Vikan


Vikan - 15.06.1972, Qupperneq 13

Vikan - 15.06.1972, Qupperneq 13
FALKINN ÞÝÐANDI: MAGNÚS ÁSGEIRSSON SMÁSAGA EFTIR PER HÁLLSTRÖM Hann hefði feginn viljað gefa tíu ár af ævi sinni eða einn af sínum tíu fingrum til þess að me'ga halda þeim þannig, þessum þóttafullu, þöglu.dýrum, en það var ekki öllum veitt... harin mætti stóru augunum þeirra fullum af tómlátri, letilegri ró, og þó einkum þegar það var hvíti fslenzki fálkinn hans herra Enguerrands, sem hafði rauða gullsaumaða purpurahettu, reim með silfurbjöllum um fótinn, rauða purpurahanzka og augu full af þreytublandinni fyrirlitningu og hinni gulinu sól hetjusagnanna. Stöku sinnum fékk hann leyfi til að lyfta ungu fuglunum úr búrinu - ungu fuglunum, sem titruðu ennþá af bræði yfir fangavistinni og dreymdi undir húmi hettunnar um veiðar, flug og frelsi, reistu fjaðrirnar á hálsi sér til að væla og voru lamdir með hungri og myrkri. Hann fékk að sýna þeim dagsljósið og sá, hvernig þeir riðuðu fyrst f stað, blindir af birtunni, með klærnar kreptar inn f úlnliðinn á honum og hvernig ró færðist yfir þá eftir þvi sem ljósopin drógust saman, þangað til að þeir voru orðnir næstum blíðlátir að siðustu, þegar hann rétti þeim bita af heitu blóðugu kjöti. En þeií voru ekki að hans skapi: hann varð fljótlega leiður á þeim, og hann var ekki lengi að taka eftir þvi, að enginn þeirra hafði stálbringu islenzka fálkans, né löngu breiðu vængina hans, og að enginn þeirra bjó yfir sliku afli. En þó var skemmtilegra en allt annað að sjá, hvernig þeir voru tamdir til veiða eftir hinum spaklegu reglum Modusar konungs, þegar nokkur timi var liðinn og endurminningin um frelsið var farin að dofna, og þeir móktu þunglamalegir og blindir á prikum sinum. Fyrst varð að venja þá á að fljúga aftur, en þó með fjötur um fót, þangað til þeim lærðist að steypa sér, eftir kalli fálkarans, yfir úttroðinn gervifugl með stórum hegravængjum, sem sveiflaðist á bandi i ákveðna hringi i loftinu - og það var gaman að sjá, - við hann var fest brjóst af lynghænu eða einhver biti af kjúklingi, sem fálkinn reif i sig með slikri áfergju, að hræðin yfir áþjáninni vék fyrir blóð- þorstanum. Þeir vöndust svo fljótt á þetta, að þeir hættu jafnvel að teygja hið minnsta á fjötrinum, og villieðlið blóssaði aldrei framar upp i augum þeirra. Þeir skygndust strax um eftir gervifuglinum, og það var aðeins . fyrir siðasakif og af skyldurækni, að þeir stigu upp á við i sveigum og renndu sér letilega niður i einni stórri sveiflu með gletnislegri hæversku. Og þegar fjöturinn var tekinn af þeim, virtust þeir ekki taka eftir þvi. Nú var kominn timi til að venja þá við veiðar, eftir þvi sem hverjum hæfði. Hinir minni voru látnir fást við lynghænur, rjúpur og spörva, en þeir stærri við héra eða gleður — gleðurnar, þessa Framháld. á bls. 37. 24.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.