sézt vottur að undanförnu, að áhugi á trúmál-
um fer stöðugt vaxandi. Margir spá því, að nú sé í uppsiglingu
ný trúarvakning, sérstaklega meðal ungs fólks.
Sú stólræða, sem einna mesta athygli vakti á liðnum vetri, var
ræða, sem séra Emil Björnsson flutti 19. marz síðastliðinn í kirkju
Óháða safnaðarins. Henni var útvarpað og því hlustað á hana um
land allt. Séra Emil fjallaði meðal annars um friðþæginguna og
talaði af einurð, skynsemi og fullri hreinskilni, sem hefur fundið
almennan hljómgrunn hjá fólki.
Hins vegar heyrðust örfáar hjáróma raddir, meðal annars ein
í Pósti Vikunnar. Sá bréfritari byrjaði á því að skýra frá, að hann
hefði alls ekki lilustað á ræðuna, en taldi sig engu síður þess um-
kominn að fjalla um hana með stóryrðum og ókurteislegu orð-
bragði!
Margir lesendur hringdu í okkur og mótmæltu þessu bréfi.
Einn stakk meðal annars upp á því, að við birtum ræðu séra
Emils í heild, ekki eingöngu til að afsanna ummæli bréfritarans,
heldur einnig vegna ágæti ræðunnar sjálfrar — með hliðsjón af
þeim mikla áhuga á trúmálum, sem nú er ríkjandi.
VIKAN leitaði til séra Emils Björnssonar og fékk góðfúslegt
leyfi hans til að birta ræðuna. Fer hún hér á eftir.
G. Gr.
HIN EONLEGA JESÚBYLTING
Eftir séra Emil Björnsson
Jesús er vissulega frelsari mannanna, hann
hefur leyst allt mannkyn úr fötrum. Hann lagði
nýjan mælikvarða á allt í mannheimi og sá
mælikvarði er og verður maðurinn sjálfur sem
guðsbarn. Það var og er hin eiginlega Jesú-
bylting, mesta bylting, sem gerð hefur verið
á þessari jörð ...
Vei yður fræðimenn og farisear,
þér hræsnarar, þér gjaldið tíund
af myntu, anís og kúmeni, en
skeytið eigi um það sem mikil-
vægara er I lögmálinu; réttvís-
ina, miskunnsemina og trú-
mennskuna
En þetta bar að gjöra og hitt
eigi ógjört að láta. Þér blindir
leiðtogar, sem síið mýfluguna en
svelgið úlfaldann. (Matt. 23.
23—24).
Hér talar Jesús frá Nasaret
í þrumuræðu sinni í 23.
kapitula Mattheusarguð-
spjalls tæpitungulaust, eins og
hann ávallt gjörði, um þá
skammsýni og dómgreindar-
skort allra tíma, að ekki sé
sagt hræsnishneigð, að gera
aukaatriði að aðalatriðum en
gleyma því mikilvægasta.
Það hvarflar æ oftar að oss
hvort því sé eigi líkt varið með
oss kristna menn, og þá sem
Jesús var að ásaka fyrir að
þeir skeyttu eigi um hið mikil-
vægasta í lögmálinu, síuðu mý-
fluguna en svelgdu úlfaldann.
Ef vér skiptum aðeins um
hugtök og setjum orðin „kenn-
ing Jesú“ í staðinn fyrir orðið
„lögmál“, þá skýrist það sem
fyrir mér vakir og þá hljóðar
texti minn svona: Vei yður, þér
sem hafið hrúgað upp kenni-
setningum í aldanna rás í nafni
stofnunar, sem þér kennið við
Krist en skeytið eigi um
það sem mikilvægara er, and-
ann og innihaldið í kenningu
þess manns, sem trúin er þó
kennd við, réttvísina, miskunn-
semina og trúmennskuna sem
hann boðaði.
Það er oft sagt að menn verði
þröngsýnni með aldrinum, en í
rauninni ætti lífsreynslan að
gefa menn víðsýnni. Þá hefur
gefizt yfirsýn til að greina ein-
inguna í fjölbreytni fyrirbær-
anna og til að hafa það sem
sannara reynist. Og þá standa
oft eitt eða tvö meginatriði eft-
ir og uppúr, þar sem upphaf-
lega var frumskógur fyrirbæra.
Þegar litið er yfir farinn veg
er það eitt eftir, sem staðizt
hefur dóm reynslunnar, menn,
hugsjónir, kenningar, bænir,
listaverk og mannvirki. Það,
sem ekki stóðst prófið, er horf-
ið eða gleymt. Þeim mun dýr-
mætara verður það sem eftir
stendur. Sannur vinur, minning
góðs manns, hugsjón eða trúar-
vissa, ljóð ljóða eða bæn bæna.
Ég lærði til dæmis sem lítill
drengur margar bænir, sem ég
kann allar ennþá, en aðeins ein
þeirra er allar stundir efst í
huga mér og oft fer ég með
hana upphátt. Ég veit ekkert
eftir hvern hún er, en hún er
svona:
Ó minn Jesú elskulegi
alla mína neyð þú sér
leið mig ávallt lífs á veginn
ljós af himnum sendu mér
svo að ekkert megna megi
mig að villa burt frá þér.
Hafa ekki margar kreddur
eftirkomenda Jesú Krists, og
kirkjukenningar, beinlínis
skyggt á bjarta ljósið í kenn-
ingu hans, hefur ekki hið mik-
ilvægasta týnzt og aukaatriði,
sem viðtekin hafa verið sem að-
alatriði, staðið löngum sem
veggur milli fólksins og hans,
sem átti þó greiðastan aðgang
að hjörtum fólks meðan hann
gekk í kring, kenndi og gerði
gott.
Aldrei hefur verið nauðsyn-
’egra en nú að brjóta niður
þennan vegg, sem vér höfum
reist milli hans og vor. Og þeg-
ar þetta er fullyrt er bæði tekið
tillit til þess hve brennandi
spursmál það er fyrir nútíma-
manninn að þekkja mannsins
son og eiga hann að, og eins er
höfð hliðsjón af því að margar
kenningar kirkjunnar um Jesú
eiga eins lítinn hljómgrunn í
hjörtum nútímafólks og hans
raunverulegi boðskapur í guð-
spjöllunum á ríkan hljómgrunn
í oss enn í dag og alla daga.
Vér skulum þá fyrst hugleiða
megindrættina í kenningu Jesú
sjálfs, en grunntónar hennar
eru þessir: Guð er kærleikur,
lífið er sterkara en dauðinn,
lífið er i Guði, allt, sem í hon-
um er, ber neista eilífs lífs, en
það, sem ekki er í nonum, ber
dauðann í sér. Þess vegna er
mikilvœgast af öllu að hafa
lífssamfélag við hann og það
samband, eða farvegur, nefnist
bæn og líf í miskunnsemi, rétt-
vísi og trúmennsku. Með bæn
hleðst einstaklingurinn lífs-
mögnum þeim, sem alveran
geislar út frá sér. Jesús leggur
höfuðáherzlu á að allir séu
jafnir fyrir Guði, Guðs börn,
og hann kallar höfund lífsins
föður —- til að tákna hina nánu
og persónulegu kærleiksafstöðu
hans til vor, hvers einstaks, og
fyrir góðum föður er ekkert
barnið rétthærra en annað.
Þarna er bá jöfnuðurinnbræðra
lagið, réttlætið og kærleikurinn
samankomin, megindrættirnir í
kenningum Jesú frá Nasaret,
8 VIKAN 24. TBL