Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 22

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 22
HLJÓMTÆKJA- KYNNING VIKUNNAR Umsjón: Edvard Sverrisson Tónlist, sungin eða leikin, er það tungumál, sem allir skilja. Hún lýsir reynslu manna og tilfinningum, gleði þeirra og’ sorg, ást og hatri, skemmtan þeirra og drunga. Hún er þáttur i trú manna og menntun og nátengcf listgreinum eins og ballett, dansi og leiklist. Tónlistin hefúr jafnvel verið notuð sem lækningarmáttur fyrir sérstaka tegund sjúkleika. Hún er útbreiddasta tjáningarform veraldar. Af þessu má sjá mikilvægi tónlistar i lifi mannsins og starfi. En til þess að maðurinn geti notið tónlistarinnar til fullnustu, verða hlustunarskilyrðin að vera góð. I stað lifandi tónlistar, ef svo má að orði komast, hefur komið hljómplatan og segulbandið. Tækni- þróun, fjöldaframleiðsla og fjölmiðlun hins vest- ræna heims, gefur flestum kost á að hlýða á eitt- hvað af hljómplötum eða segulbandi. Hin svokölluðu hljómtæki hafa orðið almenningseign, og tónlist hljómar orðið i hverju horni. Aukið úrval hljómtækja og ört vaxandi tækni i byggingu þeirra, gerir fólki æ erfiðara að gera upp huga sinn i vali þeirra. Þessi fyrsta hljóm- tækjakynning Vikunnar hefur m.a. það markmið að auðvelda valið, i það minnsta að spara hlaupin milli verzlana. Hægt er að kynna sér tækin i stórum dráttum og gera lauslégan samanburð, áður en lagt er af stað til þess að skoða og heyra i þeim. Stereo hljómtækin komu ekki til sögunnar fyrr en á fyrstu árum sjötta áratugarins, þá i sambandi við gerð kvikmynda fyrir breiðtjald. í fyrstu voru stereo upptökur aðeins á segulbandi. Stereo L.P. hljómplötur komu ekki á markað fyrr en 1958. Fyrsta L.P. hljómplatan kom hins vegar á markað 1948. Um 1960 aukast kröfurnar um betri hljómtæki til stereo flutnings til muna, um leið og þau verða almennings eign. Sjöundi ára- tugurinn verður svo samfeld þróun stereo hljóm- tækninnar. Um 1970 kemur ný tækni fram á sjónarsviðið, Quadrophonic, 4ra rása hljóm- tækni. Er þar i raun um að ræða tvöföldun á stereo hljómflutningi. Til þess að geta hlustað á 4ra rása upptöku þarf fjóra hátalara og svo 4ra rása magnara, sem skiptir hljóminum i fjórar rásir, eina fyrir hvern hátalara. Einnig má notast við venjulegan stereo magnara, en þá verður að fá við hann sérstaka viðbót, og næst þá 4ra rása hljómflutningur. Að sjálfsögðu má leika 4ra rása hljómplötu á venjulegum stereo hljómtækjum og fæst oftast með þvi betri hljómur, en af venju- legum stereo hljómplötum. Stereo hljómtækni virkar annars á mjög svipaðan máta og mannseyrað. Eyrun eru tvö og eins eru hátalarnir tveir, svo og eru rásir á stereo plötu tvær. Hljóðið kemur frá hægri, vinstri og fyrir miðju og má þvi segja, að stereo hljóm- flutningur sé þriggja vidda og 4ra rása hljóm- flutningur sex vidda. Þegar kunnáttumenn ræða um hljómtæki og hljómtækni er talað á tæknimáli, sem al- menningur veit oftast litil deili á. Einnig er það ljóst, að ef ýtarlegar upplýsingar ættu að vera með hverju tæki, sem á er minnzt i þessari kynningu, gæti úr orðið heil bók. Þvi hefur það ráð verið tekið að gera nokkurs konar staðal, með eins fáum einingum og mögulegt er. Þær einingar verða svo útskýrðar hér á eftir. Vonandi er, að þessi upplýsingastaðall sé nægilega yfirgrips- mikill til þess að hægt sé að fá nokkra heildar- mynd af viðkomandi tæki og gera litilsháttar samanburð. 1 fyrsta lagi er talað um músik wött. Þar er átt við þann styrk, sem hægt er að fá út úr magnara og inn á hátalara. Þarna þarf áð vera samræmi á milli þannig, að ef magnari er 100 músik wött, þá deilist sú tala með tveimur (við stereo hljóm- flutning), svo styrkur inn á hvern hátalara verður 50 músik wött. Þá þarf hátalalarinn að þola a.m.k. 50 músik wött. 1 öðru lagi er talað um sinus wött eða RMS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.