Vikan - 15.06.1972, Qupperneq 39
Dögg skreytir við öli tœkifœri
Dögg sendir blómin um allan heim
Dögg hefur opið alla daga og öll kvöld
Blómabúdin Dögg
Álfheimum 6 sfmi 33978
fálkinn sjálfur var horfinn hvort
sem þa& var af þvi, að hat:;' hafði
látið ginnast af nýrri bráð, eða
hann hafði verið að forðast
leirkelduvatnið, eða þá að hann
hafði látið hefjast á loft af
einhverjum dutlungum, - en til
einskis var hans leitað, til einskis
var kallað á hann með fallegustu
gælunöfnum og til einskis voru
hornin þeytt, svo að ómarnir
buldu á hverri hæð og hnúk.
Herra Enguerrand sló
yfirfálkarann á munninn með
rauða hanzkanum, svo að blæddi.
og reið heimleiðis yfir móana á
harða spretti, og varirnar
herptust enn fastar saman en
venjulega og augnalokin sigu enn
dýpra niður yfir sjáöldrin, sem
varla hreyfðust - og fálkinn fannst
ekki.
En Renaud fann hann - flæktan
á fótreiminni i villirósarunni.
Hann bærðist ekki og beið
hungurdauðans með föstu taki
um eina greinina, annar
vængurinn lafði, en hinn var
hafinn til flugs, eins og af þráa.
Hann teygði mjóa höfuðið
ógnandi fram á við, með
uppglenntum augum og hvössu
nefi, - hann var fallegur þarna
innan um blóðrauð berin. Hönd
Renauds skalf af ákafa, þegar
hann greiddi reimina úr
þyrnunum og bjöllurnar og
hringurinn með merki herra
Enguerrands glömruðu við
fingur hans, og hann æpti upp af
gleði. þegar oddhvassar klærnar
læstust inn i sinaberan
handlegginn, og hann var orðinn
fálkinn hans, fálkinn með
breiðasta brjóstið og lengstu
vængina og þóttafyllstu augun,
sem voru eins og glóandi gull.
Hann var fálkinn hans þvi
fremur, sem Renaud gat aldrei
sýnt hann nokkrum manni, þvi að
hann vissi, að ströng lög voru sett
til að vernda skemmtanir
riddaranna. Hann ætlaði að gera
búr handa honum i skóginum og
læðast til hans nemma á hverjum
morgni, áður en fuglinn hefði
hrist úr sór hrollinn. og siðan
skyldu þeir fylgjast að út yfir
heiðina og skyggnast út i hvitleitt
himinhvolfið, þeir skyldu verða
vinir, meðan að sólin hækkaði og
lækkaði yfir höfðum þeirra og
vindurinn bæri hinar þögulu
hugsanir þeirra meö sér, og
fálkinn skyldi aldrei sakna rauða
hanzkans né perluskreyttu
hettunnar. Hann batt fálkann
aftur og hljóp i flýti niður að
tjörninni og kom svo von bráðar
með önd, sem hann hafði rotað
með steini, og fálkinn tók við
henni, og hjarta Renauds varð
altekið af fögnuði, þvi að þetta
var tákn þess, að fálkinn fyrirliti
hann ekki og vildi verða fálkinn
hans.
Og hann varð fálkinn hans.
Hann teygði höfuðið fram og
hlustaði með rólegum, vakandi
augum, þegar greinarnar,
stökkar af frosti, brustu undir
fótum Renauds i
morgunkyrrðinni. Hann stökk
léttilega niður úr búrinu og teygði
sig eftir hendi hans og baðaði
vængjunum út, eins og hann
ætlaði að fljúga, en hann gerði
það ekki, - hann minnti aðeins á,
að hann gæti það - og siðan flýttu
þeir sér út á heiðaflæmin, sem
morgunbjarminn var að færast
ýfir.
Þeir skimuðu hvössum augum
um dumbrauðan himininn.
Svartir ásar og lauflausir runnar
iágu umhverfis þá, og trén sváfu
með greinarnar þungar af
þögulum fuglum. En himinninn
varð bjartari og bjartari og
ljómaði af gulli og purpura,
sléttudrögin blánuðu, og uglan
straukst fast við jörðina og leitaði
að fylgsni, og dagfuglarnir teygðu
úr vængjunum og tistu lágt af
kulda, og flug þeirra var eins og
svartur fleygur i skinandi loftinu.
En Renaud og fálkinn hans flýttu
sér fram hjá, þvi að þetta voru
spörvar og þrestir, en ekki bráð
við þeirra hæfi. Niðri við tjörnina
flugu hegrarnir þegar á löngu
vængjunum sinum gargandi i
stóra sveiga, þar var herfang
þeirra. Þar var fálkanum
slöngvað upp, með brjóstið þanið
til flugs og vængina tilbúna að slá,
og Renaud sá, hvernig sólin gyllti
hann, og stóð með ofbirtu i augum
og svima i höfði, meðan að
fuglinn hvarf upp i blámann, og
heyrði hversu bjölluhljómurinn
blandaðist ögrandi saman viö
garg hegranria.
Þeir snarsnerust, eins og hjól, i
skelfingu sinni. Ýmist reyndu
þeir að renna sér niður á bakkann
og fela þar löngu liálsana og
heimsku. óttaslegnu höfuðin með
fjaðurskúfunum undir dökkum
trjágreinum, eða þá að þeir
reyndu i einhverju ráðaleysi að
skrúfa sig upp á við, i þeirri von,
að breiðu vængirnir bæru þá
hærra en óvinurinn gæti komist,
og þeir kiknuðu eins og sef i vindi
24. TBL. VIKAN 39