Vikan


Vikan - 06.07.1972, Side 6

Vikan - 06.07.1972, Side 6
SÍÐAN SÍÐAST FEGURSTA KONA SL. 300 ARA Dr. Roy Strong, forstöðumaður manna- myndasafns Bretlands, National Port- rait Gallery, segist ekki vera í nokkr- um vandræðum með að benda fólki á þá konu, sem fegurst hafi verið fyrir 300 árum og segist dr. Strong vera þess fullviss, að enn sé engin kona jafn- fögur. Sú sem um ræðir, er Nell Gwyn, ávaxtasölustúlka, sem varð ástkona Karls II. Safn dr. Strongs er að undir- búa sýningu á myndum af fögrum kon- um úr mannkynssögunni og fór Strong í gegnum fleiri hundruð myndir áður en hann valdi 50 til að fara á sýning- una. Og á meðfylgjandi mynd er dr. Strong með tvær myndir af hinni fögru Nell Gwynn. SÖTZT EFTIR LÍFI HUSSEINS Palestínuaröbum er mjög uppsigað við Hussein Jórdaníukonung og er aðal- ástæðan sú, að hann hefur verið harð- ur í afstöðu sinni gagnvart þeim og hermdarverkum þeirra. Eins og menn muna, þá kom til borgarastyrjaldar í landinu í fyrra og lauk henni með sigri kóngsmanna. Nú hefur nýlega komizt upp um samsæri til að myrða kóng og sýnir myndin auglýsingaspjöld skæruliða Palestínuaraba. Er það mynd, sem að hálfu leyti er Hussein og hálfu Móse Dajan, landvarnarráð- herra ísraels, þannig að ljóst ætti öll- um að vera hverjum augum arabar þessir líta á kóngsa. NATALIE WOOD FELLUR AFTUR Hún fellur fyrir Robert Wagner, það er að segja. Þau giftust árið 1957, en 5 árum síðar skildu þau. Bæði giftust aftur og hafa nýverið fengið skilnað frá mökum sínum og þegar þau komu saman til Lundúna fyrir nokkru, ruku blaðamenn og slúðurdálkahöfundar af stað. Þau sögðu já, við ætlum að gift- ast aftur. VATNAHJÖL ARSINS Japanskt fyrirtæki hefur sett á mark- aðinn vatnahjól, sem þeir kalla vatna- hjól ársins. Er hjólið fótstigið eins og önnur hjól, en flýtur á gúmmípúðum og er stýrt með „framhjólinu“. Vest- ur-þýzkt fyrirtæki hefur fengið umboð í Evrópu og krefst svo mikils sem 30 þúsund íslenzkra króna fyrir stykkið.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.