Vikan


Vikan - 15.06.1972, Page 40

Vikan - 15.06.1972, Page 40
honum, og hann flúði út á víðlendur draumanna. Hann lagðist niður á háheiðinni, með rautt lyng undir höfði sér., og skýin liðu fram hjá, eins og örlög mannanna, þung eða létt, afmörkuð eða sundurslitin, sifellt með ósýnilega hönd stormsins á herðum sér, og"runnarnir beygðu skjálfandi gullna kvisti, og Renaud sagði fálkanum ævintýri. Artus konungur var aftur kominn heim, hann heimti aftur sverð sitt, Excalibur, upp úr Bretlandshafi, blátt sem hinn kalda næturhiminn, riddararnir hans tólf lyftu þungum höfðum frá steinborðinu og' hristu af sér svefninn, jörðin söng undir fótataki þeirra. Gareth var þar lika, konungssonurinn, sém klæddist gervi eldasyeinsins og sneri hæðnishlátrum Lynettu i ást tilsin. Renaud var þar lika, hann var aðalborinn og hesturinn dansaði ur.dir honum, og fálkinn. sem svaf nú og drúpti höfði, sat hátt á hendi hans og horfði framan i hann með augum ljómandi af gleði og hinni gullnu sól hetjusagnanna. En skýin liðu fram hjá, eins og örlög mannanna, skuggabjörg þeirra hrúguðust hvert upp yfir annað, unz þau mynduðu hvelfingu, og inn um glufurnar féllu sólargeislarnir bleikir og hvassir sem spjót, og fálkann dreymdi myrka drauma i m'áttvana reiði og vaknaði með veini. Ekki leið á löngu, fyrr en drengir, sem voru á reiki um þessar slóðir, sáu fugl herra Enguerrand sitja á hendi Renauds. Sveinar riddarans gripu hann og fóru með hann til hallarinnar, og það fór um hann nístandi kuldi, þegar fálkinn var tekinn af honum, rólegur og mikillátur, eins og hann var vanur, án þess að hann sveigði einu sinni hálsinn eða renndi köldu, rólegu augunum til hans. Fálkinn var færður eiganda sinUm, en hann sýndi eftirlætis- fuglinum, sem týndur hafði verið, enga bliðu, þvi að hann hafði látið ótignar hendur snerta sig. Herra Enguerrand leit þögull niður á Renaud, og það smárifjaðist upp fyrir honum endurminning um gömul veiðilög frá þeim tima, er stálvarinn fótur aðalmannsins hvildi á hálsi alþýðunnar, og nautnirnar flögruðu friðhelgar um axlir hans - og brúnir hans drógust saman um þá vissu, að þessi gömlu lög hefðu aldrei verið úr gildi numin. Lögin kváðu svo á, að sá, er stæli fálka með merki riddara á fæti, skyldi gjalda i bætur tólf aura silfurs eða tólf lóð af holdi, sem sveltur ránfugl skyldi kroppa af rifjum sökudólgsins. Og hcrra Enguerra’nd var kunnugt um fátækt Renauds, og horfði á nakið. brúnt brjóst hans. AHskonar myndatökur— þar á meðal passa og ökuskirteinismyndir. Itegt er að stækka allar myndir sem teknar eru. Studio Gests Laufásvegi 18a, simi 24028, Reykjavik. fyrir helbleikri skelfingunni. En fálkinn hafði þegar valið sér einn af hinum sterkustu, einn af þeim, sem flugu upp á við, þvi að hann langaði til að reyna afl sitt og finna napurt, létt loft undir vængjum sér, og hann lyfti sér svo hratt og beint sem hann hefði svifið kringum sólargeisla. Brátt var hann kominn upp fyrir hegrann og var minni en spörfugi tilsýndar, en vængjaburðurinn og einbeiting likamans vakti hugboð um augu tindrandi af veiðibræði og þandar klær - og allt i einu steypti hann sér, þungur eins og stál, á varnarlausan, framteygðan hegrahálsinn, og þeir féllu til jarðar eins og einn steinn, svo aö varla skeikaði vængsbreidd frá beinni linu. Þá hljóp, synti og óð Renaud sem mest hann mátti, til að komast að hegranum, áður en hann raknaði úr rotinu eftir höggið og gæti beitt hinu hvassa nefi sinu i tryllingi örvæntingarinnar. Og fálkinn veitti hegranum banahöggið, snöggt og fljótt, beindi siðan stóru augunum sinum, sem voru undir eins orðin róleg aftur, að húsbónda sinom, þvi að hann vildi ekki ata fjaðrir sinar blóði, og beið eftir þvi, að sér væri rétt heitt hjartað. Siðan flaug hann ekki meira þann daginn. Þegar Renaud kastaði honum upp i loftið og hljóp fram með tælikvaki, blakaði hann aðeins vængjunum nokkrum sinnum og settist slðan aftur á öxl hans og horfði með þóttalegum kuldasvið á hið broshýra andlit sveinsins. Hann virtist fyrirlita allt glens, og Renaud hætti öllu sliku bráðlega, og augu hans fengu blæ af sömu fjarlægu alvörunni og augu fálkans. Fálkinn varð honum ástfólgnari en nokkuð annað hafði orðið. Honum fannst sem hann væri sin eigin sál síneigin þrá með löngum vængjum og sigurvissum augum. En það var sársauki i ást hans. myrkt hugboð um óhamingju, og hann óttaðist stundum að fuglinn myndi yfirgeía sig með köldu blóði, hverfa út i bláinn með ögrandi bjölluhljómi, og það myndi verða tómlegt eins og sjálfur dauðinn. Eða þá að hinum fannst, að það væri frægðin sjálf, ljómandi af sól við heiðblátt loftið, sem hvildi sig á herðum hans undir nýjar herferðir, og i Sjálféi gleðivimunni nisti tilhugsunin um eigin smæð hann heljartökum, og hann þorði varla að Hta á fuglinn, og honum sveið það i hjarta, að fálkinn myndi aldrei njóta gleðinnar með honum og aldrei lita með bliðu i augu STUDIO GESTS LAUFASVEGI 18A SÍMI 24028 HVER.T ÖÐR.U BETRA 40 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.