Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.08.1973, Qupperneq 9

Vikan - 09.08.1973, Qupperneq 9
svo þröngt, að ekkert verður dulið, en málið er einfaldlega ekki til um- ræðu. Nhung og Sen eiga f jögur börn og teljast þess vegna vera meðalfjölskylda. Hjá þeim búa 59 ára móðir Nhungs, hjartveik systir hans og sextán ára hálf- bróðir, sem er að taka stúdentspróf. Hann hefur staðið sig vel og vonast til að fá styrk til framhalds- náms. Ef hann fær ekki styrkinn, hefur Nhung lofað að kosta hann til háskólanáms. — Ég vil að Khai stundi léttari og betri vinnu, en ég hef þurft að gera. Helzt vildi ég, að hann yrði læknir. (Læknar hafa þó ekki háar tekjur. Mánaðarlaun flestra þeirra eru í kringum 5000 krónur.) Moðirin ákvað hjóna- bandið. Það kemur af sjálfu sér, að Nhung þarf að sjá systk- inum sinum og móður farborða að föður sinum látnum. Það er skylda elzta sonarins í öllum víetnömskum fjölskyldum. Þar eru fjölskylduböndin mjög sterk og aldraðir foreldrar hafa orðið mörg- ,um heimilisföðurnum þung byrði. Augljóst er hve mikill baggi hvílirá Nhung og hann sérenga lausn fyrr en Khai fer að hjálpa til. Hann kvartar aldrei, en viðurkennir að hann sé oft þreyttur. Þá bætir hann því við að móðir sín og kona séu líka þreyttar. Hann hefur lést um 9 kíló, úr 68 í 57, þó að hann hafi aldrei þurft að spara við sig mat. Sen og Nhung giftust ekki af ást. Það var móðir hans sem ákvað hjónabandið, án þess þó að ráðfæra sig við st jörnuspámenn, sem annars er þ$ð algengasta. Bæði segjast þau hafa verið heppin. Nhung horfir oft ástúðlega á konu sína og hann leynir því ekki hve hrifinn hann er af henni. — Hún aflar fjár til heimilisins og hún saumar falleg föt á okkur. Hún er afar iðin og dugleg...ég hefði ekki komizt af án hennar. Sen gerirsér líka Ijóst, að hún á óvenjulega góðan og umhyggjusaman mann. Þau eru einkar lagleg hjón og vita vel af því, þó að þeim gefist lítill tími til þess að njóta þess. Þó að Sen sé lagin við matreiðsluna eins og flestar víetnamskar konur, sér tengdamóðir hennar um þann þátt heimilis- haldsins. Kannske er mat- reiðslukunnáttan arfur frá yfirráðatímabili Frakka. Thi Nu, móðir Nhung, fer á hverjum morgni á næsta markaðstorg með plast- kassa. Þangað eru næstum tveir kilómetrar og þaðan er allt of langur gangur i hitanum. Þess vegna greiðir hún þrjár krónur fyrir að fá að sitja i bíl hjá einhverjum, sem er á leið til markaðarins. Thi Nu er sérfræðingur í vöruverði og vörugæðum. Hún hikar ekki við að prútta og tekst oft að koma verðinu tölu- vert niður. Það veitir heldur ekki af. Heimilis- haldið kostar nær því 6000 krónur mánaðarlega og Nhuyensf jölskyldan veit, að maturinn má ekki vera of einhliða. Nágrannar þeirra hafa hænsni og ein- hverja millitegund anda og kalkúna, en Thi Nu telur það ekki borga sig. Þau verða að velta fyrir sér hverjum eyri til þess að fá endana til að ná saman. Nhung getur ekki komist af með minna en 2500 krónur á mánuði. Þær fara í mál- tíðir hans í borginni, því að of langt er fyrir hann að fara heim, bensín á mótor- hjólið, dagblöð endrum og eins og tóbak, sem er eini munaðurinn sem hann leyfirsér. Skólaganga Khai kostar 160 krónurá mánuði. Fyrir hin börnin þarf að greiða 500 krónur hvert í skólanum. Skólaskylda er frá sex ára aldri til ellefu ára aldurs en skortur er bæði á kennurum og kennsluhúsnæði. 6, 8 og 10 ára börn Nhung og Sen fara á mismunandi tímum í sama skóla. Khai sér um að koma þeim af stað og lesa lexíurnar með þeim. Thi Nu er sú eina í fjöl- skyldunni, sem er ólæs. Nhung og Sen ala börn sín í senn ástúðlega og strangt upp. Þau eru aldrei hýdd en verða að hlýða skilyrðis- laust. Þau fá ekki að vera úti á kvöldin eins og flest önnur börn í Saigon. Sé eitthvað við þeirra hæfi í sjónvarpinu, fá þau að vaka til klukkan 10. Að öðr- um kosti verða þau að fara fyrr í rúmið. Sjónvarpstæki er næstum það eina, sem þau hafa ráð á að veita börnunum, fyrir utan nauðsynjar. Jafnvel fátækustu fjölskyldur hafa sjónvarpsviðtæki. Flest eru þau af japanskri gerð og kosta í kringum 6800 krónur. Litasjónvarp þekkist ekki ennþá. Börn þeirra Nhung og Sen fá ekki peninga fyrir sælgæti á sunnudögum. Þau verða að halda sig heima við, þar sem vopnaðir hermenn eru alltaf á sveimi. Þau hafa einstaka sinnum farið í bíó með móður sinni. Hvað hefur fullorðna fólkið fyrir stafni á sunnudögum? — Það vinnur, segir Nhung. Við höfum ekki ráð á öðru og ég þarf á tíman- um að halda til þess að sinna ýmsu smálegu heima fyrir. Það er líka svo langt í kvikmyndahúsið, og ég vil síður fara þángað, vegna þess hve oft .hefur komið til uppþotá í kringum það. Eina skemmtunin, sem hann leyfir sér, er að horfa á sjónvarpið. Hann horfir Framhald á bls. 37 Svona litur út í Cholon, Kinverska borgarhlutanum í Saigon. 32. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.