Vikan


Vikan - 15.06.1972, Qupperneq 49

Vikan - 15.06.1972, Qupperneq 49
'opinberar oss, ekki sízt þróun lífsins á hinum ýmsu tilveru- stigum, sem smátt og smátt eru að verða ljósari. Með öðrum orðum: Bók náttúrunnar hefur tæpast opnast augum vorum og skynjun til hálfs ennþá, en öll þekking og reynsla bendir til þess, að allt líf sé öruggt í hendi höfundar allífsins og hið full- komna komi, þótt oss virðist það óralengi á leiðinni og æði- margt ófullkomið og ægilegt í sjálfum oss og allri tilverunni. En svo er þeim, sem sendi oss Jesúm frá Nazaret, fyrir að þakka, að mannkynið er ekki eins óttaslegið og kvíðandi nú og það var fyrir hans daga. Og ávallt finnast þeir, sem feta í hans fótspor. Oss gefur sýn inn í bjartari heim. Jesús frá Nazaret hefur kveikt oss ljós, friðað hjörtu vor, sannfært oss um að það er ekkert að óttast, nema oss sjálf. Það sem er máttugt í tilverunni, í senn uppstaða hennar og ívaf, það var og verður, og þetta sem er, var og verður, er oss vin- samlegt, já vill oss hið bezta, en er oss aldrei fjandsamlegt. Vér finnum að allt líf er af einu djúpi runnið. Eins og grösin og iurtirnar eiga sameiginlegan unpruna í jarðveginum er allt líf af einni rót og rótarkvistur- inn sjálfur er hann, sem sagði: „Guð er kærleikur", — „ég og faðirinn erum eitt.“ Og jafn- framt er hann einn af oss, mannssonurinn. Hann er brúin milli vor og hins fullkomna. Frá og með honum er ekkert óbrúanlegt, ekkert manninum ómögulegt með hans hjálp, ekk ert guðlegu eðli mannsins meira á þessari jörð. Jesús frá Nasaret fann manninn í sönnustum skilningi, uppgötvaði hann, lét oss skiljast þetta eilífa og and- stæðukennda (paradoxala), að þótt maðurinn virðíst öðrum þrœði naumast þess virði að guð minnist hans, þá lét þessi sami guð manninn lítið vanta á við sig (eins og segir í ritningunni), þar sem mannveran rís hæst: í réttvísi, miskunnsemi og trú- mennsku, sem er hið mikilvæg- asta í kenningu Jesú! Án rétt- vísi, miskunnsemi og trú- mennsku,, var guðstrú samtið- armanna hans vegin og léttvæg fundin af honum sjálfum. Jesús er vissulega frelsari mannanna, hann hefur leyst allt mannkyn úr fjötrum. Hann lagði nýjan mœlikvarða á allt í mannheimi, og sá mælikvarði er og verður maðurinn sjálfur sem guðs harn. Það var og er hin eiginlega Jesúbylting, mesta bylting, sem gerð hefur verið á þessari jörð. Guð í sjálf- um þér, guðs kraftur í duftsins líki, eins og íslenzk skáld hafa orðað þessa byltingarhugsun, er hinn nýi gleðiboðskapur, sem Jesús boðar mönnum allra tíma. Heimur vor er að vísu hræði- legur öðrum þræði ennþá, blóð- stokkinn, társtokkinn, haldinn hleypidómum, grimmd og heimsku. En út í þennan heim, sem frelsarinn kom til að frelsa sendum vér þó hugsun vora og bæn, — og guð mun lifa. Eð með orðum Steins: Út í veröld heimskunnar, út í veröld ofbeldisins, út í veröld dauðans sendi ég hugsun mína íklædda dularfullum, óskiljanlegum orðum. Gegnum myrkur blekkingar- innar, meðal hrævarloga lyginnar, í blóðregni morðsins gengur sorg mín gengur von mín gengur trú mín óséð af öllum, Djúp, sár og brennandi. Óséð af öllum. Svo að Ijóðið megi lifa, svo að andinn megi lifa, svo að guð megi lifa. i homi M/CTIIRINNIVR Framliald af bls. 31. honum af þessari ráðabreytni rétt eins og hann hefði búizt við því. Hann var alveg óhugn- anlega nærfærinn, þessi maður minn. Hversvegna gat ég al- drei hert mig upp í það að fara frá honum? Var ég honum ein- hvernveginn háð? Ég hugsaði upphátt. —. Finnst þér ég vera þér liáð, kynferðisiega, Robert? — Nei, sagði hann hissa, — nei, því miður ekki. — Hversvegna því miður? — Af því að það mundi auka á samband okkar. Þú sárþarfn- ast hjálpar barnið gott — og það er þér sjálfri Ijóst. Þig skortir löngunina til að lækn- ast,, þessa löngun, sem ég hef svo lengi verið að reyna að innræta þér. Geðveiki þín er grafin í fortíð binni. Þú átt í langvinnri og vonlausri baráttu. Hversvegna viltu ekki lofa okkur að reyna dáleiðslu? Það leysir minnið úr læðingi. Gleymdar endurminningar vakna. Það gæti orðið þér að gagni og létta mér verkið. — Þakka þér fyrir hrósið! Minnið mitt er í alveg fyrsta flokks standi. Ég hef engu gleymt... engu, heyrirðu það? Og aldrei þessu vant, var þetta satt, að minnsta kosti fannst mér það. — Kannski ættirðu að taka þér eitthvað þarflegt fyrir hendur, sagði Robert seinna. — Það er ég búinn að ráðleggja þér, hvað eftir annað. —■ Sjáum til, sagði ég háðs- !ega. — Er það starfslækning? Ekki svo vitlaust! Og hvað á ég svo að gera? Prjóna peysur eða ganga í Hjálpræðisherinn? Eða hvernig væri að setja upp súpueldhús handa dátunum, þar sem ég væri með hvíta húfu á höfðinu? Þú kunnir alltaf svo vel við mig með hvítu húfuna. ■—■ Það getur um margt ann- að verið að ræða, svaraði Ro- bert. — Já, eins og til dæmis Bel- vedere, sagði ég. — Þar leið mér vel, en svo dröslaðir þú mér þaðan burt. —■ Belvedere er varla heppi- legt umhverfi fyrir þig. — Hversvegna ekki það? Veslings vitskert kona innan um alla hina vitleysingana. Það var ágætt þar, því að manpi líður nú alltaf bezt innan um sína jafninga. —■ Vera! sagði Robert. Svo tók hann í höndina á mér og strauk um hárið á mér og þrýsti andlitinu á mér upp að sínu. Ég fann einhverja vætu á kinninni. Gat hann verið farinn að gráta? Óhugsandi! Geðlæknar gráta ekki, þeir eru ekki manneskjur, þeir rann- saka bara. Kannski var ég sjálf farin að gráta. Já, vitanlega, það hlaut að vera skýringin á þessu. 13. Þannig lauk þá öðru sumri sambúðar okkar Roberts. Nú var ég búin að vera gift í tvö ár og ekkert miðaði honum með mig. Ég hafði haldið uppá tutt- ugu og fimm ára afmælið mitt í kyrrþei, með mömmu Roberts og augun í henni voru jafn ís- köld og áður. Þetta eru svik- söm augu, hugsaði ég ... eitur- byrlara eða ... Mig hryllti við hugsuninni. Hafði hún kannski sent bréfin? Ég var viss um, að hún hataði mig, svo að þar var engu við bætandi.. . vildi mig feiga. Svo var tryggðatröllið hún Lisbeth frænka, þarna líka. Hún faðmaði mig og kyssti, eins og hún ætti mig sjálf. í tilefni af heimsókn hennar, var mynd- in af mömmu sett, til bráða- birgða yfir arininn. Mamma var ólundarleg og varirnar skakk- ar í einhverju meinfýsnibrosi, og ásakandi augu hennar eltu mig, hvert sem ég fór. Mamma fyrirlítur mig fyrir linkuna mína, hugsaði ég. Hún sjálf var alltaf sterk og réði við hvað sem fyrir kom. Ég fékk eina óvænta send- ingu á afmælinu, því að innan um ailar heillaóskirnar var grænt umslag, sem ég kannað- ist strax við. Þegar stúlkan kom inn með póstinn, voru gestirnir þegar komnir, og við sátum öll við kaffiborðið. í öllu afmælistilstandinu, hafði ég gleymt að hirða póstinn, eins og ég gerði þó endranær. Nú sat ég fallega í því! Allra augu hvíldu á bréfunum og Lisbeth frænka æpti glaðlega: — Hvað þetta er yndislegt! Þér hefur svei mér ekki verið gleymt! Flýttu þér að <jpna þau og lestu þau fyrir okkur! Ég hlýddi þessu, eftir föng- um, en lagði græna bréfið til hliðar. — Þetta er bara reikn- ingur. En ég blekkti ekki Ro- bert eitt andartak. Hann vissi alltaf allt — hamingjan má vita, hvernig hann fór að því. Hann hlýtur að hafa eitthvert sjötta vit. Ég flýtti mér að hugsa, hvernig mamma hefði farið að í mínum sporum, og komst að þeirri niðurstöðu, að dirfska væri eina úrræðið. Ro- bert horfði vægðarlaust á mig. Eina ráðið til þess að blekkja hann væri að fara fram úr sjálfri mér í kæruleysinu, svo að ég o’-naði bréfið undir eins og við vorum orðin ein, og las það unnhátt: „Hversvegna dó hann Bernd í raun og veru? Ó, að höfuð mitt væri vatn og augu mín táralind, þá skyldi ég gráta daga og nætur þá, sem deyddir hafa verið af þjóð minni. . . (Jer.lx.l)“. ekki búizt við. Ég leit sak- Þessu hafði ég sannarlega ekki búizt við. Ég leit sakleys- is^ega á Robert, með uppglennt- um barnsaugum og hann leit beint á mig á móti. ■— Það er einhver annar, sem heldur að ég hafi kálað gamla manninum, sagði ég brosandi. Þú hefur væntanlega ekki sjálf- ur skrifað þetta bréf eftir allt saman? Framliald í næsta blaði. 24. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.