Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 40
Sllkar umræður eru oftast til
gagns. Börn á öllum aldri hafa
gott af þvi að vita að það sé ekki
ljóttað verða reiður og alls ekki
hættulegt. Og að þaö sé fallegtað
sættast, verða vinir á ný og tala
um deiluna, svo að ljós verði
sjónarmið beggja. Það getur
verið erfitt fyrir foreldra að
hjálpa börnum sinum til aö leysa
deilumál, sérstaklega ef þau eru
sprottin af afhrvðisemi. en ef vcl
tekst til, þá er mikill sigur unn-
inn.
NATASJA
Framhald aj bls. 15.
lifið yrði ekki eingöngu dans
á rósum. Ég yrði aldrei reglu-
iega örugg um hann, það var
margt sem ég þurfti að læra
og margt að setja mig inn í, en
hvað gerði það til þegar hjarta
mitt syngur af gleði!
Andrei tók ennþá fastar um
hendur mínar.
—- Kveldu mig ekki, sagði
hann. — Segðu mér fljótt hvort
þú ætlar að koma með mér...
eða krefst ég of mikils?
—- Alltof mikils, hvíslaði ég,
en ég hafði aldrei getað stað-
izt glettnina í bláum augum
hans og hann vissi það. Hann
gaf mér ekki tíma til að and-
mæla, ekki tíma til að segja
nokkurt orð. Hann hló, þegar
armar hans lukust um mig og
ég hló líka.
Svo kyssti hann mig þangað
til ég stóð á öndinni . . .
Sögulok.
NEPAL
Framhald aj bls. 22.
ferðin kostar yfir sjö þúsund
krónur, herbergið fyrir einn
þrjú þúsund og sex hundruð
krónur yfir nóttina. En
skemmtileg reynsla er það.
Rúmin eru búin súrefnistjaldi
og í matsalnum getur maður
fengið súrefnisgrímur. Frá hót-
elinu er örstutt til frumstæðra
Sérpaþorpa, og Namche Bazar,
þaðan sem aliir leggja upp er
ganga á Everest, er aðeins
tveggja tima ferð í burtu. Líka
er hægt að klifa svolítið upp í
fjallið, ef menn treysta sér, og
að sumarlagi er vel hægt að
komast upp í fimm þúsund
metra hæð yfir sjávarmál án
sérstaks útbúnaðar ef maður
er heppinn með veður. En vilj-
irðu komast upp á tind, þarftu
fimm hundruð til sex hundruð
burðarmenn og nokkrar smá-
iestir af útbúnaði.
Þá má einnig fara fótgang-
andi til hins dularfulla kon-
ungsríkis Mustang við tíbesku
landamærin — það tekur
fimmtán daga ef maður hask-
ar sér svolítið. Mustang býr
við meiri einangrun en nokk-
urt annað land i heimi. Þar
hefur aldrei verið gefið út blað,
enda kann enginn að lesa.
Óhugsandi er að bíll komist
þangað nokkurn tíma, því að
leggja veg þangað væri álíka
erfitt og að komast til Mars.
Ennþá árið 1964 taldi konung-
urinn í Mustang engum efa
bundið að jörðin væri eins og
hálfmáni í laginu. Djöflar og
guðir eru allsráðandi í þessu
litla konungsríki, enda situr
þar enn allt við það sama og
var á þrettándu öld, svo ekki
sé farið enn lengra- aftur.
Þeir, sem ekki nenna að klifr-
ast um fjöll og firnindi, geta
valið um margar ferðir, sem
ferðamálaráðuneytið í Kat-
mandu skipuleggur út um
landið. Þarna eru margar góð-
ar la'xár, og hægt er að kaupa
sér leyfi til að véiða landdýr.
Fjallheimur Himalaja er full-
ur af alls konar undradýrum,
snjóhlébörðum, villtum jakux-
um. tígrisdýrum, steingeitum,
lambgömmum. Og gróðurinn er
í öllum regnbogans litum. Sér-
fræðingar frá Sameinuðu þjóð-
unum eru nú komnir til lands-
ins til að hjálpa Nepölum að
koma sér upp þjóðgörðum, svo
að þessu landi, sem stundum
er kallað þak heimsins, verði
bjargað frá þeirri umhverfis-
eyðileggingu, sem nú er mest-
ur voði í heimi hér.
A láglendinu nálægt landa-
mærum Indlands er hið heims-
fræga Tiger Top Hotel. Þaðan
geta menn farið í ferðalög til
að ljósmynda tígrisdýr, hvíta
nashyrninga, fíla og hlébarða.
Gestirnir búa í lúxusinnréttuð-
um smáhýsum uppi í trjám og
íeriðast i eintrjáningum eftir
frumskógafljótunum, þar sem
fullt er af krókódílum og fram-
andlegum vaðfuglum.
Og aðeins í nokkurra mílna
fjarlægð frá hótelinu er Lum-
bini, fæðingarstaður Búdda,
sem milljónir pílagríma heim-
sækja ár hvert.
☆
í HÚMI
NÆTURINNAR
Framhald aj bls. 35.
með hann á geðveikrahæli.
— Var þetta stig veikinnar
nokkru sérstöku að kenna?
— Já.
— Segðu mér af því.
— Nei.
— Segðu mér það, Vera.
— Nei, nei, nei. Aldrei! Ég
greip höndunum fyrir andlitið.
— Vera! Röddin var skipandi
og nú byrjaði þetta hræðilega,
hljóðlausa fótatak aftur, reglu-
leg hreyfing fótanna, fimm
sinnum áfram, fimm sinnum
aftur á bak.
Eitthvert lag var að ásækja
mig, sorgarmars frá einhverri
jarðarför, sama hverri, alveg
sama. Þær eru allar eins: Mold
40 VIKAN 27. TBL.