Vikan - 15.06.1972, Síða 33
QUINTESSENCE
HALDA HLJÓMLEIKA
í DÓMKIRKJU
Það var víðar en hér á ís-
landi sem poppað var í kirkjum
um páskana. í Norwich á Eng-
landi hélt hljómsveitin Quin-
tessence hljómleika í dóm-
kirkjunni á staðnum og voru
þeir teknir upp fyrir sjónvarp,
að viðstöddum 2000 manns.
Quintessence er hin fullkomna
hljómsveit til að leika í kirkj-
um og reyndar hverskonar
bænahúsum, þar sem tónlist
þeirra er hátíðleg og trúarlegs
eðlis; spannar yfir svo gott
sem öll trúarbrögð.
Að sogn voru þessir „hljóm-
leikar“ reyndar meira guð-
þjónusta en hljómleikar og
mun stemmningin í kirkjunni
hafa verið með eindæmum góð.
Bekkirnir höfðu allir verið
fjarlægðir og fólk sat á gólfinu
með krosslagða fætur. Á svið-
inu léku sér lítil börn að fall-
egum bjöllum, blómum og þess-
háttar, íklædd skrautlegum
kirtlum, og sagði til dæmis
Framhald á bls. 44.
John, Yoko og Elephant's Memory, sem John segir eiga beztu
rokkhljómsveit í heimi.
LENNON MEO
NÝJA PLÖTU
Tvær LP með honum, Yoko, Frank Zappa og
fleirum, m.a. nýju hljómsveitinni hans,
Elephant’s Memory
John Lennon hefur ekki ennB
lagt upp í hnattreisu sína, endaB
hefur nóg verið að gera hjaj
honum. Meðal annars hefur ?
hann verið að æfa með nýju
hljómsveitinni sinni, Elephant’s
Memory, en það er hljómsveit
sem til var áður og töfraði
Lennon er hann heyrði í þeim
í sjónvarpsþætti vestanhafs
ekki alls fyrir löngu. Hafa allir
aðilar látið í ljós fádæma hrifn-
ingu með samstarfið og meðal
annars var haft eftir einum
meðlim hljómsveitarinnar að
John væri með „raunveruleika
og lífsdellu", og að þeir vildu
gefa fólki ,,up-vibes“, not
down-vibes“.
Double- albúmið sem á að
vera komið á markaðinn núna,
er með „live“-upptökum á
annarri plötunni, og er á þeirri
fyrri upptaka frá Fillmore East
í New York, þar sem þau John
& Yoko komu fram með Frank
Zappa & Mothers of Invention
og hinum megin eru hljómleik-
ar sem haldnir voru í London
árið 1969, en þar kom Lennon
fram með mönnum sem allir
þekkja: George Harrison, Billy
Preston, Eric Clapton, Keith
Moon, Delaney & Bonnie og
Klaus Voorman.
Heil plötusíða er tileinkuS hljóm-
leikum þeim sem Lennon kom
fram á ásamt Frank Zappa.
Á hinn plötunni eru 10 lög,
öll hljóðrituð á „venjulegan"
hátt, í stúdíói. Þar er hann
með Elephant’s Memory með
sér, en þó hefur hann látið svo
um mælt, að þetta sé fullt eins
Framhald á bls. 44.
24.TBL. VIKAN 33