Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 21

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 21
vera kaffi, eða glas af sherry? Meðan hann var aö daðra við þá hugsun að bjóða henni til hádegis- verðar, hlustaði hann, hálf viöutan, á orðaflauminn. — Ég hefi lengi veriö aö leita yöar, herra Mizer, sagöi hún. — Munið þér ekki að þér keyptuð sparigrls úr leir i gjafabúöinni á flugvellinum i Los Angeles? Handa þessum unga manni, býst ég við. Dorinda sendi Tony eitt af sinum töfrandi brosum. — Jú, þér hafið rétt að mæla .... — Eigiö þér grisinn ennþá? — Hvað segir þú, Tony? Litli drengurinn sagði: — Jú, ég á hann ennþá. — En hvaö þaö er heppilegt, stundi hún. — Ég gerði nefnilega slæma skissu. Sjáiö þið til, ég keypti lika sparigris sama kvöldið. — Ég sá yður ekki. Mike hugsaði, að hann myndi ábyggi- lega muna eftir þvi, ef hann heföi séð hana, hefði örugglega ekki getað gleymt þvi, en þaö ætti hann liklega ekki að segja upp- hátt, til þess voru kynni þeirra of stutt. — Ég sá hana, sagði Tony. — Jæja, gerðiröu það? kurraöi Dorinda. — Já, sagði Tony, stuttur i spuna. (Já, hann mundi eftir henni, vegna þess að hún hafði skammað hann. Og það var ekki honum aö kenna. Það var hún, sem næstum þvi var búin að fella hann.) — Sjáið þér til, sagði Dorinda og sneri fögru andlitinu að manninum, — ég keypti nefnilega sparigris handa litilli frænku minni I afmælisgjöf. Og ég stakk i hann hálsfesti, sem ég hafði erft eftir móöur mina. Hún myndi þá finna þennan skartgrip, þegar hún bryti grisinn, til að aðgæta hve mikið væri i honum og yröi furöu lostin ... . .Dorinda rétti úr Sér. — En stelpuftflið, sem var i búðinni setti annan grls i pakkann. — Já, nú skil ég þetta, upgfrú Bowie. Þér eigið viö aö þessi skartgripur sé I grisnum, sem Tony fékk? Er það ekki rétt? — Jú. — Nei, það er ekki i honum, sagði Tony. — Biddu andartak, sagöi faðir hans. — Hvernig veiztu þaö? — Það er ekkert sem hringlar i honum, sagöi drengurinn. — 0, en ég . . . .festin hlýtir aö vera þar! sagði Dorinda. — Það ætti ekki aö gera neitt til að athuga þaö, sagöi faðir drengsins vingjarnlega. — Heyriö mig, ungfrú Bowie, — má ég ekki bjóða yöur kaffisopa? — Þúsund þakkir, það vil ég gjarnan. Hún tók snæri utan af litlum pappakassa og opnaöi hann. — En helduröu ekki að ég gæti fengið grisinn núna, drengur minn? Ég kom með annan gris handa þér. (Hún talaði eins og Tony væri aöeins þriggja ára). Svo sendi Dorinda föður drengsins töfrandi bros. — En hve þér hafið búiö vel um yður, sagði hún. — Þér lofið mér svo kannske að lita I kringum mig á eftir, meðan Tony sækir grisinn? — Já, meö mestu ánægju. Mike stóð upp, feginn að geta hreyft sig. Hún stóð lika upp. Tony hreyfði sig ekki. — Upp meö þig, sagöi faöir hans. — Séröu ekki að ungfrúin er staðin upp? Svo stóð Tony upp, treglega þó og faðir hans sagði við gestinn: — Það er nokkuð vandamál aö ala hann upp, svona á eígin spýtur. — Ó, mér finnst hann fyrir- myndar drengur, sagði Dorinda og aftur kom þessi falski tónn, sem Tony kunni ekki við. — Viltu ekki fara til að sækja spari- grisinn, vinur minn? Framhald á bls. 38 19. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.