Vikan


Vikan - 06.07.1972, Page 5

Vikan - 06.07.1972, Page 5
að hann taki ekki eftir neinu. Hvernig á ég að koma orðum að eða geta náð í hann? Ein þungt hugsandi. P.S. Hvernig er skriftin og staf- setningin? PrófaSu aS gera eins og hann: kallaSu á hann á götu og spurSu hann um einhvern sameiginleg- an kunningja ykkar, þótt þú kannski þurfir ekkert endilega á þeim upplýsingum aS halda. Þetta yrSi mjög trúlega til þess aS hann gizkaSi á aS þú sért hrifin af honum, og stígur þá væntanlega næsta skrefið — það er að segja ef hann er hrifinn af þér. Skriftin er væntanlega á byrjun- arstigi og stafsetningu er einn- ig ábótavant. Var svolítið leiðinleg við hann Kaeri Póstur! Ég hef lengi aetlað að skrifa þér. Meðal annars til að þakka þér og Vikunni allt sem þið skötu- hjúin hafið fram að faera. Einnig til að biðja þig um góð ráð. Málið sem mig vantar ráðn- ingu við kemur hérna. Það byrjaði náttúrlega eins og flest mál, sem þú hefur haft með að gera. Ég er nefnilega ofsalega hrifin af strák, sem ég hef verið með þrisvar. Ég var ekki hrifin af honum í tvö fyrstu skiptin, var meira að segja svolítið leið- inleg við hann. En öðru máli gegnir um þriðja skiptið, því þá varð ég alvarlega hrifin, en hann virtist hafa minni áhuga. Við erum ekki saman núna. — Þegar við hittumst eða heyr- umst getum við talað um allt milli himins og jarðar, sama hvað það er, og erum góðir vinir. Hvernig á ég að fara að því að ná í hann?? (Ekki snúa út úr.) Að lokum: hvernig á Vatnsberinn við Drekann, Tví- burana eða Meyjuna? XOZ. P.S. Hvernig er stafsetningin? Hvað lestu úr skriftinni? Fyrst þiS eruS góSir vinir, ætti þetta aS geta reddast. Haltu bara áfram að tala viS hann um allt milli himins og jarSar þeg- ar þiS hittizt og heyrizt, þó skaltu hafa einhvern hemil á málæSinu, því annars er hætt viS aS hann þreytist lika á aS tala viS þig. Líklega hefur hann orSið eitthvaS ragur af því aS þú varst svona leiSinleg viS hann í fyrri skiptin, en ef þú leggur af þaS hátterni ætti allt aS falla í Ijúfa löð. Vatnsberi og SporSdreki eru gerólíkir í smekk og hugarfari, en hafa oft undarlega gaman af aS ögra hvor öSrum. Vatnsberi og Tvíburi dragast mjög hvor aS öSrum og eiga yfirleitt vel saman. Vatnsberi og Jómfrú geta einnig vel átt saman, þó varla nema á andlega sviSinu. Stafsetningin er ágæt. Skriftin bendir til mikillar athafnasemi og mikils af fersku lífsfjöri. Hress yfir Laxness- blaði Virðulegi Póstur! Kærar þakkir fyrir allt, bæði bréfin sem þú birtir og eru sjálfsagt ágætar heimildir um lesendur Vikunnar, það er að segja yngri kynslóðina af þeim, svo og annað efni. Ég var mjög hrifinn af blaðauk- anum sem þið birtuð um Hall- dór Laxness á sjötugsafmæli hans. Ekki get ég að því gert að mér finnst dýrkun okkar ís- lendinga á afburðamönnum okkar oft keyra úr hófi, þetta eru þó aldrei nema menn sem hafa sína bresti þegar vel er að gáð, og sömuleiðis mætti gefa meiri gaum mönnum, sem slaga kannski hátt upp í snillingana hvað hæfileika og afrek snertir, enda þótt þeir hafi ekki fengið Nóbelsverðlaun eða komizt á annan hátt á toppinn. En hvað um það, Laxness er alls góðs verður og þessi blaðauki ykk- ar með honum var frábær. — Myndir eins og þessar, sem sýna rithöfundinn á ýmsum ald- ursskeiðum, segja meira en margur hyggur. Þetta eru myndir, sem fæstir hafa sjálf- sagt séð éður, og hljóta þvf að hafa mikið gildi fyrir allan al- menning, sem vill þekkja sitt höfuðskáld sem bezt. Þið mættuð vel birta fleiri slíka blaðauka, þegar tilefni gefast. Vikulesandi. Póstsendum. VERÐLISTINN, box 958, Reykjavík. 27. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.