Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.08.1973, Qupperneq 19

Vikan - 09.08.1973, Qupperneq 19
þess að hugsa frekar út i þaö, gekk ég til hans. Hann hrökk við. Hann hafði verið svo djúpt sokk- inn i hugsanir sinar, að hann hafði ekki heyrt til min. — Hvers vegna farið þér ekki sjálfur á skauta? Ef ég væri ekki svo hrædd um aö detta, myndi ég reyna þetta sjálf. — Mig langar ekki á skauta lengur, sagði hann stuttaralega, leit á mig, hatursfullu augnaráði, sneri sér við og gekk upp að hús- inu. Ég stöð kyrr, særö yfir kulda- legri framkomu hans, þangað til að svo dimmt var orðið, að Walter fór heim með drengina. Amy beið min, þegar ég kom inn. — Anne, ég hefði ekki árætt að biðja þig bónar, nema vegna þess, að frú Sanders sagöi, að þaö væri allt i lagi. Mér þykir þaö leitt aö ónáða þig, þar sem þú átt fri, — en mér er boðið út i kvöld. Hún roðnaöi. — Og þig langar til að biðja mig að gæta barnanna. Þaö er al- veg sjálfsagt, ég hefði ekkert annað aö gera. bú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af þeim, ég hefi svo oft litið til þeirra áður. — bakka þér kærlega fyrir. Ég er búin aö baða litla barnið og bú- in að koma þvi i rúmið, svo það er ekki annað en Maggie, sem þarf hjálpar við. Strákarnir bjarga sér sjálfir, það þarf bara að hafa auga með þeim, svo þeir þvoi sér vel og bursti tennurnar. — Vertu alveg róleg, ég skal sjá um það. Hvenær viltu, að ég komi yfir til þin? — Ég ber aö dyrum hjá þér, þegar ég er tilbúin. bað verður svona eftir klukkutima. Joan og Charles voru ekki kom- in á kreik, þegar Amy var tilbúin. Amy vai fallega klædd, i grænni kápu með skinnbryddingum og mér datt i hug, að ef til vill væri þessi kápa úr klæöaskáp Söru. — Ég er aö fara, sagöi hún. — Litla barniö er sofandi og ég sagði drengjunum, að þeir ættu að vera þægir viö þig. Láttu ekki Sandy komast upp með óþægð. baö heyröust niöurbældir hlátr- ar frá herbergi drengjanna, og þegar ég leit inn til þeirra, áttu þeir bágt meö að sitja á sér. Ég fór svo frá þeim og inn til Maggie. Maggie var litil og geðgóö. Ég gat ekki gert að þvi, aö mér fannst synd, að hún hafði ekki fengið friðleika Peters, en hann heföi lika verið vel settur, ef hann hefði haft eitthvað af öryggi hennar. Frances og Walter litu inn, til aðbjóða góða nótt, áður en þau fóru af stað i veizlurta. Frances var i gömlum og slitnum minka- pels og i svo skartlegum skóm, að þeir pössuðu alls ekki viö þá flik. — bað er skaftpottur meö súkkulaöi á eldavélinni. Ég hugsa, aö það væri gott fyrir strákana að fá svolitið súkkulaöi, áður en þeir fara að sofa, þeir ró- ast þá kannski. — En ef þeir vilja það ekki? — Læstu bara dyrunum hjá þeim og lofaðu þeim að hamast, bara að þeir veki ekki Maggie. bakka þér fyrir hjálpina og vertu blessuð. Maggie sofnaði, áður en ég hafði lokið við að lesa söguna, sem hún bað mig um að lesa og ég smeygöi mér fram á ganginn. Charles stóð þar með kaffibolla i höndunum. — Joan bjó til kaffi, sagði hann, — viltu ekki fá þér sopa. Við för- um eftir- svolitla stund. Drykkur- inn hans Walters var einum of sterkur, svo okkur fannst vissara að fá okkur kaffi, áður en við leggjum að stað. — betta er prýölegt kaffi, sagöi ég, — það var einmitt það, semég var i þörf fyrir til að halda mér vakandi. bað er eins gott aö hafa auga meö náungunum þarna inni. Joan kom til okkar. Hún var mjög litil og veikluleg i glæsilegri loðkápunni. Hún hélt á frakka Charles og litilli handtösku úr krókódilaskinni. Mér fannst nú ég sjá þau i alveg nýju ljós, — glæsi- leg og auðug hjón, sem voru á leið til að skemmta sér um helgina á lúxushóteli, — i umhverfi, sem hæföi þeim. Við höfðum verið svo innileg hvert við annað, að ég hafði alveg gleymt þvi, sem skildi okkur svo greinilega að, enda höfðu þáu aldrei komið fram við mig sem ég væri i þeirra þjónustu, heldur sem jafningja. — Mikið eru þið glæsileg, sagði óg. En þegar betur var að gáö. þá voru þau ekki reglulega glöö að sjá, þau virtust eitthvað svo óró- leg og miður sin. Charles var með svarta bauga undir augunum og ég sá, að hálsæöin var þrútin. bað gat verið, að þau bæru einhvern kviðboða fyrir heimsókninni. til læknisins. Joan kyssti mig á kinnina. — Ég vona aö þú látir'þér ekki leiðast. — Ekki með oll þessi börn i minni umsjá, sagði ég. — bið skuluð ekki hafa neinar áhyggjur af mér. Ég vona að allt gangi ykkur i haginn, þið hafiö sann- arlega þörf fyrir það. Ég stóð viö gluggann og sá bil- inn þeirra hverfa niður götuna, áöur en ég fór til drengjanna. Ég varð undrandi. þegar ég sá, aö þeir voru komnii i i úmin og búnir að slökkva ijósin. Ég var nú ekki svo einföld, að mig grunaði ekki, að eitthvaö lægi á bak við þetta, það hlaut að vera eitthvað, sem þeir höfðu á prjónunum, en ég lét sem ég tæki ekki eftir neinu. — Eruð þið búnir að þvo ykkur og bursta tennur? — Já, já, skrikti Peter og Sandy geispaði hátt. — Við erum svo þreyttir, Anne, sagöi hann. Ég trúöi þeim nú samt ekki nema mátulega. En það mátti auðvitað til sanns vegar færast að þeir höfðu verið að strita úti i kuldanum, svo þaö gat verið, að þeir væru þreyttir. Ég var sjálf þreytt og syfjuð, þrátt fyrir kaff- iö. — Viljiö þið samt ekki súkku- laði? — N-n-n-ei. — bið sofið betur. — Við þurfum ekki neitt. Viö erum svo syfjaðir. Góða nótt, Anne. Jæja, ég myndi fljótlega kom- ast að þvi rétta. Eg gekk fram i dagstofuna og settist i sófann með kaffibollann minn. Ó, hve ég var þreytt, það var alveg furðulegt. Ferska loftið og drykkurinn hans Walters hafði greinilega dregið af mér slakann. Og ég, sem hélt ég væri öllu vön. Ég fór fram i eld- húsið og þvoöi bollann minn og skaftpottinn. baö gat veriö, að ég myndi vakna, ef ég horfði á sjón- varp svolitla stund. Nei, það gat vakið börnin. Ég opnaöi glugga og hrleypti inn svölu kvöldloftinu. baö átti aö hressa mig svolitiö. bá sá ég ein- mana veru koma út úr skuggum trjánna og ganga yfir grasbalann. baö var Ernest. Hann var á leiö til klettanna, á sinni venjulegu kvöldgöngu. Mér varö hrollkalt. bað var eitthvað svo ótrúlega ein- manalegt viö þenna hávaxna mann. Drengirnir höföu svo sannar- lega veriö þreyttir. En það var bezt að lita samt inn til þeirra. Ég vaknaði viö að lykli var stungið i skrána og settist upp. — Veslings Anna, hér höfum við haldið þér frá hlýju rúminu. Fyrirgefðu, að við skyldum vera svona lengi, en þaö var svo skemmtilegt, aö viö gleymdum Framhald á bls. 36 32. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.