Vikan


Vikan - 15.06.1972, Side 22

Vikan - 15.06.1972, Side 22
◄c inni. Það eiga allir frí þann dag; borða, dansa og drekka sig fulla, en samt er fjarska- lega gaman. Ég hlakkaði til að komast burt frá Arachino einn dag. Mér fannst sú ró, sem hvíldi yfir heimilinu þessar síðustu vikur, fela í sér einhvern slæm- an fyrirboða. Ósjálfrátt hafði ég gát á Natösju og Jean, og ég fyrirleit sjálfa mig fyrir það. Andrei var ekki heima og eini maðurinn sem kom í heimsókn var Kunitsky barón, sem kom með alls konar klögumál. Einn rúgakur hans hafði brunnið og hann var viss um að um íkveikju hefði verið að ræða. — Það eru svo margir bylt- ingaseggir meðal bændanna, sagði hann. — Ef ég góma þá. þá flæ ég þá lifandi. Það er eins gott fyrir ykkur að hafa opin augun. Á markaðsdaginn kom Marya og sótti mig í litla vagninum sínum. Hún hafði lánað mér föt fyrir daginn, svo ég stingi ekki í stúf við hinar stúlkurn- ar. Þetta var hvítur kjóll, með alls konar böndum og svart flauelsvesti og ég var hrifin af honum, var glöð og áhyggju- laus. Þegar við ókum inn á hlað- ið hjá veitingahúsinu, var þar samankomið ungt fólk frá ná- búagóssunum og þar á meðal Boris Kepler. Hann kom strax til mín og bauð mér fylgd sína og við gengum saman út í markaðsiðuna, arm í arm. Það var ákaflega skemmti- legt að vera þarna. Alls staðar var hlæjandi og glatt fólk. Það hópaðist saman við söluborð- in, þar sem bændakonurnar seldu ávexti, ber, fylltar gúrk- ur og svart rúgbrauð og sjóð- andi heitt te úr samóvörum. Boris fór með mig að hring- ekjunni. Hann fékk mig til að setjast á einn rugguhestinn og mér þótti svo gaman að ég tók ekkert til þess þótt hann kyssti mig á kinnina í mannþröng- inni, það var aðeins eitt af því sem gerði daginn svo skemmti- legan. Við héldum svo áfram gegn- um mannhafið; horfðum á eld- gleypi, sem heillaði fólkið. þeg- ar hann blés eldinum út um nasirnar og sverðagleypirinn lét ekki sitt eftir liggja að skemmta fólkinu. Slöngutemj- ari lék á flautu og kóbraslang- an hans hlykkjaðist upp úr koparkrukkunni. Þegar við vor- um orðin svöng settumst við í grasið hjá vinum Boris, drukk- um kampavín og borðuðum þunnar pönnukökur fylltar með krydduðu kjöti, með fingrun- um. Þessar pönnukökur voru ljómandi góðar. Síðar héldum við að dans- staðnum, þar sem dansinn dun- aði eftir hljómfallinu frá har- moniku og balalajka. Ég sá Maryu svífa um í örmum Sím- ons veiðimanns og þegar hljóm- sveitarmennirnir tóku til við marsúrkann bauð Boris mér upp í dans. — Andartak, þetta er minn dans, var sagt fyrir aftan okk- ur og skyndilega stóð Andrei á milli okkar. — Hvaðan í fjandanum ber yður að og hvernig dettur yð- ur í hug að segja að þér eigið rétt á þessum dansi? spurði Boris. — Mademoiselle Rilla lofaði mér þessum dansi fyrir löngu síðan . . . á ballinu hjá Na- tösju. Andrei var ekki líkur sjálf- um sér. Hann var fölleitur og virtist ákaflega taugaspenntur. Rétt sem snöggvast datt mér í hug að hann væri drukkinn. — Hvað eruð þér að segja, Andrei, sagði Boris. -— Það eru fleiri mánuðir síðan. Látið okk- ur í friði. — Farið og leikið yður við hin börnin, sagði Andrei hörku- lega. Boris Kepler varð alvarlegur á svipinn. — Þér eruð ekki við her- deildina núna, Kuragin höfuðs- maður, sagði hann milli sam- anbitinna tanna, — og ég neita því að láta tala við mig eins og barn. — Hættið þá að haga yður sem barn. Fyrirlitningin í rödd Andreis varð of mikið fyrir Boris. — Hvað ætlizt þér eiginlega fyrir með hana? sagði hann svo hátt að allir nærstaddir heyrðu. — Nægir yður ekki að hafa konu bróður yðar? Andrei stóð svo grafkyrr að mér varð ískalt. Þegar hann talaði að lokum, var rödd hans aðeins hást hvískur. — Reynið að segja þetta einu sinni enn, og þá drep ég yður. Skiljið þér það? Svo rétti hann út höndina og dró mig með sér í dansinn, áður en ég gat veitt nokkra mótspyrnu. Þetta var hræðilega óþægi- legt. Hann var mjög góður dansmaður og ég varð að hafa mig alla við að fylgja honum eftir. Mig langaði til að rífa mig lausa og hlaupa í felur, en hann hélt mér svo fast að það var ekki hægt. Þegar dansin- um var lokið var reiði hans greinilega horfin og hann leiddi mig burt með svo töfrandi brosi að ég bráðnaði. — Komið nú og sýnið mér allar lystisemdirnar, því að ég er nýkominn. Við röltum svo á milli sölu- borðanna og skemmtiatriðanna. Mér var ljóst að ég hefði átt að yfirgefa hann og að ég hafði hagað mér illa gagnvart Boris, ég hefði átt að taka máli hans líka, en ég gerði það ekki. Það gat líka verið að þetta væri eina tækifæri mitt til að vera ■ein með Andrei. — Ég verð að kaupa eitthvað handa yður, sagði hann og nam staðar við söluborð. þar sem mikið úrval var af hálsklútum og öðru smádóti. En Sígaun- inn við borðið var ekki lengi að 'leggja mat á viðskiptavin- inn og stakk hendinni í vasa sinn og dró upp armband úr silfri og jade. — Hvað segið þér um þetta, yðar náð, sagði hann. — Það er komið beint frá Persíu og kostar aðeins þrjátíu rúblur. — Það er alltof dýrt, mald- aði ég í móinn, en Andrei lagði peningana á borðið og festi armbandið um úlnlið minn. — Það er alveg sami litur á steinunum og augunum yðar, þegar þér eruð reið, sagði hann og dró mig með sér gegnum mannþröngina. — Sjáið, þarna er spákona, sagði Andrei og nam staðar fyrir framan borð, þar sem fjöldi fólks stóð hlæjandi. — Við skulum láta spá fyrir okk- — Nei, það vil ég ekki, sagði ég. — Ég veit ekki hvað kom mér til að hika, en ég varð hálf hrædd. En Andrei sinnti því ekki og dró mig með sér upp að borðinu. Þá sá ég hver sat þar. Það var Babka og við hlið hennar stóð ungur piltur með há kinn- bein. Hann vék ekki til hliðar, eins og hitt fólkið fyrir fram- an borðið, heldur stóð hann kyrr og virti okkur fyrir sér með hrokafullum háðssvip. Andrei lagði silfurmynt á borðið. ■—• Spáðu fyrir okkur, gamla kona, — spáðu fyrir mér og þessari ungu stúlku. Hún leit ekki einu sinni á hann, en festi augun á mér. Hún rétti fram hnýtta hönd sína og greip um úlnlið minn. Svo dró hún mig fast að sér og spýtti framan í mig. Þetta var svo andstyggilegt að ég hrópaði upp yfir mig. Andrei varð ofsareiður og sló til gömlu konunnar, svo hún hrasaði aftur á bak, en piltur- inn kom strax á vettvang. Ég sá að hann hélt á löngum og mjóúm hníf, en Andrei náði strax í hönd hans og sveigði hana aftur þangað til hnífur- inn féll til jarðar og pilturinn sjálfur var þvingaður á kné. Það var dauðaþögn í kringum okkur. Andrei greip strax um arm minn og leiddi mig í burtu. Hann var fölur af reiði og tuldraði: — Það ætti að loka þessa kerlingu inni á fábjánahælinu. — Hver er drengurinn? spurði ég og varð að hafa mig alla við að hafa við honum, svo mikið flýtti hann sér burt. — Micha? Hann er barna- barn kerlingarinnar og hann hefur verið skrítinn frá fæð- ingu. Faðir hans féll við Boro- dino og þau kenna mér alltaf um það. En það sem ég skil ekki er hvernig Babka hagaði sér við yður. Ég sagði honum þá hvað hefði komið fyrir þegar Paul var veikur og Jean hafði rekið hana í burtu. — Ég skil Jean, en hann hefði átt að fara að með meiri gát. Babka hefur mikið vald í þorpinu og er stolt eins og sá vondi sjálfur. — Þér farið ekki varlega sjálfur, sagði ég. — Það er annað mál, hún var vísvitandi ósvífin gagnvart yður. Reyndar hefur hún al- drei þolað okkur, síðan faðir minn lét húðstrýkja hana fyr- ir að hún lagði bölvun á einn hesta hans. Ég hugleiddi það sem Kunit- sky barón hafði sagt. Gat það verið að hún ætti upptök að óeirðunum, sem hann var að tala um. Við vorum nú komin að úi- jaðri markaðstorgsins og há- vaðinn og hljómlistin var að baki okkar. Framundan voru akrar og skógurinn í gráleitri síðdegisbirtunni. Himinninn Framhald á bls. 35. 22 VIKAN 24.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.