Vikan - 15.06.1972, Qupperneq 16
CASANOVA
HVÍTA HÚSSINS
Bandaríkjamenn dá greind hans og hnífskarpa
rökhugsun, en brosa að smámunalegri ná-
kvæmni hans og þýzkum áherzlum. Sumir
þeirra líta á Dr. Henry A. Kissinger sem undra-
verðan vísindamann í stjórnmálum, aðrir sem
uppskafning frá Þýzkalandi. En eitt eru allir
sammála um: Ráðunautur Nixons í öryggis-
málum er stórvinsæll af konum ...
,,Hann veit ekki enn þann dag i
dag hvernig kúla fer að þvi að
komast út úr hlaupinu á byssu,”
sagði Norstad, fyrrum
yfirhershöfðingi Nató, um Henry
A. Kissinger.- Og þó er þessi
maður ábyrgur fyrir meðferð
allra öryggismála Bandarikjanna
og þar að auki aðalráðgjafi
Nixons forseta. Fljótt á litiö
virðast ekki mikil tengsli milli
Þjóðverjans Adolf Heinz
Kissingers, sem fæddist i
Mathilderstrasse tuttugu og þrjú i
Furth, og Bandarikjamannsins
Henrys Kissingers, sem hefur
embættisaðsetur á efri hæð
hússins Pennsylvania Avenue
1600, er i daglegu tali er nefnt
Hvita húsið.
Framan af var lifshlaup Adolfs
Heinz; sem var i þennan heim
borinn 1923, ósköp venjulegt.
Honum gekk vel i skólanum og
varði fristundunum svo til
eingöngu á knattspyrnuvellinum.
En þegar nasistar komust til
valda i Þýzkalandi, kom heldur
betur strik i reikninginn. En
foreldrar Adolfs Heinz voru
Gyðingar. Faðir hans, sem var
yfirkennari við Madchenschule
Furth og stóð til að gera að
rektor, var neyddur til að fara á
eftirlaun aðeins hálffimmtugur
aðaldri. Adolf Heinz varð að fara
úr sinum miðskóla i annan, sem
Gyðingar áttu og ráku. En
foreldrarnir, Paula og Louis
Kissinger, vildu þó ekki yfirgefa
land sitt - ekki ennþá. Þau gátu
einfaldlega ekki imyndað sér að
þessum þarna Hitler væri einhver
alvara með æsingaræðum sinum
gegn Gyðingum. Fyrst eftir
„Krystalnóttina” skildu hjónin að
alvara var á ferðum.
„Kristalnóttin” hlaut nafn sitt
af þvi að þá braut og bramlaöi
nasiskur skrill glugga og varning
I verzlunum Gyðinga. Þýð.) Þau
fluttu búferlum til Bandarikj-
anna, og nutu við það hjálpar
• ættingja þar vestra.
Fjölskyldán settisl að i
Washinfetnn Heights hverfi þvi i
New York þar sem einkum búa
þýskir Gyðingar. Og Paula og