Vikan


Vikan - 06.07.1972, Page 9

Vikan - 06.07.1972, Page 9
og lái þeim það hver sem vill. Á svæðinu meðfram Putuma- vo-fljóti gerðu hvítir menn sig seka um hryllileg níðingsverk á Indíánum meðan gúmæðið stóð yfir kringum síðustu alda- mót. Að minnsta kosti þrjátíu þúsund Indíánar voru þá drepn- ir, margir með pyndingum. Það var því ekki að undra þótt Co- fán-fólkið hefði fengið nóg af hvítum mönnum. Nú eiga þessir Indíánar nýrri innrás að mæta, og í þetta sinn er það olía, sem hvíti maður- inn ágirnist úr landi þeirra. Þeir sem til þekkja fullyrða að afleiðingin verði óhjákvæmi- lega sú að fyrst hverfi menn- ing Indíánanna, síðan þeir sjálfir. Þegar efnahagslegir hagsmunir hvíta mannsins eru annars vegar, er sjaldan tekið minnsta tillit til lífshagsmuna Indíánans. Almenningsálitið í Ekvador hefur fyrir satt að þegar mik- il búbót fyrir ríkið sé í húfi, þá sé það fáránlegt að gera sér rellu út af örlögum nokkurra frumstæðinga. Sé bent á að Indíánarnir eigi landið, þar sem olían er, og að þeir fái ekki einu sinni skaðabætur, er yppt öxlum. Lögin. sem eiga að vernda líf og eignir hins al- menna borgara, taka ekki til þessa litla minnihluta. Helzta olíunáma Texacos og Gulfs er Lago Agrio við Agua- rico-fljótið. Olíuhringarnir hafa fjárfest milljónir dollara til að geta nýtt olíuna, sem þarna hefur fundizt í jörðu. Þau ætla að leggja vegi svo skiptir hundruðum kílómetra og veita nú þegar fimm þúsund Ekva- dorum vinnu. í frumskóginum, sem var nánast ósnortinn fyrir fáeinum áratugum, er nú risinn heill námubær, þar sem allt markast af eirðarlausri at- hafnasemi. Flugvélar þjóta um loftið og vélbátar um fljótin, dráttarvélar og vélskóflur ryðja vegi. Lago Agrio er byggð af svo miklu skipulagsviti og fyrir- hyggju að aðdáun hlýtur að vekja. Utan sjálfs olíuversins er bær, sem nefndur hefur ver- ið Nueva Loja. Þessi staður er dapurleg andstæða sjálfs olíu- bæjarins, er eins konar slamm. Sænskur blaðamaður, sem fyrir álllöngu hafði kynnzt Elíasi höfðingja í frumskógin- um. hitti fjölskyldu af ætt hans við eina verzlunina í bænum. Fjölskyldufaðirinn bar hvítan plasthatt, var búinn að leggja niður höfuðdjásnið úr fjöðrum, sem ættbræður hans hafa til þessa borið. Blaðamaðurinn tók mynd af Indíánanum, en á þeirri mynd lenti auk hans ein af þeim vændiskonum, sem fluttar hafa verið á staðinn til góða verkamönnunum við olíu- verið. Vörubílstjóri frá Quito, höfuðborg landsins, sá hvað blaðamaðurinn hafðist að, virt- ist skammast sín og sagði: —■ Mister, ég vona að þér birtið ekki þessa mynd í út- landinu. Þeir sem sæju hana þar héldu kannski að við hérna lítum allir svona út. Það var ekki vændiskonan, sem hann skammaðist sín fyr- ir, heldur Indíáninn. Þetta er það sem margir Suður-Ameríkumenn þola sízt — að vera taldir Indíánar. Vilji maður móðga einhvern þar í álfu nógu gróflega, er bezt að kalla hann indio. Indíáni þessi sagði blaða- manninum að hópurinn, sem frændi hans var höfðingi fyr- ir, væri nú kominn á fallanda fót. Yngri mennirnir væru komnir í vinnu hjá olíuhring- unum og aðeins nokkur gam- almenni væru eftir í skógun- um. Áður höfðu Cofánarnir verið hamingjusamir, en ham- ingja þeirra hafði horfið með tilkomu hvítu mannanna. Fyrst komu bandarískir kristniboðar. Margir Indíánanna voru á móti því að þeir fengju að vera í skóginum hjá þeim, en þeir voru samt látnir í friði. Og á hæla kristniboðunum kom mannskapur olíuhringanna. Fyrst bandarískir kristniboð- ar, síðan bandarískir olíuhring- ar. Indíánunum til góða? Varla. * 1 ÞaS er erfitt að gera sér grein fyrir því aS fyrir fá- einum árum var hérna ósnortinn frumskógur. 2 Indiánakonan virSir undr- andi fyrir sér vændiskon- una, sem komin er út í frumskóginn í von um fá- eina skildinga af olíu- gróSanum. 27. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.