Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 38

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 38
tók ég að ráða það við mig, hvort ég ætti að henda múrsteini inn um búöargluggann hjá Mantaris, eða fara i barinn hans Crotty. Það siðarnefnda varð ofan á. Ég flýtti mér, þvi að ég þekkti sigarettu- stelpuna þar og hún væri kannski tilleiðanleg til að taka sér fri- kvöld. Hún skrikti venjulega, svo að hvein í, en allt er betra en ekki neitt. Fjandinn hirði hana Angelu ekkju! ALICE COOPER Framhald af bls. 15. stúdíósins þar sem hljómsveitin hafði verið að vinna að upptöku. Nilsson, Bolan og Donovan buðu með sér Keith Moon, trommu- leikara Who, og Ric Grech. Siðan var jammað og drukkið i stúdlóinu I næstum sólarhring. Árangurinn varð með ein- dæmum. Næstum tólf ný Cooper lög urðu til, þ.á.m. „Billion Dollar Babies”,' þar sem Cooper og Donovan sungu dúet, ,,No More Mr. Nice Guy, Raped and Freezing, Hope I Die In My Slick Black Limousine, I love The Dead, Sick Things og Unfinished Sweet.” I restina, þegar þeir hljóðrituöu „Sick Things”, kom hundur inn I stúdióið og skeit á gólfið. Keith Moon var siðan dreginn burtu, dauður af koniaks- drykkju. 1 Parls. Ef móttökur hljómsveitarinnar I Glasgow og London höfðu að ein- hverju leyti ruglað þá félaga i riminu, þá hljóta móttökurnar i borg gleðinnar, Paris, að hafa gert þá alvitlausa. Það varð upp- selt á einu hljómleikana svo að segja strax. Hljómleikahöllin tók um sex þúsund manns. Það varö þvi að bæta við einum hljóm- leikum I viðbót, þvi aðdáendur hljómsveitarinnar hótuðu að gera uppsteit og læti, ef ekki yrðu haldnir aðrir hljómleikar. Vett- vangurinn var hið fræga Olympialeikhús, virtasta og virðulegasta hús borgarinnar. Tólf þúsund manns sáu þá tvo hljómleika, sem þar voru haldnir. Móttökurnar og lætin voru meö svipuðum hætti og i Glasgow, sem jafnaðist þó ekki á við þær, sem hljómsveitin fékk eftir hljóm- leikana. Góður vinur Alice Cooper, Omar Sharif, hélt partý fyrir liðið I einu vinsælasta og flottasta diskóteki Parisar- borgar. Þar var samankomið allt viröulegasta samkvæmisfólk Parisar, til að bjóða Alice vel- kominn. Barónar og barónessur sameinuðust glitrandi súper- stjörnum meginlandsins yfir glasi af kampavinu. Prinsessur spörkuðu af sér skónum og dönsuðu berfættar við undirleik Alice Cooper. Þegar svo Alice Cooper kvaddi Paris og lagði upp i hljómleika- ferðalag til Rotterdam, Amsterdam og um Þýzkaland, til Kaupmannahafnar, Sviss og svo iokum London, varð það lýðum ljóst, að engin amerisk hljóm- sveit önnur, hafði valdið jafn miklum æsingi og spenningi i Evrópu, siðan sögur hófust. í LEIT AÐ SPARIGRÍS Framhald af bls. 21. — Jæja þá, sagði drengurinn. — En pabbi .... hvað með Rocket? — Æ, æ, sagði faðir hans. — Ég skal sýna yður svolitið, sagði Mike Mizer við Dorindu og hún fylgdi honum eftir gegnum húsið út á veröndina. — Þarna sjáið þér, það sem við köllum heima-kviar, og þarna er Rocket. Sjáið þér hann? — Eigið þér við nautið? spurði Dorinda og bar hönd fyrir auga. — Það er bóndi, sem ætlar að kaupa hann. Hann verður sóttur á morgun. En eins og er, íungfrú Bowie, getur enginn komizt gegnum heimakviarnar. — Ég skil yður liklega ekki fuil- komlega, sagði Dorinda og það heyrðist á rödd hennar að hún varð ergileg. — Hvað kemur það nautinu við . . .? — Sjáið þér klettana þarna hinum megin við kvina? Sjáið þér ekki hve fjallshliðin er brött? Og sjáið þér skuggann þarna, svolitið til vinstri? Það er hellirinn, sem Tony notar fyrir leikföngin sin, einkahellir hans. - Ó? — Og þar er sparigrisinn hans. Er það ekki rétt, Tony? — Jú, pabbi. — Þér sjáið þá sjálf, að við getum ekki náð i hann fyrr en á morgun, eða snemma i fyrra- málið. — Það er of seint, sagði Dorinda og flauelsmýktin var algerlega horfin úr rödd hennar. En á næsta augnabliki varð hún aftur smeðjuieg. — En getur Tony ekki klifrað niður ofan frá, svo nautið nái ekki til hans? — Það efast ég um. Mike hristi höfuöið. — Það er nógu erfitt að klifra niður á þann hátt, þótt Rocket hefði alls ekki verið þarna. — En það hlýtur að vera ein- hver leið . . . .sagöi hún örvæntingarfull. — Ja . . . .sagði Mike og dró seiminn. — Þegar vinnu- mennirnir eru búnir að gera við hliöið, getum við rekið Rocket inn i hina kvlna. — Getið þið það? Ó, ætlið þér þá aö gera það fyrir mig? — Þegar konur eiga i hlut, geri ég alltaf mitt bezta, sagði Mike Mizer stimamjúkur. — En komið nú inn og fáið yður kaffisopa, meðan við biðum. — Hve langt verður þangað til ég get fengið grisinn? — Það verður nokkuð fljótlega, sagði hann. — Það er svalara inni i húsinu. — Þér eruð svo vingjarnlegur og hjálplegur, sagði Dorinda og fór með honum inn i húsið, en Tony hljóp yfir hlaðiö I áttina til útihúsanna. Harry hafði haldið hámarks- hraða og klukkan var ekki einu sinni orðinn hálfeitt,' þegar þau komu að stóru hliði, sem merkt var tveim stórum M-um. Nokkrir menn voru þarna. Þeir höfðu lyft hliðinu af hjörum og hölluðu sér upp að girðingunni. Mjór skurður innan við hliðið blasti við og virtist óyfirstiganlegur. Harry kallaði út um bil- gluggann og einn mannanna kom til hans. — Býr Mike Mizer hér? spurði Harry. — Já, það er rétt. Maðurinn brosti. — Getum við komizt áfram? Maðurinn brosti aftur, yppti öxlum og kallaði eitthvað. Tveir mannanna settu planka yfir skurðinn og Harry ók varlega yfir þessa frumstæðu brú. Þau voru nú komin á einkaveg, sem hlykkjaðist niður á við að dal- verpi, sem var eins og banani I laginu og snyrtilega hólfaður með hvitum girðingum. Fljótlega komu þau auga á brúna, lágreista húsið. Þau sáu glæsilegan, bláan bll i skugga eukalyptusgerðisins, og mann bak við stýrið. Hann var meö flókahatt á höfði. Svo komu þau auga á litinn dreng i gallabuxum, sem var á hlaupum. Hanb nam staðar og starði á þau. Harry stýrði að vegbrúninni og nam staðar. Jean opnaði dyrnar og hljóp til drengsins, sem gekk til móts við hana, mjög forvitnis- legur. — Góðan dag, sagði Jean. — Þú ert drengurinn, sem keypti gula grisinn. Ég heiti Jean Cuncliffe. Þaö var ég sem seldi þér hann. — Góðan dag, sagði drengurinn. En svo var eins og þeim yrði öllum orðfátt, þarna i sólskininu. í skugganum við gerðið smeygði litli maðurinn sér út úr bláa bilnum og skautzt inn I húsið. — Jæja, við erum þá komin hingað, sagði Jean, blátt áfram, — og við erum búin að finna þig. Ég þori að veðja um það, að ein- hver er búinn að fala af þér grisinn. Það er einmitt hann, sem við ætlum að ná I. Litli drengurinn sagði: — Við pabbi lofuðum henni að láta hana hafa grisinn. — Er hún búin að brjóta hann? spurði Jean ákaft. — Nei, hún er ekki búin að fá hann ennþá, svaraði Tony. (Var einhver broddur af meinfýsi I málrómi drengsins?) — Þvi að hann er i hellinum minum. Og hann sagði þeim hvernig málum væri háttað. Hann benti. Þau sáu kvlna og nautið, sem baulaði og hnikti til höfðinu. — Jæja, svo grisinn er I hellinum þinum, sagði Harry hugsandi. — En er ekki hægt að klifra niður i hellinn ofan frá? Hefirðu nokkurn tima reynt að komast þeim megin að hellinum? Nei. Pabbi vill ekki gefa mér leyfi til þess. Hann segir að það sé hættulegt. — Ég held ég reyni nú sámt, sagði Harry. — Þótt ég sé nú fremur klunnalegur og langt frá þvi að vera Iþróttastjarna. — 0, Harry! Jean virti fyrir sér nautið, sem var siður en svo árennilegt. — Það koma oft fyrir atvik I lifinu, sem ekki bjóða upp á neitt val, sagði Harry hressilega. — Segðu mér eitt, Tony, hvernig kemst maður upp á brúnina? Það er vonandi hægt? Hann varð að komast inn I hellinn ofan frá, því að hóllmn allur var innan girðingárinnar, þar sem nautið var að rótast. — Jú, það er hægt, sagði Tony og horfði með aðdáun á Harry. — Það er ekki svo bratt hinum megin. — Allt i lagi, sagði Harry. — Nú fer ég og stel gula sparigrlsnum. En ekki frá þér, Tony. Þvi að þú gafst ókunnu konunni grisinn. Þú varst búinn að lofa henni að láta hann hafa hann, svo að nú er hann raunar hennar eign. Skilurðu hvað ég á við? — Já, ég skil. Augu drengsins ljómuðu. — Það er ágætt. Og við vitum lika að hún hefir ekki beint áhuga á grisnum sjálfum. Hún vill aðeins ná i það, sem er innan i honum. En þaö, sem er innan i honum er eign Harrys Fairchild. Og Harry Fairchild, það er ég. — Harry,efþú hrapar. . . .Jean leið ekki vel. — Þessi hugsun hefir nú hvarflað að mér, sagði Harry. — Og þetta illyrmiminnir ekki mikið á Ferdinand, sem elskaði blómin. — Hann getur tekið þig á hornin og fleygt þér hátt til lofts, sagöi drengurinn glaðlega, rétt eins og það gæti orðiö skemmtilegt spaug. — Þaö efast ég ekki um. En ef ég skildi nú ekki hrapa. — Nei, þá gerir hann ekki neitt, sagði drengurinn alvarlega. — Jean........Hann greip um arm hennar og þrýsti hann fast. 38 VtKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.