Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 20
w
Spennandi framhaldssaga Eftir Charlotte Armstrong 10. hluti
—Hún er ekki búin að fá hann ennþá,
sagði Tony, —þviað hann er i hellinum minum.
Hann skýrði þetta fyrir þeim.
Og Harry sagði: —Jæja, svo hann er i hellinum þinum?
— HlustaBu nú á mig, hélt hann
áfram. — Þaö er orðið framorðiö
og ég sting upp á þvi að við
komum okkur á háttinn.
Bonzer drap á dyr og kom inn.
Hann brosti glaölega til Jean og
sagði að svefnherbergið væri til
reiðu og svo bauð hann góða nótt.
Jean brosti lika til hans. Það leit
út fyrir að aðdáun þeirra væri
gagnkvæm.
Þegar Bonzer var farinn,
beygði Harry sig yfir hana. Hann
haföi ætlað að kyssa hana, þannig
að þessi öþolandi stúlka kæmi þvi
inn i hausinn á sér, hver það væri
á þessu heimili, sem hún ætti að
beina aðdáun sinni að, en Jean
sagöi: — Gerðu þaö ekki. Bláu
augun tindruðu. — Ég veit ekki til
aö ég hafi nokkurn tima verið
svona ótrúlega hamingjusöm. Ég
vil ekki aö þú eyðileggir það. Þú
skilur hvaö ég á við, Harry?
Það var nú það og hann hætti að
sjálfsögðu við aö kyssa hana.
Einhver hristi hana til. Einhver
kallaði á hana með nafni. Og hún
var skyndilega glaðvakandi. Hún
var I ibúð Harrys Fairchild, i
rúminu hans. Já, hún var lika I
náttfötum af honum.
— ó, sagði hún — Harry?
— Ég er á förum, sagði hann
reiðilega og dökka hárið stóð út I
allar áttir. — AB elta gula grisinn.
Ég neyðist til þess.
— Ég kem með. Hún settist upp
I rúminu.
— Nei, nei, ég tek Bonzer með
mér.
— Þú ert ekki búinn að klæða
þig, ég get verið jafnfljót. Hvað
hefir komið fyrir?
— Það er farið að hitna undir
fótum okkar, sagöi hann. — Það
var hringt til Bonzers frá skrif-
stofu Bernies. Einhver hefir
brotizt þar inn i nótt. Innbrots-
þjófurinn hefir tekið meö sér
möppu með nafni Bonzers. Þar
var getið um ferðir Bonzers og
þau verkefni, sem skrifstofan
hafði unniö i samráði viö Bonzer.
Einhver hefir náð I heimilis-
fangið.
— Þar sem grisinn er?
— Einmitt. Það getur verið að
þau séu nú þegar komin þangað.
Bonzer rétti þeim bolla með
rjúkandi heitu kaffi. Harry drakk
og talaði. — Ég hringdi til þessa
Mizers. Það svaraði enginn. Það
getur verið að sparigrlsinn sé
einn heima. Það getur lika verið
að það sé fyrir löngu búið að
brjóta hann. En við veröum aö
komast að hvernig málin standa.
Svo við leggjum strax af stað. Við
förum I bilnum, það tekur styttri
tima, en að fljúga. Búgarðurinn
liggursvo langt frá flugvellinum.
— Vertu nú rösk, sagði hann. en
það kenndi svolitillar gremju I
röddinni, þvi að hvernig sem á þvl
stóð, gat hann varla hugsaö sér að
skilja hana eftir.
Jean hljóp inn I baöherbergið,
flýtti sér I Irsku dragtina og kom
fram aö.vörmu spori, þaut inn i
lyftuna með þeim og upp i bilinn.
Bonzer fór ekki með þeim.
Klukkan var hálf tiu og
morgunumferðin var um garð
gengin. Harry þaut eftir
götunum, tók krappar beygjur,
þar sem það var alls ekki leyft.
Hann ók I ótal krókum út úr
borginni og Jean hafði gætur á
öllu I kringum þau.
Þau komu fljótt út á hraö-
brautina og þutu austur eftir.
— Skemmtiröu þér ekki vel.
Hann brosti til hennar. ökuhæfni
hans hafði komið honum I gott
skap.
— Nei, ég skemmti mér alls
ekki vel. Þet.ta er allt mér aö
kenna, sagði Jean.
— Hvaö áttu viö með þvi?
— Ég sagði fööur þinum það i
gærkvöldi . . . .ekki hvar hann
væri að finna, heldur aö við
vissum það. Og að Bonzer heföi
komizt að þvi fyrir okkur, Svo að
á einn eöa annan hátt.........á
þann hátt........
Harry blistraði. Hann sagði
ekkert. Hann ásakaði hana ekki.
Hann hughreysti hana ekki
heldur .... Hann ók áfram.
Tárin runnu hægt niður
kinnarnar á Jean. Gjört er gjört.
Það var ekkert við þvi að segja.
Nú fyrst var henni ljóst að hún
var yfir sig ástfangin af Harry
Fairchild.
Ungfrú Emmaline sneri sér upp
aö vegg og lokaði augunum. En
það var tilgangslaust.
Konan saup hveljur: — En
ungfrú Hanks!
Mei skellti i öfboðinu bréfa-
körfunni ofan á sængina og
fórnaöi höndum. — Það er alls-
staðar verið að leita að yður.
Jafnvel lögreglan. Hvar er litla
stúlkan? 0, þér verðið að segja
mér það!
— Ég veit ekkert hvað þér eruð
að tala um. Ég þekki yður ekki.
— Ó, jú. Þér hljótið að muna
eftir mér, ungfrú Hanks! Segið
mér hvar hún er, gerið það fyrir
mig! Herra Farichild yrði svo
glaður.
Nei, nei, hugsaði ungfrú
Emmaline. Nei, ég má ekki trúa
henni. Hjúkrunarkona kom inn I
herbergið.
— Systir, sagði ungfrú
Emmaline. — Viljið þér biðja
þessá konu að fara út héðan. Hún
þreytir mig.
— Ö? Hjúkrunarkonan greip
um úlnliðinn á ungfrú Emmaline,
til að athuga púlsinn og gaut
augunum til bréfakörfunnar á
rúminu.
Mei greip hana og stamaði:
— En það er mjög áriðandi.
Hún v . . .v . .verður að segja
mér það ....
Hjúkrunarkonan hrukkaði
ennið. Hún sagði:
— Farið út héöan. Æða-
slátturinn var alltof ör.
— Nú verðið þér að vera róleg
og hvila yður, sagði hjúkrunar-
konan. — Þér veröiö ekki ónáðuð
aftur.
Hjúkrunarkonan fór fram á
ganginn. Hún skimaði eftir Mei,
til að veita henni áminningu. En
Mei hafði flýtt sér að slma-
klefanum I forsalnum.
Hún valdi númer. — Ungfrú
Vera! Ó, ungfrú Vera! sagði hún
og hún stóö næstum á öndinni.
Mike Mizer fylgdi gestinum inn
I eina herbergið I húsinu, sem
ennþá bar merki þeirrar konu,
sem hafði búið þeim heimili I
þessu litla húsi, áöur en hún dó.
Hann og Tony notuðu eiginlega
aldrei þetta herbergi, sem þeir
kölluðu „Stofu Ednu”. En það var
ósköp eðlilegt að fylgja gestinum
þangaö inn.
Hann vissi ekki neitt um
konuna, sem var komin I heim-
sókn, annaö en að hún var mjög
glæsileg og kom akandi 1 gljáandi
Continental bil, með bilstjóra,
(sem reyndar var með flókahatt á
höfði).
Hún hafði staðið við hliðiö,
þegar þeir komu héim, þvl aö það
var einmitt I dag, sem þeir ætluöu
að lagfæra hliðiö og styrkja litlu
brúna, sem lá yfir skurðinn. Þeir
höfðu verið að verki frá þvl um
sólarupprás.
Bilnum glæsilega haföi verið
ekiö varlega yfir plankana, sem
lagöir voru til bráðabirgða yfir
skurðinn og nú stóö hann i skjóli
viö eukalyptusgeröið bak við
húsið. Bflstjórinn sat kyrr I
bflnum.
Og hér sátu þau svo, hann, Tony
og þessi ungfrú Bowie, i stofunni
hennar Ednu, og Mike var að
velta þvi fyrir sér, hvað hann gæti
boðið henni upp á. Átti þaö að
20 VIKAN 19. TBL.