Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 6

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 6
SÍÐAN SÍÐAST GULA HÖNDIN Það vakti mikla athygli, þegar þessi gula hönd kom upp úr moldinni á Norður-Mæri í Noregi í fyrra. Gulræt- ur geta sannarlega verið með ýmsu móti í laginu, en þessi hlýtur að telj- ast óvenjulega dularfull. Leandro Aconcha er sex ára og nýj- asta undrabarnið í heimi sígildrar tón- listar. Hann leikur á píanó og hefur haldið hljómleika fyrir fullu húsi í fimm heimsborgum: Milanó, París, Frankfurt, Rio de Janero og Buenos Aires. Báðir foreldrar hans eru hljóð- færaleikarar. Fyrir rúmu ári tóku þau eftir óvenjulegum tónlistargáfum hjá syninum og síðan hafa þau kennt hon- um og látið hann æfa sig fjóra tíma á dag. Það er sögð skrítin sjón að sjá snáðann sitja aleinan við stóran flygil- inn á sviðinu. Hann er þegar talinn í hópi beztu píanóleikara heims. Sér- staklega þykir túlkun hans á Bach ógleymanleg. AUMINGJA EMANÚEL Það er aldrei gott að fótbrotna, allra sízt þegar maður er froskur. En eig- andi hans var ung og umhyggjusöm stúlka, Janica frá Nottingham í Eng- landi, og hún fór með hann til dýra- læknis. Emanúel, en það heitir frosk- urinn, var settur í gips, og læknirinn sagði, að honum mætti alls ekki verða kalt. Nú fær hann að liggja í rúminu hennar Janicu og nýtur góðs af hita- pokanum hennar. STEFNT FYRIR MÓÐGUN Maxine Cheshire, kunn blaðakona við Washington Post, hefur stefnt Frank Sinatra fyrir munnleg og' móðgandi ummæli á opinberum vettvangi. Þetta gerðist á dansleik, sem haldinn var í tilefni af endurkosningu Nixons for- seta. Sagt er, að Frank Sinatra hafi lagt hana í einelti allt kvöldið og ausið yfir hana skömmum og svívirðingum. NY FRÚ KRAG Margir höfðu samúð með Jens Ottó Krag, fyrrum forsætisráðherra Dana, þegar í ljós kom, að hjónaband hans og leikkonunnar frægu, Helle Virkner, hafði lengi verið í molum. Nú er kom- ið í ljós, að Krag átti sjálfur drjúgan þátt í því. Hann ætlar að kvænast aft- ur, strax og gengið hefur verið endan- lega frá skilnaði hans og Helle. Hin nýja frú Krag heitir Birthe Olufsen, og þau Jens Ottó hafa þekkzt um fimm ára skeið, en tekizt að halda sambandinu kyrfilega leyndu. Birthe hefur að atvinnu að semja auglýsinga- texta. Hún hefur m. a. samið slagorð fyrir sósíaldemókrataflokkinn í kosn- ingum, og þannig kynntist hún for- sætisráðherranum. HAFÐI DÖTTUR SÍNA HLEKKJAÐA [ SEX ÁR í sex ár bjó Dominica Palange frá Ischia á Italíu, sem nú er fjórtán ára, í herberginu sínu eins og fangi í klefa. Faðir hennar ók henni í skólann á morgnana og sótti hana síðdegis. Þeg- ar hún kom heim, var hún hlekkjuð við rúmið sitt með fótjárni. Fyrir sex árum fór móðir hennar að heiman. Hún gat ekki afborið lengur skapofsa eiginmanns síns. Síðan vakt- aði Petro Palange dóttur sína. Hún mátti ekki tala við neinn, hún mátti ekki vera með skólafélögum sínum, og hún mátti aldrei fara út. Hún sat ein í herberginu sínu og las lexíurnar sínar. Dominica var hrædd við föður sinn. Hún þorði því ekki að segja neinum, að hún væri fangi á heimili sínu. Föðurbróðir hennar vissi um það, en hann óttaðist líka skapofsa bróður síns og þagði því. Hinn grimmi faðir var afhjúpaður, þegar nákominn ættingi kom inn í herbergi stúlkunnar og sá hvers kyns var. Hann leysti hlekkina á augabragði og gekk að því búnu beint á fund lög- reglunnar. Petro var handtekinn sam- dægurs. Dominica hefur nú verið sett á barnaheimili, þar sem hún fær í fyrsta skipti að umgangast jafnaldra sína. Nú er það Petro, sem býr í fanga- klefa — þó ekki hlekkjaður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.