Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 10

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 10
14. apríl 1912 fórst Titanic. Þegar þa3 lét úr höfn í Southamton skrifaði blaðamaður í Daily Echo: „Ekki einu sinni guð getur látið skipið sökkva". Þessum óvenjulega atburði er lýst býsna nákvaem- lega í bók, sem kom út fyrir aldamótin. bakinu, beygði fæturna og rétti annan handlegginn upp fyrir höfuð. Þegar hún vaknaði af transinum sagðist hún ekki muna neitt, en var í miklu uppnámi. Konan á myndinni hafði átt gleraugun og hún hafði framið sjálfsmorð mán- uði fyrr með því að kasta sér út um glugga á fimmtu hæð. Hún féll niður á svalir á ann- arri hæð og þar lá lík hennar í sömu stellingum og ,,hin sjá- andi“ hafði gert í transinum. í annarri tilraun var henni fengið lokað umslag. Hún snerti umslagið og féll í trans. —- Mér finnst þetta vera pappír, sem farið hefur í gegn- um hendurnar á mörgum áður en hann lenti hér. Ég verð að hlaupa á eftir hestinum . . . ég heyri lúðraþyt. Guð minn góð- ur, það er hergöngulag. Ég er að springa af mæði. Ég sé rauða flekki, þeir eru á litinn eins og valmúi en það er ekki valmúi, það er fólk. Ég held að þeir séu langt að komnir. í umslaginu var bréf, sem ítalska frelsishetjan, Guiseppe Garibaldi, hafði skrifað 1861 þegar hann fór með ,.rauð- st.akkana“ sína frá Genóvu til Sikileyjar. Luisu var fengið annað lok- að umslag og hún byrjaði strax að tala. — Þvílíkt myrkur, sagði hún hrædd. — Mér finnst ég vera ofan í brunni, ef til vill er það ekki brunnur heldur stór, dimmur gangur. Mig verkjar í húðina, mig svimar, ég kemst ekki niður, ég næ ekki til botns . . . Ég er komin hálfa leið niður og hér er dimmur, kald- ur salur . . . ég sé mörg höfuð, sem beygja sig eins og þau séu að leita einhvers . . . Mig svim- ar, mér er kalt, mjög kalt, ég er hrædd um að allt detti of- an á mig, ég óttast að ég lok- ist hér inni. í umslaginu var klæðisbútur sem fannst í flaki amerískrar flugvélar, sem skotin var niður yfir Friuli í stríðinu og hrap- aði niður í fljót. Þannig er unnt að halda áfram í það óendanlega. Alls konar ólík fyrirbæri hafa ver- ið rannsökuð. Það eina, sem alltaf er sameiginlegt er „vitn- ið“, hlutur sem gefur mögu- leika á því að snerta eitthvað sem stendur í beinu eða óbeinu sambandi við atburðinn. 24. febrúar 1970 var gerð merkileg tilraun á frú Avalle. Hún var látin halda á segul- bandsspólu. Hún hóf að segja frá mörgu fólki, sem talaði saman. Allt í einu hætti hún og virtist hrædd. — Mér finnst ég óörugg eins og ég sé skip í ólgusjó. Ég sé blaktandi fána, en það eru engir sjómenn á þilfarinu. Það er ekki ólíkt því að ég sé i Feneyjum. Land, vatn. Þetta virðist vera upp- haf mikilvægrar ferðar. Já, nú veit ég hvað það er, tunglskot. Vísindamennirnir litu undr- andi hver á annan. Á spólunni voru telexskeyti frá því, þeg- ar Apollo 13. var skotið frá Kennedyhöfða, en geimskot- pallurinn er staðsettur úti í sjónum. Hann olli dauða skordýrsins. Annars konar rannsóknir, kallaðar „bókapróf11, sýna hæfni sumra „sjáenda" til þess að lesa án þess einu sinni að fá að vita heiti bókarinnar. Slíkar tilraunir voru gerðar þegar í upphafi síðustu aldar þegar þekktur leikari, Aléxis Didier, las heila kafla úr bók, einungis með því að snerta spjöldin. í byrjun þessarar ald- ar las ameríska konan Madame Leonard utan að úr bókum með því einu að taka á kistunni, sem þær voru geymdar í. Svo virðist að doktor Gust- avo Adolfo Rol hafi hæfileika til þess að ráða við enn erfið- ari þrautir, en hann er mjög upptekinn maður og hefur and- úð á því að vekja athygli auk þess sem hann sýnir hæfileika sína aðeins nánum vinum. Einn þessara vina hans er Federico Fellini, sem metur hann mik- ils. Fellini segist svo frá: Dag einn vorum við í almennings- garði. Nokkur skref frá okkur sat barnfóstra við hliðina á barnavagni. Allt í einu kom fljúgandi skordýr, sem gerði sig líklegt til að stinga barnið. Barnfóstran var að lesa í blaði og tók ekki eftir neinu. Rol vinur minn hló hátt og lyfti annarri hendinni. Skordýrið féll samstundis dautt niður. En allt þetta er barnaleikur miðað við hæfnina til þess að sjá inn í framtíðina. Jafnvel þótt það hafi gerzt á ótrúlegan hátt hafa hinir „sjáandi" fram til þessa aðeins sýnt fram á, að þeir geti séð fortíðina og nú- líðina, en ef þeim tekst að sjá inn í framtíðina, er lögmál hennar brotið. Hinir „sjáandi“ þekkja ekki bara það sem er og hefur verið, heldur líka það sem verður. Þtta veldur ótta. Rökhugsun okkar gerir uppreisn og heim- ild okkar til þess að velja milli góðs og ills er kippt burtu. Sál- fræðingurinn Arthur Koestler sagði eftirfarandi á alþjóðlegri ráðstefnu í Amsterdam: Ein- staklingar, sem sjá inn í fram- tíðina ógilda hin sígildu hug- tök „fyrir“ og „eftir“ og um leið rofnar sambandið milli or- sakar og afleiðingar, en er ekki staðreyndin sú varðandi öll yf- irnáttúrleg fyrirbæri, að af- Framhald á bls. 43. Það er athyglisvert, að nær allir „sjáendur", sem framkvæmt hafa sjúkdómsgreiningar, halda annarri hendi framan við líkama sjúklings- ins og hinni fyrir aftan. Hendurnar eru þá ekki ósvipaðar speglum, sem spegla ósýnilega geisla. En „sjáendurnir" virðast vera næmari en röntgentæki. 10 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.