Vikan


Vikan - 15.06.1972, Síða 26

Vikan - 15.06.1972, Síða 26
DALURINN MINN í SUEKKAÐRI MYND Rætt við Guðrúnu frá Lundi Ég sé persónur mínar fyrir mér, alveg eins og þegar ég horfi á þig núna. Og landslagið. í mörgum sögunum líkist það landslaginu aust- an við Skagafjöröinn, í einni eða tveimur þó Skaganum. Nema ég teygði eitthvað úr hon- um í sögunni, þótt hann sé langur eins og hann er. Það er kunnara en frá þurfi að segja að engan islenskan rithöfund er meira látið með á opinberum vettvangi, jafnt hér heima sem erlendis en nóbelsskáldið okkar Halldór Laxness. Þó eigum við rithöfund, sem nýtur enn meiri hylli islenzks almennings en Halldór. Sá rit- höfundur er Guðrún Árnadóttir frá Lundi, sem meira er lesin af islenskum almenningi en nokkur kollegi hennar á ritvellinum. Guðrún, sem nú er nærri hálfniræð að aldri, dvelst um þessar mundir á heimili dóttur sinnar i Efstasundi hér i borg. Hún er enn vel ern og skrifar fullum fetum þótt sjónin sé tekin að bila. Við röbbum fram og aftur um uppvaxtarár og búskap hennar fyrir norðan, um fyrstu skáldsögu hennar, Dalalif, sem hún skrifaði drög að þegar i bernsku, sem flestir útgefendur vildu ekki lita við en varð met- söiubók er hún loksins kom út. Lifssaga Guðrúnar minnir óneitanlega á ævintýri, en sjálf lætur hún litið yfir ritframa sinum, litur á hann með jafnaðar- geði og húmor eins og hvað annað, sem fyrir hana hefur borið um ævina. Við byrjuðum á þvi að spyrja Guðrúnu um uppvaxtarárin. — Ég er fædd á Lundi i Stiflu i Skagafjarðarsýslu, þriðja júni 1887, sagði Guðrún. — Þar var ég þangað til ég var ellefu ára. Þá fluttist ég lengra inn með firðinum, á Höfðaströndina. Að Enni á Höfðaströnd. Þá vikkaði ósköp mikið sjóndeildarhring- irinn. Dalurinn var svo út úr og ósköp fáir sem komu. En á Ströndinni voru svo mörg býli og svolitlir kaupstaðir þarna rétt hjá. Það var ósköp mikið sport að koma þangað, þótt þetta væru ekki nema litil þorp. örlitlar búðir og nokkur hús. Þrjú iveru- hús held ég hafi verið i öðrum kaupstaðnum en tvö i hinum. Og svo voru bara torfkofar. — Og bjó fólk i þeim? — Já, já, já. Mér þótti óskaplega tilkomumikið að koma þarna. Þe'ta voru Hofsós og Grafarós. Grafarós er alveg horfinn núna. En Hofsós er nú orðinn bara mikið þorp. — Hve lengi áttuð þið heima á Höfðaströnd? — Þar vorum við i fimm ár. Og svo fluttum við yfir fjörðinn. Á Skaga. Þá kom ég við á Drang- eyjarfjöru, varð svo fræg. Ég TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON svaf þar i þrjá klukkutima. Við fórum auðvitað á árabát, stórum árabát, og það var stansað þarna á fjörunni. Og svo var siglt á Skaga. Fékkst þá byr, og var siglt þangað. Það var afskaplega gaman. Þar var ég hjá foréldrum minum i fjögur ár, sem heima- sæta, og svo fór ég út i heiminn. Fram i fjörðinn, fram i Vailhólmann. Þar var ég fyrst kaupakona. Um haustið flutti ég vestur að Þverárdal i Húnavatnssýslu. Þar kynntist ég manninum minum sem varð, það var svo sem ek!;i beðið með það, að leggja út i lifið. Svo fórum við að hugsa til að búa saman, eins og gengur. Við vorum fyrst i Bólstaðarhlið, það er þarna fremst i Langadalnum. Við vorum þar i nokkurskonar hús- mennsku, fórum svo að búa á parti á Þverárdal, bjuggum þar i tvöár. Það var nú litill búskapur. Það voru fáar jarðir þá að fá. Þá fluttum Eið á fjallakot þarna frammi á Vatnsskarðinu, sem kallað er. Það heilir Valabjörg. Við vorum þar i sjö ár. Það var nú harðbýliskot, en þetta gekk samt einhvernveginn. Svo fluggum við út á Skagann. Þar var allt mitt fólk og mig langaði út eftir. Þar bjuggum við i sautján ár. Svo fluttum við inn á Sauðárkrók, og þar hef ég átt heima siðan. Það eru nú komin yfir þrjátiu ár. — Var ekki erfitt að komast af á þessum litlu kotum? — Jú, þetta var ósköp erfitt. Það þætti alveg ólifandi núna, það er ég viss um. Maður hafði til hnifs og skeiðar, en ekkert þar MYND: EGILL SIGURÐSSON fram yfir. En svo þegar við komum út á Skaga, þá voru nú börnin farin að stækka, og þá fór okkur að liða betur. Hann var ósköp mikið gefinn fyrir smiðar. maðurinn minn, og hann fór þá að vinna utan heimilisins, ég baslaði þá heima með krakkana. Náttúrlega var það böslu- búskapur, en samt fór okkur að liða betur. — Hvenær byrjaðirðu að skrifa? — Ég byrjaði nú að skrifa strax og ég fór að snerta á penna. Þá fór ég að byrja að klóra þessa vit- leysu. Og það var nú ekki fyrr en ég kom inn á Ströndina. Ég var ekkert farin að snerta á penna, þegar ég flutti þangað, ellefu ára. Það var engin kennsla i Fljótunum. Eldri systrum minum voru bara gefnar forskriftir i bækur, það gerðu menn, sem voru vel skrifandi. Nú, svo geymdi ég nú sumt af þessu, og var búinn að fá ansi mikinnbúnka. En ég brenndi það hérumbil allt þegar ég fór að hugsa-um búskap og að basla við það. En það varð alltaf slitur eftir af þessu, sem varð svo Dalalif, fyrstu bækurnar. — Þú hefur sem sagt skrifað drögin að Dalalifi þegar i bernsku? — Já, ég gerði það. Og þar er það dalurinn minn, sem ég skrifa um, nema bara i stækkaðri mynd. Stiflan. Ég teygði talsvert úr henni, og setti svo til þæginda dálitinn kaupstað fyrir neðan. Svo fór ég að grufla i þessu seinustu árin, sem við vorum á Fravihald á bls. 36. 26 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.