Vikan


Vikan - 06.07.1972, Side 13

Vikan - 06.07.1972, Side 13
burknar og aftur burknar, sumir smávaxnir, dimmgrænir, eins og þeim hefði skotið upp i gær, aðrir hávaxnir með geysilegum blöðum, sem bærðust letilega i hlýrri golunni. barna var vandi að velja. begar við höfðum fundið einn, sem okkur likaði, komum við brátt á annan enn fallegri og siðan þann þriðja, sem okkur virtist bera af öllum hinum. Og smám saman varð á vegi okkar alls konar blómskrúð, ilmur af krossjurt og myrru barst að vitum okkar. barna voru lika hvitar blómjurtir með lokuðum krónum, sem engan ilm lagði af. „bessi hvitu eru næturblóm,” sagði Maria. ,,A daginn eru krónur þeirra alltaf lokaðar, en þegar fer að húma, ljúkast þær upp. bá held ég að blómin spinni af sér þræði. Ég kann ekki aö út- skýra það, en ég er viss um, aö svo er .... þá liggja ilmandi þræðir Iloftinu umhverfis þau. En sums staðar er enginn ilmur.” Loks höfðum viö fangið fulit af stórvöxnum burknum ásamt nokkrum hinna hvitu blóma. Og nú urðum viö aö fara aö hugsa til heimferðar. baö var komið fast aö sólsetri. „Komdu nú, víð skulum snúa við,” sagöi ég. Já, það er rétt — við skulum 'halda heimleiðis.” „Látum okkur sjá, — ertu nú viss um að rata?” „Ojá, það, hugsa ég .... baö er vlst I þessa átt.” Við tókum stefnuna samkvæmt tilvisun Mariu, og brátt var það ég, sem tók forustuna. Við gengum og gengum, og þar kom, að við hefðum átt að vpra komin út úr skóginum fyrir löngu, en vorum það þó ekki. Og þegar loks skóginn þraut, námum við bæði staðar, undrandi og hálf^kelkuð. Hvar vorum við stödd? Fyrir augum okkar blasti við alveg nýtt sjónarsvið. Hér höfö- um við aldrei veriö áður. betta útsýni var okkur ókunnugt með öllu, —heiðaflesjur vaxnar gisnu, gulleitu grasi, i fjarska ókunnir ásar og fjöll, en yfir þeim svifu ský — orpin roöa frá hinni hnigandi sól. Okkur rak I rogastanz. Marla beit á vörina og leit á mig hrædd- um augum. „Guö minn almáttugur,” hvisl- aöi hún, „hvaö er þetta?” „Jú, viö erum auövitaö komin eitthvaö afleiöis. En hvaö um þaö, — hér getur engin hætta veriö á feröum.” „En nú er bráðum komið myrkur.” „Onei, ekki strax. bað er sumar núna.” „Komdu nú, við skulum flýta okkur. Ó, við verðum aö halda áfram....Ég má ekki vera lengi .... mundu eftir pabba .... hann er svo hræðslugjarn.” „Góöa Maria min, vertu nú ekki svona óróleg. baðerekkitil neins að ana eitthvaö út i busk- ann. Llttu nú á, ég er með átta- vita. Hérna höfum við noröur og þarna vestur ....” „Ó, það er ekkert gagn að þvi. Nei við skulum snúa viö sömu leiö og við komum. Ó, ég er svo hrædd um, að viö veröum allt of sein.” Ég sá, aö hún var náföl. Andlit hennar lýsti alhvitt þarna I kvöld- húminu. „Heyrðu nú, Maria, þú mátt ekki láta þetta fá svona á þig. Komdu, viö skulum halda i þessa átt. Ég held það hljóti aö vera rétta stefnan.” Viö héldum af stað. Innan stundar tók ég undir handlegg henni til þess að létta henni göng- una. Leiöin var bæöi óslétt og blaut. Einu sinni varö ég aö taka utan um hana til þess að hjálpa henni aö stikla af einni þúfunni á aðra. bá sneri hún höföinu og leit svo undarlega á mig. „Nei, ekki þetta,” sagði hún. „En góða, bezta ...’ „Nei, ég vil það ekki.” „bað var bara til þess aö styðja þig” „Já, en ég vil það ekki.” „Nú jæja, þá það. Ég bið af- sökunar. Ég ætlaði svo sem ekki aö gera þér neitt.” Ég leit á hana — til þess að ganga úr skugga um, hvort hún hefði i raun og veru móögazt, en mér var ekki unnt aö komast aö neinni niöurstöðu. A þessari stundu var á andliti hennar þessi óræöi svipur, sem ég haföi tekiö eftir einstöku sinnum áöur: þegar hún áf fjálgleik haföi talaö um móður sina látna, en einnig stundum þegar hún haföi brugðiö I hár sér litfögru blómi. En nú var hún aftur komin i ógöngur. Ég varð að taka undir handlegg henni til þess aö hjálpa henni yfir það versta. Hjá þvi varö meö engu móti komizt. Og nú dróst athygli min allt i einu aö þvi, hve armar frænku minnar voru sivalir og fallegir. Og smátt og smátt rann það upp fyrir mér, aö Maria var fágætlega lagleg stúlka, — miklu fegurri en þær, Fra.mh.ald á hls. 36. 27. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.