Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 17
Kissinger i veizlu til heiðurs tónskáldinu Oscari Hammerstein ásamt sjónvarpsstjörnunni Marlo Thomas. OrSrómur um náinn kunningsskap þeirra
hófst þá þegar fjöllunum hærra ...
„Hegry the Kiss" og Nancy
McGinnis, ferrík heimasæta í
Washington, sem hann hefur oft
sézt með.
Louis Kissinger búa þar ennþá.
Louis fékk sér minniháttar
skrifstofustarf og vann fyrir
brauði fjölskyldunnar i sveita
sins andlitis — siðar varð hann
yfirbókari — en sonurinn ákvað
að verða alger Bandarikjamaður,
enda virtist það vænlegra til
frama. 1941 útskrifaðist hann
með ágætiseinkunn úr New
Yorker High School. Sama ár
voru fjörutiu og átta munaðar-
laus börn frá Furth drepin með
gasi i einúm dauðabúðum
nasista, ásamt kennara sinum dr.
Isaac Hallemann.
Skömmu siðar kynntist Adolf
Heinz, sem nú hafði breytt nafni
sinu i Henry, snoturri stúlku
þýskri, þá átján ára að aldri. Hún
hét Anna Fleischer. Henry leitaði
sér að atvinnu, þar eð hann var
staðráðinn i að kvænast önnu.
Hálft annað ár starfaði hann hjá
skipaafgreiðslu með fjörutiu og
tvo dollara iiVÍkuiaun.Skrifstofan
þar sem hann vann var við höfn-
ina i New York, og mátti Henry
þar oftsinnis standa i argaþrasi
við gagnnjósnaþjónustuna, þvi að
þótt Þjóðverjar litu á hann sem
Gyðing, þá voru Bandarikjamenn
ekkert á þvi að bakka með það að
íann væri Þjóðverji. Hann fékk
kki rlkisborgararétt i Banda-
Ikjunum fyrr en 1943. Samtimis
'ar hann kallaður i herinn. Eftir
.kamma þjónustu I
ótgönguliðinu var hann tekinn i
*agnnjósnaþjónustu hersins, CIC.
Henry fylgdist með innrásar-
herjum bandamanna inn i
Frakkland og hafði það hlutverk
að yfirheyra fyrrverandi landa
sina, sem Bandarikjamenn tóku
til fanga. Hann kom aftur til
föðurlandsins yfir landamærin
hjá Aachen og var rétt fyrir
striðslokin skipaður yfirmaður
hernámsliðsins i Krefeld. 1946
sagði hann skilið við herinn, þá
orðinn höfuðsmaður, og hóf nú
nám I mannkynssögu og stjórn-
málum við Harvard-háskóla.
Hann stóðst öll próf með ágætum
og útskrifaðist með nafnbótinni
dr. phil. Hann átti nú visa glæsta
framabraut sem visindamaður.
1 einkalifinu gekk honum ekki
eins vel. 1949 hafði hann kvænst
Önnu Fleischer, en þau skildu.
Þau eignuðust tvö börn, Elisabeth
og David. Astæðan til
skilnaðarins mun einkum hafa
verið sú, að Henry hafði
einfaldlega of litinn tima fyrir
konuna sina. Skilnaðurinn átti
áer stað 1964.
Henry Kissinger var þegar hér
var komið sögu orðinn prófessor
við Harvard og hörundur frægra
bóka, sem fjölluðu um kjarnorku-
vopn, stjórnmál og samskipti
stórvelda. Þau ritstörfNjfluðu
honum sliks álits að hann var
skipaður ráðgjafi stjórnarinnar.
MeÖ Joyce Haber Cramer á
Þakkarhátíðinni 1971.
Sem slikur þjónaði hann
repúblikananum Eisenhower,
siðan demókratanum Kennedy og
gerir nú slikt hið sama fyrir
repúblikanann Nixon.
Kissinger hefur skrifstofu sina
fast hjá herbergjum forsetans.
Hann getur náð fundi voldugasta
manns Vesturlanda hvernær sem
hann vill. Sú aðstaða — og
áreiðanlega einnig hans þýsk-
gyðinglegi uppruni — aflaði
honum lengi vel ótal öfundar-
manna, og gerir kannski enn.