Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 33

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 33
BRANDO PICKERING... Hljóðdósin gerir gæfu muninn: Hún skilar 100% músik krafti . . .það er aö segja hún skilar öllu þvi, sem á plötuna var tekið. Þú heyrir i öllum hijóöfærunum nákvæmlega eins vel og upptaka plötunnar getur gefið þér. Það er alger óþarfi að vera aö baslast með hljóðdós, sem getur aðeins gefiö 25% . . .eöa 50% . . .eöa jafnvel 75% af upptöku plötunnar þegar þú getur fengið þér Pickering hljóðdós i fóninn, hljóðdós, sem skilar þér 100% músíkkrafti. Ertu vandlátur . . .? Veldu þá Pickering i nýja fóninn, gamla fóninn þvi Pickering hefur reynsluna. Pickering fundu upp magnetisku hljóðdósina og hafa æ siðan staðið f fararbroddi. Nær allar útvarpsstöðvar i Bandarikjunum nota Pickering hljóðdósir og fjöldi útvarpsstöðva um vfða veröld notar ekki annað. Yfir 15 gerðir af Pickering hljóðdósum ávallt á lager og einhver þeirra hæfir spilaranum þinum örugglega. Verð frá 1335.00 til 9.370.00. © PICKERING •X- ______ „fyrir þá sem getalheyrt mumnn. Einar Farestveit & Co. H.F. Bergstaðastræti 10A sími 16995 Framhald af bls. 16. hissa, að ég gat rétt stamað: Halló! — Þú ert seint á ferð. Hvar hefirðu verið? spurði hann. — Eg get ekki séð að það komi þér við, sagði ég. — Það er kannske rétt, sagði hann, ósköp ljúflega. Þegar hann fór út úr lýftunni, einni hæö fyrir neðan mig, var ég viss um að þetta væri það siöasta sem ég sæi til hans, nema þá á kvik- myndatjaldinu. En ég var ekki fyrr komiri inn til mln, en ég heyrði drepiö létt á dyr. 1 fyrstu hélt ég að þetta væri einhver herbergisþernan. — Hver er það? spurði ég. — Það er ég — Marlon. — Hvað I veröldinni viltu mér? kallaði ég. — Opnaðu dyrnar. — Kemur ekki til mála! — Opnaðu. Ég stend hérna þangað til þú opnar. — Þú um það, sagði ég. Svariö var bylmingshögg á dyrnar. — Farðu burt! kallaði ég, dauðskelkuð. — Þú vekur alla á hótelinu! Annað högg og mér varð ljóst að ég átti ekki annarra kosta völ en að opna. Ég vildi ekki stofna til vandræða, vildi ekki að farið væri aö kalla á starfsfólkið. — Hvernig dettur þér i hug, að haga þér svona? spurði ég, fjúkandi vond. Marlon starði á mig, án þess að nokkur svipbrigði væru sjáanleg á honum. — Mig langar til að lesa fyrir þig ljóð, sagði hann lágt. Mér fannst þetta svo furðulega fyndið, að ég gat ekki annað en skellt upp úr. Marlon fékk ein- hverjar viprur við munninn og svo skellihlógum við bæði. — Það geturðu ekki — ekki hérna, I öllu falli. — Við getum farið inn i mina Ibúð, sagði hann. — Þér er alveg óhætt. Mér var ljóst, að ef ég svaraði þessu neitandi, þá myndi hann bara lemja á dyrnar aftur. — Allt I lagi, sagði ég, — en þú læsir ekki dyrunum. Hann kinkaöi aöeins kolli. Þegar ég kom inn I ibúðina hans, mætti mér furöuleg sjón. Marlon hafði dúkaö borð, með japönskum slopp. A þennan ,,dúk” hafði hann sett tvö kerti og hjá hvoru kerti stóð ölglas. Tvo stóla hafði hann sett við boröið . . . . Ég var svolltið utan við mig og settist næst dyrunum. Marlon tók eftir þvi og glotti striðnislega. Það leit út fyrir að hann væri I ljómandi góðu skapi. En hann sagði ekki neitt. Þögnin fór að verða nokkuð þrúgandi og eftir þvi sem mlnúturnar siluðust áfram, varð ég taugaóstyrkari og fór að babla einhverja vitleysu. Enhann þagði. Hann sat þarna, eins og meitlaður i stein. Ég hafði aldrei komizt I annað eins. Að lokum spurði ég: — Ef þig langar ekki til að lesa þetta ljóð, þá er bezt að ég fari upp til mín. Ég heföi getað sparað mér þessa athugasemd. Hann kipraði aöeins varirnar og hélt áfram að stara á mig, með ennþá meiri ákafa. Ég ákvaö þvi, að ef hann ætlaði ekki að brydda upp á neinu, þá skyldi ég ekki gera það heldur. Þegar liðnar voru um það bil fimm mlnútur, þá rauf Marlon þögnina. — Jæja, þá hef ég það, sagði hann. — Loksins sé ég þig i réttu ljósi. Það er engin viglina á milli okkar lengur. Segðu mér nú allt um sjálfa þig, fram að þvi að ég hitti þig. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá var ég farin að opna hjarta mitt fyrir honum, áður en varöi. Og slðan, I alla þessa mánuði og ár, höfum við verið nánir vinir. Um tlma vann ég hjá honum, sem einkaritari, og þegar hann kom til London, þá hringdi hann alltaf I mig og við töluðum saman, alltaf með trúnaðartrausti, eins og sannir vinir. Hann er á sinn hátt gæddur sið- ferðiskennd. Þótt samband okkar Marlons hafi verið einskonar syst- kinasamband, þá held ég aö ég þekki hann öðrum betur. Ég held aö ég hafi skiliö hann, eygt ýmis- legt I hans flókna eðli. Ég komst að þvi að hann gat verið rudda- legur, upptekinn af sjálfum sér og að þvi er virtist tilfinningalaus. En ég komst Hka að þvi að innst inni var hann góður og tilfinningarikur maður, og — aö minnsta kosti eftir hans eigin siðferðiskenningum, gæddur mikilli siðferðiskennd. Hann reynir að láta ekki tilfinningarnar ná valdi á sér og hjónabönd hans hafa ekki bein- linis borið vott um ástriki. En hann elskar börnin sin innilega og gerir sitt til að reynast þeim vel. Marlon finnst það voðaleg til- hugsun, ef börnin hans yrðu fyrir 19. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.