Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 41

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 41
fram, að þar hefðu hagsmunir engu um ráðiö heldur löngun til aö hefna sin fyrir að hafa ekki verið gerður rannsóknastjóri, enda þótt hann hefði átt upptökin að uppfinningunni. — Hann kann nú að hafa verið frá sér af hefndarþorsta, en ekki hefur hann nú samt drepið hendi við peningunum. — Nei, svaraði Verrell dræmt en það er nú auðvelt að fyrirlita peninga i orði kveðnu, en jafnerfitt að fyrirlita peninga, sem að manni eru réttir. En ég held, að hann hafi sagt satt um tilgang sinn. Ég held lika, að hann hafi sagt satt, þegar hann sagðist hafa reynt að ná i alla upp- skriftina, svo að hann gæti selt hana eins og hún lagði sig til keppinautar fyrirtækisins, og þannig hindrað, að hans eigið fyrirtæki fengi allsherjar-einka- leyfi á henni. Hnn játaði, að hann kynni á læsinguna i forstjóra- skrifstofunni frá þvi að hann hafði veriö settur forstjóri um stundar- sakir. Hann segir, að hann hafi verið búinn að opna skápinn og var að blaða i skjölunum þegar Mathews kom allt i einu inn og stóð hann að verki. Og i stað þess að kalla á lögregluna sagöi Mathews að gera ekki svona vitleysu oftar, og lét hann svo fara. — Það er trúlega saga eða hitt þó heldur. — bað er hún . . .nema þú gætir látið þér detta i hug, að Mathews hafi viljað eiga sér mann til að kenna um það, sem hann ætlaði sjálfur að gera. — Hversvegna það? — Til þess að verða fyrir skellinum, ef eitthvað skyldi fréttast um söluna — sem Mathews hafi ætlað að fremja sjálfur. Ef maöur er gripinn i þvi að reyna að stela einhverju, en sleppt áöur en hann hefur lokið þvi, og svo er sama hlutnum stolið seinna, hvað liggur þá beinast við að halda? — Að þjófnum hafi tekizt betur i seinna skiptið. — Einmitt. Og segi Atkins satt, þá er ekki önnur skýring á framkomu Mathews. Og þess- vegna var það sem ég dirfðist . . .Verrell hló . . .dirfðist að gleyma fyrirskipununum þinum og lita þar inn. Writht lét vindlingsstúfinn sinn detta til jaröar og steig á hann með hælnum. Hann neri augun og andvarpaði siðan mæðilega. — Og hvað fannstu svo? — Aö þarna sváfu tveir menn i húsinu en ekki einn. — Hver var hinn maðurinn? — Georg Leber . . .meö þýzkt vegabréf. — Fræddistu nokkuð fleira um hann? — Ég fann i vasa hans tóman vaskaskinnspoka, eins og oft eru notaðir utan um demanta. Ég var þá þegar búinn að sjá járnskáp i veggnum, svo að mér datt i hug, aö það gæti borgað sig að lita inn i hann. — Guð minn góður. æpti Wright. — Þú ert hreinasti stjórn- leysingi. — Það var hreint enginn barnaleikur að komast i skápinn. — Slepptu allri lýsingu á þvi, hvernig þú fórst að þvi. — Þú ert ekkert listrænn, tautaði Verrell. — I skápnum voru sex demantar. Fimm þeirra góðir, en sá sjötti alveg framúrskarandi og áreiðanlega meira en tuttugu þúsund punda virði á réttum markaði. Wright blistraði i hljóði. Hann horfði á lögreglumannahópinn sem snöggvast, gekk siðan tiL þeirra og Verrell á eftir. Yfir- fulltrúinn var eitthvað að tala við liðþjálfa, en Wright var ófeiminn að ónáða þá. — Hafiö þið fundið járnskápinn? spurði hann. Fulltrúinn virtist hissa. — Einn af drengjunum fann einhverja hurð, sem hann heldur að sé veggskápur. — Hann er enná sinum stað, þvi að hann er þvi sem næst rauðglóandi. — Náið þiö i hann, hvar sem hann er. — Ég er hræddur um, að það sé ekki hægt enn. —-Ekkert slúður. Náið þiö strax i hann. — Já, herra, svaraði fulltrúinn dræmt, þvi að hann reiddist þessari ókurteisi, er hann var ávarpaður eins og nýliði i reynslutima. Hann skipaði snöggt fyrir, og vakti þannig reiði liöþjálfans. Nú voru slökkviliðsmennirnir kallaöir til hjálpar og þeir létu vatnsbunu ganga á skápnum, þangað til hann var orðinn nægilega káldur. Tveir lögregluþjónar bisuðu við þetta, snöggklæddir og með uppbrettar ermar og tókst loks að ná skápnum úti garðinn. Georg lagðist á hnén við skápinn og reyndi við læsinguna, en vitanlega án alls árangurs. — Ef þér viljið láta opna skápinn . . . .sagði fulltrúinn. — Vitanlega vil ég láta opna hann, hvæsti Wright. Haldið þér, að ég ætli að standa hér i allan dag, bara til þess að glápa á hann? Fulltúinn stillti sig eftir föngum. — Það sem ég átti við var, að ef þér viljið láta opna hann verðum við að ná i fagmanninn, sem hjálpar okkur venjulega, og segja honum, hvaöa tegund þetta er. — Gerið þér það þá. Verrell sagði, rólega: — Gæti það ekki verið ómaksins vert að reyna eina eða tvær tölur á læsingunni, og sjá, hvort ekki er hægt að opna hann núna, og spara þannig tima og fyrirhöfn? Fulltrúinn setti upp meöaumkunarsvip. — Ég er hræddur um, að það sé álika vonlaust og að vinna alla stóru vinningana. Þarna eru sex skifur, svo að talnafjöldinn er bókstaflega óendanlegur. — Nei, mér datt þetta bara svona i hug. — Ég sé, að þér þekkið ekki mikið á járnskápa. Georg fór aö hlæja, en neyddist til að snúa hlátrinum upp i hósta- kast. Jafnvel Wright varð að hugsa sig ofurlitið um, áður en hannsagði viðVerrell: — Hvaða tölur ætlaöirðu að reyna? Voru þaö einhverjar sérstakar? Verrell svaraði vingjarnlega: — Þú veizt hvernig þetta er — fólk er alltaf að velja einhverjar sérstakar uppáhaldstölur. Mér datt rétt svona i hug, hvort 763421 hefði nokkra sérstaka þýðingu fyrir Mathews. — Þér haldið kannski, að það hafi verið happanúmerið hans? spurði fulltrúinn, eins hæðnislega og hann þoröi. — Hver veit? — Haldið þér ekki . . .svona i alvöru talað . . . — Reynið þið það. hvæsti Wright. — — Já, en, hr. Wright, ef ég . . . — Reynið þér númerið. Fulltrúinn tautaði eitthvað með sjálfum sér, sem hann gætti þó vandlega að ekki heyrðist, siðan lagðist hann á hnén við skápinn VIÐAR-ÞILJUR í miklu úrvali(panel-borð og plötur) Einnig nýkomið IDULUX loft og veggplötur, 50x50 cm. MADISON-harðplastplötur HARÐVIÐARSALAN S/F Grensásvegi 5 — siqiar 85005 og 85006 19. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.