Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 8

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 8
HINAR DULARFULLU GAIIIR MANNSHUGANS T þessari grein eru rakin mörg dæmi þess ótrúlega hæfileika að geta „séS“ það, sem öðrum er hulið. Hliðið að sjúkrahúsi Milano opnaðist og út kom piltur með innfallið andlit. Hann gekk óöruggum skrefum og riðaði í spori. Þetta var í júlímánuði 1948 og borgin var böðuð í sólskini. Pilturinn nam staðar iikt og hann þyldi ekki sterkt sólarljósið. Maður og kona studdu hann varfærnislega, það var það eina, sem þau gátu gert fyrir son sinn, sem þau fylgdu nú heim. Þá um morg- uninn hafði prófessorinn tekið þau á eintal og sagt þeim að engin von væri um björgun. — Það er illkynja æxli í beini, sagði hann lágt. — Við getum ekki gert neitt fyrir hann. Þið verðið að horfast í augu við það að hann mun deyja. Þetta snerti foreldrana svo illa að prófessorinn sleit við- talinu, fyrr en hann hafði ætl- að sér. Sögu þessa sautján ára pilts, Erminio B., sem bjó í Cini- setto Balsamo, virtist vera að ljúka. Hvernig sem foreldrar hans reyndu, sáu þeir enga leið. Þýðingarlaust yrði að gráta, þýðingarlaust yrði að reyna að láta líta út eins og allt væri í himnalagi. Var ekki allt þýðingarlaust? Kvöld eitt kom nágrannakona þeirra í heimsókn. Hún sagði þeim frá bóndakonu, sem byggi yfir óvenjulegum hæfileika. — Hún heitir Pasqualina Pezzola, sagði hún, og býr í Portocivitanova. Þið þurfið ekki að taka drenginn með ykkur, það er nóg fyrir ykkur að fara sjálf til hennar. Hún sér hið illa langt að. Ef til vill getur hún læknað hann. Konan kvað sjúkdóms- greininguna ranga. Foreldrar Erminios fóru sama kvöld til Portocivitanova. Daginn eftir tók frú Pezzola á móti þeim. Hún var þrekvax- in kona á fimmtugsaldri, móð- Aðfararnótt 14. apríl 1912 rakst stærsta skip veraldar, Titanic, á ísjaka og sökk ó fáeinum klukku- stundum. Fjórtón órum áður en slysiS varS, lýsti AmeríkumaSur nokkur því í smóatriSum. ir þriggja barna. Á meðan samtalið fór fram var eins og hún félli skyndilega í svefn. Síðan stífnuðu fætur hennar og armar, en slaknaði á líkam- anum líkt og hún sæti í ruggu- stól. Að nokkrum mínútum liðnum varð konan eðlileg aft- ur og opnaði augun. — Það er ekkert krabba- meinsæxli, sagði hún rólega. — Drengurinn er alls ekki í lífs- hættu. Þetta reyndist rétt. Erminio þjáðist ekki af æxlismyndun. Rannsóknir, sem framkvæmdar voru nokkrum árum seinna, sýndu fram á að fyrri sjúk- dómsgreining var ekki rétt. Það er í sjálfu sér ekki svo merki- legt, því að vitaskuld geta læknum orðið á mistök og ekki sízt þegar um er að ræða vanda eins og staðsetningu krabba- meins. Hins vegar er það und- arlegt, að venjuleg kona sjái úr fimm hundruð kílómetra fjarlægð það sem sérfræðing- um yfirsést og það einfaldlega með því að rugga sér á stól. Doktor Piero Cassoli var spurður hvað halda ætti um fyrirbæri eins og Pasqualinu Pezzola, sem er aðeins ein þeirra þúsunda, sem gert geta sjúkdómsgreiningu á yfimátt- úrlegan hátt. — Þessi fyrirbrigði hafa ver- ið rannsökuð undir ströngu eftirliti, sem útilokar allt fúsk. Sjálfur rannsakaði ég frú Pez- zola og álít, að hæfileikar hennar séu mjög athyglisverð- ir. Halda má fram þeirri kenn- ingu, að um skyggni sé að ræða. ,,Sjáandinn“ kemst í beint samband við sjúklinginn og sér hann ekki ósvipað því sem röntgentæki gerir. Það er athyglisvert að nær allir slíkir ,,sjáendur“, sem framkvæmt hafa sjúkdómsgreiningar, halda annarri hendinni framan við líkama sjúklingsins og hinni fyrir aftan. Hendurnar eru þá ekki ósvipaðar speglum, sem spegla ósýnilega geisla. En „sjáendurnir“ virðast vera næmari en röntgentæki. Þeir virðast ná sambandinu með hjálp fjarskynjunar. Það er mjög líklegt, að í heilaberkin- um sé staðsett miðstöð, sem fái upplýsingar um starfsemi allra heilafrumanna. Við skul- um ímynda okkur ljósatöflu, þar sem milljónir ljósa ýmist kvikna eða slokkna. Slík ljósa- tafla gæti svarað til þessa hluta heilans. „Sjáandinn" kemst í samband við þennan hluta og nær þaðan öllum mikilvægum upplýsingum og heppnast jafn- vel líka að meta þær eftir við- bragðsreglum stöðvarinnar. Þetta er skemmtileg kenning og alls ekki svo ótrúleg. En hvað meira? Enn vitum við ekki hvernig og við fáum senni- lega aldrei að vita hvers vegna. Við rannsóknir sem þessar kemur það alltaf öðru hverju upp í hugann, að manninum takist aldrei að komast að hinu sanna. „Hin sjáandi" sá liúsvörðinn í skurðinum. Það verður að viðurkennast að hvaða yfirnáttúrulegt fyrir- bæri sem er, sýnir okkur fram á hve takmörkuð þekk- ing okkar er á þessu sviði. Jafnvel hæfni til þess að sjá inn í framtíðina er okkur óskiljanleg og aldalangar rann- sóknir á henni hafa ekki veitt okkur neitt svar. 8 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.