Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 15

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 15
ELDHÚS VIKUNNAR . UMSJÓN DRÖFN H. FARESTVEIT Aioli. söltu vatni. Losið yztu blöðin gæti- lega frá og takið til hliðar. Það sem innan i er er blandað með 200—300 gr af kjöthakki, 1 msk. brauðmylsnu, 1 eggi, ca. 2 dl rjómablandi, salti, pipar og nokkr- um msk. tómatkrafti. Ein skeið af þessu deigi er sett á tvöfalt lauk- blað, sem pakkað er siðan utan gm fyllinguna og síðan eru sam- skeytin látin snúa niður í smurðu eldföstu formi. Setjið nokkra smjörbita á og steikið laukinn i ca. 30 mínútur. Hellið síðan kjöt- soði á,»- þegar laukurinþ hefur fengið á sig lit og setjið tómat- kraft saman við. FYLLTUR LAUKUR MEÐ KJÖTI 1 00 gr kjötfars 100 gr svinakjötshakk I egg 2-3 msk. brauðmylsna Þessu er blandað saman og sett i stóra útholaða lauka sem eru sett- ir í eldfast smurt fat. Innmalur látinn með í formið til hliðar. Dá- litlu vatni og smjöri hellt yfir meðan a steikingu stendur í a. m. k. 30 mín. Franskbrauð borið með. FRÖNSK LAUKSÚPA ’/2 kg laukur 1 '/2 Itr kjötsoð 50 gr smjör eða smjörlíki 4—6 sneiðar franskbrauð 100 gr rifinn ostur salt, pipar timian, hvítvín Brúnið feitina og setjið laukinn í og látið verða mjúkan án þess að brúnast. Vatni eða kjötsoði hellt. á og kryddið. Látið súpuna sjóða í ca. 30 mínútur og bragðið til af kostgæfni. Bætið ca. 1 dl af hvítvíni á. Hellið súpunni i eldfastar skálar eða eldfasta súpu- tarinu (eldfast fat má komast af með), en setjið ekki lok á. Ristið franskbrauðið og setjið ostinn á. Setjið síðan brauðsneiðarnar gæti- lega ofan á súpuna og bakið við sterkan yfirhita eða grill í ca. 5 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og berið strax fram. FramhalcL á bls. 35. Fylltur laukur með kjöti. x 24. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.