Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 23

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 23
wött. Sinus wött er fundin þannig, að ákveðinn tónn er sendur i gegnum tækið og það siðan stillt á hæstu stillingu. Oft er hér um að ræða 1000 riða tón, sem er sami styrkleiki og á sóninum með stillimynd sjónvarpsins. Þegar stillt hefur verið á hæsta styrk, sem hægt er, án þess að brengla tóninn, er það mælt og kallað sinus wött. Þ.e.a.s. hæsti stöðugur tónn, án brenglunar . Sinus wött eru að meðaltali um 20 prósent lægri heldur en músik wöttin. í þriðja lagi er svo talað um tónsvið, sem mælt er i riðum. Mannseyrað greinir almennt ekki stærra svið, en frá 15-18.000 rið. Tónn skiptist yfirleitt við 6-7000 rið. Það, sem er fyrir neðan áðurgreinda tölu er bassatónn og fer þvi i bassa- hátalarann, en það sem fyrir ofan er, skiptist i hátalarana, sem eftireru. (Þeim munhærri tiðni, þvi minni hátalarar). Þeim mun hærra og/eða lægra, sem tónsviðið er, þvi auðveldar nást háu og lágu tónarnir. Þar sem magnarar hafa einnig innbyggt útvarp, svokallaðir útvarpsmagnarar, verður hér einnig minnzt litillega á útvörp og útvarps- bylgjur. Fyrstu hifi (high fidelity) tækin voru gerð stuttu eftir 1930 af tækni- og áhugamönnum um útvarp. Fyrstu tækin voru aðeins i notkun i útvarpsstöðvum og meðal fárra útvaldra. Nýjasta bylgja á útvörpum er hin svokallaða FM bylgja. FM stendur fyrir frequency modulation og er sú bylgja tiðnimótuð. Hægt er að senda út i stereo á FM bylgjum. (AM merkir amplitude modulation og er sú bylgja styrk- mótuð). Þar sem stereo útvarpssendingar hafa náð töluverðri útbreiðslu, verður þess vonandi ekki lengi að biða, að Rikisútvarpið fari að athuga sinn gang i þeim efnum. Það nýjasta i sambandi við segulbönd og segulbandsupptökur, er hið svo kallaða Dolby system. Það er heiti á sérstöku tæki, sem dregur verulega úr þvi suði, sem hefur fylgt öllum segul- bandsupptökum til þessa. Bæði eru segulbönd gerð með þessu Dolby systemi og eins er hægt að fá Dolby system við það segulband, sem maður á fyrir. Þetta er ný tækni, sem nú ryður sér ört til rúms. Upptökur, sem gerðar eru i gegnum Dolby system, bjóða upp á áður óþekktan skýrleika og tóngæði, sem ekki eiga sér lika i eldri segulbandsupptökum. Þetta á sérstaklega við um kassettusegulbönd. Þá hefur vonandi öllu verið gerð skil, sem gerir ykkur kleift að njóta þessarar hljómtækja- kynningar Vikunnar til fulls. Nánari upplýsingar um hvert tæki, ásamt frekari tæknilegum upp- lýsingum, er svo auðvitað að finna hjá umboðs- mönnunum. HP 239 Stereo samstæða með kasettu segulbandstæki, plötuspilara, útvarpi (FM AM) og tveimur hátölurum. Magnarinn: Músík wött 2x18 Sínus wött 2x10 Tónsvið 1 40—40000 Hátalarinn: Músík wött 20 Plötuspilarinn: tveir hraðar: 33 Mi-—45 Verð: 64.000 kr. Ennfremur: Plötuspilarar Útvarpsmagnarar Hátalarar Kasettusegulbönd Segulbönd Magnarar frá 10.600—46.000 kr. frá 16.600—45.500 kr. frá 5.100—22.100 kr. frá 17.340—43.000 kr. (Dolby) frá 40.300—72.000 kr. frá 16.000—32.000 kr. Acoustic Research International Hátalarar: AR—5 Sínus wött 20 (lágmark) Tónsvið 7—50000 rið 5 ára ábyrgð Verð: 34.800 kr. Ennfremur aðrir hátalarar frá 10.900- UMBOÐ: .J. P. GUÐJÓNSSON -49.500 kr. 19. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.