Vikan

Issue

Vikan - 09.08.1973, Page 15

Vikan - 09.08.1973, Page 15
SÍÐAN SÍÐAST Muriel Belmondo 29 ára gömul systir leikarans fræga, Jean-Paul Belmondo, er farin að láta til sin taka á sviðinu. Hún dansar annað aðalhlutverkið i nútima- balletinum Requiem, sem sýndur er um þessar mundir i Paris. Þessi mynd sýnir hana standa á öðrum fæti i hlut- verki sinu i ballettinum. Þær eru tvær Þær eru tvær konurnar, sem bera nafnið Ingrid Bergman. önnur er leikkonan fræga, til hægri á myndinni og hin er eiginkona leikstjórans fræga Ingmars Bergman og það er hánn, sem er á milli þeirra. Myndin var tekin á kvik- myndahátiðinni i Cannes, þar sem leikkonan Ingrid Berg- man var forseti dómnefndar. Kóngauppeldi Það er erfitt að vera þjóð- höfðingi og það verða dönsku prinsarnir að læra. Þeir fengu að kynnast þvi litilsháttar i vor, þegar þeir fóru viða með foreldrum sinum. Hérna er Jóakim litli reiðubúinn að heilsa skipstjóranum á Dannebrog með handabandi. Óttast ekki dauðann Marlene Dietrich kom ný- lega fram i sjónvarpsþætti i Bandarikjunum. Þar söng hún sömu lög og fýrir 19 árum og fékk 250.000 dollara þóknun fyrir. Marlene var ekki ánægð með árangurinn og kenndi þvi um, að hún fékk ekki að ráða þvi, að Orson Welles stjórnaði þættinum. Hún sagðist ekki hafa getað neitað að koma fram i þættinum, þvi að hún hefði þarfnast peninganna handa Mariu dóttur sinni og barnabörnunum. Aðspurð kvaðst Marlene ekki óttast dauðann, enda væru flestir vinir sinir látnir. Meðalþeirra, sem hún nafngíeindi, voru Hemingway, Remarque og Edith Piaf. -V

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.