Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 5
til undirbúnings því námi. Gunnar Bjarnason, ráðunautur hjó Búnaðarfélagi íslands, sagði okkur, að tamningastöðvar væru starfræktar á nokkrum stöðvum á landinu, og þar starfaði kunn- óttufólk í tamningum. Hann nefndi 3 tamningamenn, sem þú gætir t. d. leitað til, Ragn- heiði Sigurgrímsdóttur, Holti í Stokkseyrarhreppi, Reyni Aðal- steinsson, Sigmundarstöðum í Borgarfirði og Ragnar Hinriks- son á tamningastöðinni á Egils- stöðum. Gunnar fullvissaði okk- ur einnig um, að hvorki aldur þinn né kynferði yrði þér fjötur um fót, og væri sérstaklega tek- ið fram í lögum, að búfræði- nám væri fyrir alla menn, ekki bara karlmenn. Við tökum allar ábendingar um efnisval til vin- samlegrar athugunar. Skriftin þín bendir til ákefðar og fljót- færni, en ekki beint kæruleys- is, enda eru kæruleysi og óþol- inmæði ekki heppilegir eigin- leikar tamningamanni. P.S. er ekki röng skammstöfun og þýð- ir nákvæmlega sama og es. P.S. stendur fyrir post scriptum, sem er latína og þýðir einmitt eftir- skrift. Baddý eða Baddí Kæri Póstur! Ég heiti Bjarney og er kölluð Baddý. Nú, þú sérð, að ég skrifa gælunafn mitt með ý. Og nú kemur vandamálið: Kennarinn minn segir, að það eigi ekki að vera ý, heldur einfalt í, en mamma segir það öfuga. Hvað er eiginlega rétt i þessu máli, Póstur minn? Svo langar mig til að vita, hvaða menntun þarf til þess að komast í hjúkrun? Vertu svo blessaður, Póstur minn. Bjarney. Þú mundir nú leysa málið snilldarlegast með því að hætta að nota þetta gælunafn, enda er Bjarney miklu fallegra. En viljirðu endilega kalla þig eitt- hvað, er það álit Póstsins, að þú eigir að ráða því sjálf, hvernig þú stafar það. Þú þarft a. m. k. landspróf til að komast í Hjúkrunarskóla íslands. Öll í rómantíkinni Elsku Póstur! Hjálpaðu mér nú, ef þú getur. Veizt þú, hvar ég get orðið áskrifandi að þessum blöðum og fengið þau send í póstkröfu? Þau heita Young Love, Girls Romance, Falling in love o. s. frv. Þau eru amerísk. Ég veit nefnilega um eina búð, þar sem þau fást, hún er [ Bankastræti, en ég vil gerast áskrifandi og fá þau send, en það er víst hvor- ugt hægt. Er einhver önnur búð, þar sem þessi blöð fást og hægt er að fá þau send? Mér finnst þetta hræðilegt, að ekki skuli vera hægt að fá þessi blöð send frá þessari búð, meira að seqia mjög heimskt, því ég veit um marga, sem vildu kaupa þessi blöð hérna. Er þetta virkilega eina búðin, sem selur þessi blöð? Ég er ægilega hrifin af þessum blöðum og kaupi þau alltaf, þegar ég kem suður. Og að lok- um vil ég spyrja, hvernig þessi merki eiga saman, meyjan við steingeitina, Ijónið, krabbann, vatnsberann, og sporðdrekann, og hvernig fara sporðdrekinn oq vatnsberinn saman? Hvað lestu úr skriftinni? Með þökk. Ein með blaðadellu. Þegar tekið er tillit til blaðanna, sem þú ert ægilega hrifin af. þarf varla að koma á óvart, að skrift þín bendir til þess, að þú sért rómantísk og dreymin í meira lagi. Láttu nú ekki lífið sjálft koma þér alltof mikið á óvart, og vonandi líturðu ( fleiri tegundir af lestrarefni. Innkaupa- samband bóksala kannaðist ekki við þessi blöð, og þau virðast ekki fást nema í þessari einu búð. Viðkomandi verzlun f Bankastræti er hætt að senda svona bliSð í póstkröfu út á land. Pósturinn bendir þér á að biðja einhverja kunningja í bæn- um að kaupa þetta fyrir þig oq senda þér. Meyian á vel v>ð steingeit, krabba og nokkuð vel við vatnsbera, en hvorki Ijón né sporðdreki virðast heppileqir makar. Og sporðdreka og vatns- bera er ekki spáð góðu. Electrolux Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86112, RHVKJAVÍK. Þér þurfið ekki að skipta um haus þegar þér ryksugið af teppi út á flísar, því sami haus hentar á báða fleti og breytir sér sjálfkrafa. z VönduO 320. Ryksugan, sem gerir meira fyrir yður. - Sjálfvlrk - Glæsileg Þér þurfið ekki að bogra við að vinda snúruna upp að lokinni ryksugun. Þér stigið aðeins á takka og snúran dregst sjálf- krafa inn i ryksuguna. Nokkur atriði að auki. 1. 700 w mótor tryggir mikinn sogkraft. 2. Stór afturhjól og lipurt framhjól tryggja að ryksugan er létt í meðförum. 3. 6 metra löng snúra bætir vinnuaðstöðuna. 4. Filt fyrir útblástursopi tryggir að ekkert ryk berst þar út. 5. Fjölbreyttir fylgihlutir auka fjölhæfnina. ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Gunnar Ásgeirsson hf. Hafnarfjörður: Raftaækjaverzl., Strandgötu 39. Keflavík: Stapafell. Akranes: Verzl. Örin. Borgarnes: Verzl. Stjarnan. ísafjörður: Verzl. Straumur. Siglufjörður: Gestur H. Fanndal. Akureyri: K.E.A. J z320 Þér stillið stillihnappinneftir því hve gróft ryk þér ryk- sugið og siðan lætur ryk- sugan yður vita þegar pok- inn er fullur því þá opnast hún og hættir að vinna. Þér getið skipt um pokann með einu handtaki og án þess að fá á yður svo mikið sem eitt rykkorn því pokinn er sjálflokaður. 19. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.