Vikan


Vikan - 06.07.1972, Side 35

Vikan - 06.07.1972, Side 35
Hann lagSi mig á bekkinn og framdi galdrabrögðin sín til þess að brjóta mótstöðu mína á bak aftur, en þetta fór allt öðruvísi. Framhaldssaga eftir Adrienne Mans 9. hluti óvinir. Við erum ekki að berj- ast hvort gegn öðru, heldur saman gegn sjúkdómnum. — Og hvað heitir þessi sjúk- dómur? Ég get ekki skapað mér ákveðna skoðun á honum fyrr en ég veit öll atvik. Segðu mér eitthvað um hann föður þinn. — Jæja, þegar læknar vilja ekki svara manni beint, þá veit maður fyrir víst, hvað um er að vera. Annaðhvort er það krabbi, eða þetta sem þú veizt. Ég bankaði á ennið á mér. — Og hann pabbi? Jæja, hér hef- urðu söguna. Móðir hans var geðveik og hann var eini son- urinn, lagði stund á hagfræði, náði prófi, tók við stjórn fyrir- tækisins, gifti sig, missti kon- una, gifti sig aftur. Fyrra hjóna- bandið barnlaust, en það síðara með þeirri glæsilegu útkomu, sem þú sérð hér fyrir framan þig, leidda til slátrunar. Svo veiktist hann og dó. Finnst þér þetta ekki merkileg saga, ha? — Jú, sannarlega. — Jæja, þá ertu búinn að fá hana. Bara hann vildi ekki horfa svona á mig, hugsaði ég, og sprautan þreytti mig, og dró úr varkárni minni. Ég gat ekki lengur hugsað skýrt. Þar hafði verið leikið á mig, eins og ég hefði mátt vita. Hvernig gat ég verið svona vitlaus! Einu sinni, en svo bara ekki oftar! Fram- vegis varð ég að vera vel á verði. — Kannski gætirðu gefið mér einhver fleiri smáatriði, sagði Robert. Til dæmis það, hvernig fyrri konan hans pabba þíns dó? — Það stendur allt í skýrsl- um þessa vandvirka bróður þíns. Ég ætla nú að rannsaka, hvort þetta, sem hann hefur gert, varðar ekki við lög. Að minnsta kosti er það áreiðan- lega ekki löglegt •— hvar stæð- um við, ef hverju lögfræðings- peði leyfðist að blaðra frá öll- um málefnum skjólstæðinga sinna? Það var skaði, að ég skyldi ekki komast í þetta fyrr. Ég skal kæra hann. Hálsbrjóta hann! Ég er strax farin að hlakka til. Og það var ekki nema satt — ég var afskaplega glöð. Mér fannst ég vera með vængi. Það var hreint ekkert auð- velt að sigrast á mér — að minnsta kosti með sprautu. Þessi asnalega sprauta! Ég fann ekki til hennar lengur. Ég skyldi flytja stórkostlega ræðu fyrir réttinum. Allir mundu klappa. Dómarinn mundi hneigja sig og segja: — Þér haf- ið orðið fyrir miklu ranglæti. Og Hans yrði leiddur burt hlekkjaður. Hlekkjaður, það var nú kannski full-gamaldags, en að minnsta kosti þá i hand- járnum. Vitanlega! Hann er morðingi, eða að minnsta kosti mannorðsmorðingi. Hann hefur eyðilagt mannorð mitt — mitt mannorð. 'Ég skyldi eyðileggja hann og Robert skyldi ég . . . Ég var gripin hryllingi. Ég gat ekki hugsað hugsunina á enda — ekki enn. Nú er að renna út í fyrir þér, Vera. Varaðu þig, þetta er gildra. - Hvernig dó hún þá? nauð- aði Robert. — Hún dó ekki. Hún fór frá pabba. Þú sagðir, að hann hefði verið ekkill. — Hún hvarf. Eftir hæfilega bið, auglýsti pabbi látið henn- ar. — Það er dálítið skrítið, að fólk skuli geta horfið svona sporlaust. Annað eins hefur nú skeð. Kannski hefur hún farið tii Ástralíu. Það er nú nokkuð til, sem heitir Alþjóðalögregla. Kannski hefur hún fram- ið sjálfsmorð? — Og líkið aldrei fundizt? Nei, það fannst aldrei. — Var það þá þetta, sem spillti fyrir ráðahagnum hjá fjölskyldu mömmu þinn'ar? Þú veizt nú, hvernig fólk er. Auðvitað var mikið kjaftað um þetta. Lögreglan var af- skaplega almennileg og nær- gætin, en einhver snuðrari tók að breiða út ákveðnar sögur. Hvers konar sögur? — Að hjónabandið hefði ekki verið hamingjusapit, að hann hefði haldið við unga stúlku í skrifstofunni, og vildi giftast henni. Ég þagnaði, mér leið fjanda- lega og ég tók að skjálfa. Vildi konan hans ekki fá skilnað? Nei. — Og svo hvarf hún? — Já. Skrítið, finnst þér ekki? -— Jú. — Gaf nokkur í skyn, að hann hefði fyrirfarið henni? — Jú. jú, jú, jú! Hættu þessu. öskraði ég. — Nokkuð fleira? — Nei, ekkert. Svo var látið hennar auglýst. Og pabbi þinn giftist skrifstofustúlkunni? — Nei. Hvers vegna ekki? Hún var þarna ekki leng- ur. — Hvar var hún þá? — í Ástralíu. Hún líka? — Hún var það raunveru- lega. Hún giftist fátækum pilti, skömmu seinna, og þau fluttu úr landi. — Já, Ástralía er langt í burtu, sagði Robert. — Svo að hún sleppti þá ríkri giftingu? — Já, þannig var það í raun og veru. Kannski hefur hún haft sínar ástæður til þess. —■ Vafalaust. Og svo? — Svo giftist hann mömmu. Hún var vöruð við. Bæði um hneykslismálið og — jæja, það er bezt að segja það, úr því að þú veizt það þegar — við því, að hann væri haldinn vera skrítinn. Skrítinn? — Já, geðveikur. — Eins og móðir hans? — Það var nú ekki eins áber- andi hjá henni. — Var það þá áberandi hjá honum? — Hann hlýtur nú áreiðan- lega að hafa verið góður á milli, annars hefði mamma aldrei far- ið að skjóta sig í honum. Eða kannski hefur hann oftast get- að stillt sig og látið sem ekkert væri. Ég hló. — Eins og ég. Og hrakaði svo heilsu hans? Vitanlega. Þessi sjúkdóm- ur fer versnandi. Þarf ég að fara að kenna þér geðveiki- fræði? . —- Og hvað gerðist svo? Einn dag varð að fara Framhald á bIs. 40. 27. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.