Vikan


Vikan - 06.07.1972, Qupperneq 12

Vikan - 06.07.1972, Qupperneq 12
Það leið á kvöldið, og nú tók að húma. Grasið varð döggvott, og mér fannst golan eins og hægur andar- dráttur. Kvöldkyrrðin var djúp, og við vorum bæði hljóð. Smám saman þrýsti ég hönd hennar fastar. Hægar og hægar gengum við, og að iokum settum við okkur niður.... SMASAGA EFTIR THOMAS KRAGH ÞÝÐANDI: ARNI HALLGRIMSSON Þarna úti á flatneskjunni átti Greipur frændi heima. Hún var sérkennileg, þessi flatneskja. Ekki ögrandi og villt, eins og lyngvíBáttur heiöanna, heldur syfjandaleg og þungbúin. Þar uxu ekki venjuleg hagablóm, engar rósir, en upp úr gljúpum sveröinum skaut furöulegum klukkublómum, jafnvel hvitum liljum. En liljurnar voru lit- skærari þar en annars staöar. Um sólarlag, eftir heita sumar- daga, stigu kvöldgufurnar upp og sveipubu flatneskjuna rakri, gull- inni móðu. Ef horft var úr nokkurri fjarlægö, var hún ein- kennilega dulúöug yfir aö lita. Þar blandaöist eirgrænt, fagur- rautt og hvitt i óskýranlegan samruna og meb svo kynlegum hætti, að þaö minnti einna helzt á dauöablómib, sem frá er sagt i gömlum þjóökvæöum. Ég vissi aldrei, hvernig á þvi stóö, að Greipur frændi haföi valiö sér bústaö þarna. Og enginn annar virtist vita það heldur. Oftsinnis höföu ættingjar hans skrifað honum: ,,Þú ættir nú heldur aö flytjast til borgar- innar.” Hann hafbi alltaf svaraö á einn veg: „Nei, ég mun aldrei flytjast til borgarinnar.” „Jafnvel þótt þér sjálfum kunni aö vera það óljúft, þá ættirðu aö gera þaö vegna Mariu. Ungri stúlku er ekki hollt ab búa viö slika einangrun.” „Viö kunnum bæöi vel við okkur hérna. Okkur liöur vel, bæði Marfu og mér. Komiö og heim- sækiö okkur og gangið úr skugga um það, — en ekki nema einn i senn. Umstang er mér ekki aö skapi.” Svo komum viö i heimsókn til Greips frænda, einn i senn, eins og hann hafði fyrir mælt. Og ekki varö annað séö en að bæði hann sjálfur og dóttir hans yndu vel hag sínum. Sumariö, sem ég var þar gestur, hvarflaði þaö oft aö mér, aö Maria frænka, meö siöa, jarpa háriö, dökku augun og þung- lyndislega tillitiö, væri eins og sköpuð fyrir þennan staö. Þaö var eins og hún gæddi gömlu stofurnar sérstökum yndisþokka. Þegar hún kom, var eins og hiö haglega gerða útskuröarflúr skini i annarlegum ljóma. Annars var hún alveg einstök stúlka. Er viö reikuöum um gangstiga skrúö- garösins og hjölubumst viö, gat hún verið töfrandi einlæg og opin- ská eins og barn. Svo var hún kannski allt i einu þotin frá mér - eftir litfögru blómi, sem hún haföi komiB auga á, stakk þvi i háriö á sér, stób slðan niðurlút og feimin, en um varir hennar lék órætt bros. Dag einn i júlimánuöi þetta sumar datt þaö allt i einu i hana, aö viö yrðum að fá svan á garö- tjörnina. Þá varð föður hennar aö oröi: „Blessað barn! Svanurinn myndi veslast upp.” „Æi nei. Þvi ætti hann aö veslast upp?” „Tjörnin er allt of litil ....Það yrði dapurleg sjón aö sjá slikan einstæðing.” „Þvi þá þaö? Ég get einmitt ekki hugsaö mér neitt fegurra ...Stóran, hvitan svan á sundi aleinan.” . Háriö þyrlaðist um enni hen- nar. En undan þyrlinum störöu þunglyndisleg augu hennar út I bláinn. En Greipi frænda geöjaöist ekki að þessu svari. „Góöa Maria min, þú ert þó ekki að veröa ömurlynd! ....Kannski veröum viö að flytjast til borgarinnar eftir allt saman.” „Ég vil ekkert fremur en vera hér kyrr, ef ég bara gæti fengið svaninn .... Ö, pabbi (hún hjúfraöi sig ástúðlega upp að honum), viltu ekki útvega mér hann?” „Hamingjan góöa,” sagöi gamli maðurinn og lagöi lófánn aö vöngum hennar. „En hvaö þú ert undarleg litil stúlka, Maria min .... Og þú sem ert bráöum átján ára? Nei, en þú gætir gert annaö. Gróðursettu burkna um- hverfis tjörnina. Það yröi til mikillar prýöi.” Maria var þegar þotin niöur að tjörninni, en kom aftur eftir skamma stund. „Jú, alveg rétt,” mælti hún. „Burknar myndu sóma sér vel. Komdu, nú förum við út I skóg og leitum að burknum. Svo látum viö þá standa i vatni i nótt og gróöursetjum þá á morgun .... Pabbi, viö ætlum að fara og leita aö burknum i skóginum.” „Jæja, .... en muniö mig um þaö að fara ekki langt.” Innan stundar vorum viö Maria á gangi eftir þröngum stig, sem lá til skógar, og brátt komum viö að fyrstu trjánum. Slikan skóg hafði ég aldrei áöur séö. Trén voru flest visnuö og dauö, en á • hverjum stofni og kvisti héngu flygsur af skófum og grámosa, sem liktust engu ööru en gráu sið- skeggi. En þótt trén sjálf væru dauö, dafnaði þvi rikulegri gróöur viö rætur þeirra, — burknar, 12 VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.