Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 7

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI GÖSLAÐ í MOLDAREÐJU Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um að ráða þessa drauma fyrir mig. Sá fyrri er þannig: Ég var stödd í stórglæsilegu einbýlishúsi, sem var ævin- týri líkast. Manni datt einna helzt í hug hús flugríkra kvik- myndaleikara og þetta hús átti ég. Ég var stödd í svefn- herberginu og hjá mér var maður, sem ég var trúlofuð. Þessi maður var dökkhæður, fölur (veikindalegur) og ákaflega grannur. Hann hefur að minnsta kosti verið 25 30 árum eldri heldur en ég, en ég var alveg í sjöunda himni yfir því að vera trúlofuð honum og var að spyrja hann, hve- nær við ættum að láta verða af því að gifta okkur. Hann færðist undan, ekki vegna þess, að hann vildi ekki kvæn- ast mér, heldur vegna þess, að honum fannst aldursmunur- inn vera of mikill. Mér leið vel og var ákaflega hamingju- söm í draumnum og á baugfingri bar ég mjög fallegan trú- lofunarhring. (Þetta var sléttur, steinlaus gullhringur). — Draumurinn var lengri, en hitt var ekki í beinu samhengi og hefur þar að auki komið allt fram, svo að ég sleppi því hér. Hinn var svona: Ég var ein á ferð í jeppa og var á leið í tjaldbúðir, sem höfðu verið settar upp í sambandi við einhverja útiskemmt- un. Ég átti ekkert erindi þangað, en eitthvað ómótstæði- legt afl dró mig áfram. Leiðin var öll eintómir óljósir slóðar og ég villtist. En ákafinn var svo mikill að komast á leiðarenda, að ég gaf mér ekki tíma til að snúa við, held- ur hélt áfram yfir vegleysur og að lokum hvolfdi ég bíln- um, sem fór þrjár veltur. Bíllinn hafnaði á hjólunum, stór- skemmdur og ógangfær, og ég brölti út, alveg ómeidd og hrein. Síðan hélt ég áfram gangandi, enda var stutt eftir. Kom ég á miðsvæði tjaldbúðanna og hitti þar strax fyrr- verandi mágkonu mína (ég hef verið skilin að borði og sæng um nokkurra mánaða skeið). Spurði ég hana frétta og hvort einhverjir kunningjar mínir væru þarna. Þá segir hún mér, að maðurinn minn sé staddur þarna og um leið veit ég, hvers vegna ég hef lagt allt þetta erfiði á mig að komast þetta, þ. e. ég verði að hitta einmitt hann. Svo ég spyr hana, hvar hann sé núna. Þá segir hún: „Hann er í tjaldi nokkra tugi kílómetra fyrir utan aðalsvæðið. Hann verður þar áreiðanlega í allan dag, því hann hefur verið í rúminu með nýja viðhaldinu, síðan við komum hingað, en þú getur fengið far með mér í kvöld þangað út eftir.“ Að því búnu fer hún, en ég hugsa með sjálfri mér: „Það síð- asta sem manninn langar til að sjá er áreiðanlega ég. Hann verður auðvitað reiður og bara rífst og skammast og engin leið að tala við hann eitt eða annað.“ Ég er svo þreytt og í svo meyru skapi, að ég væri vís til þess að fara vatna músum. Og í öðru lagi er þetta alltof langt til að ganga og ég fæ ekkert far til baka. I þriðja lagi er kominn rigningar- úði og ég er á nýjum skóm og yfirhafnarlaus og leiðin er moldarslóði Samt get ég ekki beðið, ég verð að fara. Tvisv- ar fékk ég far, hitt gekk ég. Ég öslaði í moldarleðjunni, en skórnir mínir óhreinkuðust ekki og rigningarúðinn hélzt, en ég vöknaði mjög lítið, aðeins svolítið hárið. Þegar ég kom að tjaldinu, sem var stórt (öll tjöld í draumnum voru hvít) kemur hann út á móti mér og byrjar að skamma mig eins og ég vissi og eins og hann gerir alltaf. „Hvað ert þú að gera hér? Þú átt að vera heima. Þú hefur ekkert leyfi til að hendast út um borg og bæ, þótt við búum ekki lengur saman. Það er allt annað mál með mig“ o. s. frv. Allt í einu leið mér mjög illa. É’g hafði þyngsli fyrir brjóstinu og mér fannst ég vera að kafna. Ég hætti að heyra greinilega og mig langaði til að gráta, en gat það ekki. Þó fann ég, að andlitið á mér og vangahárin voru rennblaut af tárum og rigningunni, sem alltaf jókst. Að öðru leyti var ég ekki blaut, en hann reyndi að skýla sér upp við tjaldið, samt vöknaði hann í gegn. Ég er mjög berdreymin og ég hef á tilfinningunni, að eitihvað gerist fljótlega í mínum persónulegu málum inn- an skamms. Þess vegna bíð ég mjög spennt eftir svari, sem ég vonast til að fá fyrr heldur en síðar. Þú þarft ekki að birta draumana frekar en þú vilt, ég ' þekki svarið, ef það er merkt E.S.G. Fyrirfram þökk. E.S.G. Fyrri draumurinn er fyrir nýju ástarsambandi, og er líklega nokkurn veginn berdreymi. Þó teljum við ólíklegt, að maðurinn verði jafnmikið eldri og draumurinn segir til um, þó sennilega talsvert. Síðari draumurinn er líka hag- stæður. Það er jafnan fyrir gæfu að dreyma for, og alveg sérstakiega, ef maður gengur í henni. Maðurinn þinn fyrr- verandi getur ekki leynt afbrýðisemi sinni vegna hinnar nýj'u hamingju þinnar, þvi að honum sjálfum mun ekki ganga eins vel i þeim efnum. Þú verður fyrir óþægindum af hans völdum, en þau verða ekki stórvægileg. ILLA FARINN HRINGUR Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, en fyrst vil ég taka það fram, að ég er trúlofuð og á von á barni eftir um það bil tvo mánuði. Mér fannst ég vera stödd fyrir utan kvikmyndahús. Þá sé ég góðan vin minn standa rétt hjá mér. Ég brosti til hans og reyndi að láta hann taka eftir mér, en hann lét eins og hann hefði aldrei séð mig áður. Ég lét það gott heita og þaut inn í húsið og settist þar við borð hjá systur vinkonu minnar og fór að rabba við hana. Allt í einu segir hún: „Það er nú eitthvað skrítið við þetta.“ Um leið og hún segir þetta horfir hún á höndina á mér. Ég lít líka á hana og sé þá að trúlofunarhringurinn er horfinn. Mér bregður heldur betur, þýt upp ög segist verða að finna hringinn. Ég geng rakleiðis að hengi, sem var þarna, og finn hring- inn í vasa á gainalli, hvítri kápu, sem ég á. Hann er allur svartur líkt og ófægt silfur. Ég tek til við að pússa hring- inn, en þegar ég er nokkurn veginn búin að ná því svarta af, finnst mér hann vera hræðilega rispaður. Allt í einu fannst mér ég vera komin heim til mömmu og var þá verið að halda handavinnusýningu í garðinum hjá henni. Mamma heldur á minni handavinnu og er hún öll nýpressuð og vel útlítandi og efst í bunkanum eru eld- rauðar smábarnabuxur. Ég geng um í garðinum og sé þar mikið af alveg eins púðum, ljósbleikum með kisum saumuðum í. Mér fannst þeir allir vera mjög óhreinir og hugsa með mér að stelp- urnar sem hafi gert þessa púða, hafi ekki þvegið sér um hendurnar áður en þær byrjuðu. Þar endaði draumurinn. Sveitastúlka. Hringmissirinn í draumnum táknar að eitthvað sláist upp á vinskapinn hjá þér og einhverjum vina þinna. En þú getur verið alveg róleg, því að sökin er að litlu leyti þín og þú heldur áfram sambandi við þennan vin, þótt það verði ekki eins náið og áður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.