Vikan

Útgáva

Vikan - 09.08.1973, Síða 20

Vikan - 09.08.1973, Síða 20
Óhætt er að fullyrða, að viðtöl við sjónvarpsfólk sé eitt vinsælasta efni, sem Vikan flytur. I bréfum, sem blaðinu hafa borizt, eru þau sem birtast á skerminum kölluð „heimilisvinir allra landsmanna", og má það til sanns vegar færa. Hrönn Hafliðadóttir, sem heyrir þessu fólki til, varð góðfúslega við þeim tilmælum Vikunnar að taka á móti blaðamanni og Ijósmyndara eina dagstund. Með þessu viðtali höfum við heimsótt alla sjónvarpsþuli, sem starf- að hafa til þessa dags. Nú stendur hins vegar til að fjölga þulum, og munum við reyna að gera þeim einhver skil síðar. Það vareinn eftirmiðdag snemma í júlí, sem við heim- sóttum Hrönn Hafliðadóttur á heimili hennar og eigin- mannshennar, isólfsÞ. Pálmarssonar. Þau búa í þriggja herbergja íbúð í Hlíðahverfi ásamt börnum sínum tveim- ur, Hafliða Birgi, sem er 10 ára, og Apdreu Jónheiði, sem er8ára. Reyndar hafði lengi staðiðtil að taka viðtal við Hrönn, en margra hluta vegna hafði það dregizt. Síðast þegar við gerðum tilraun til þess, var hún á förum til Norðurlanda i sönvför með Pólýfónkórnum. Það er þvi ekki úr vegi að spyrja Hrönn fyrst um sönginn. — Það er tónlist i ættinni. Faðir minn, Hafliði Jónsson, er pianó- leikari. Fyrir fimm árum byrjaði ég að syngja með Pólýfónkórn- um. Ari eftir að ég byrjaði að syngjá með kórnum, fór ég að læra söng hjá Göggu Lund. — Það er ekkert likt, hvað það er auð- veldara að syngja og vera virki- lega góður liðsmaður i kór, þegar maður hefur lært eitthvað. — Ykkur var vel tekið á Norð- urlöndum? — Já mjög vel. En þetta var erfið vinna og ég get vaf^a sagt, að ég hafi séð neitt af Stokkhómi, þó að viö værum þar nærri viku. En það var mjög gaman og þroskandi. — Þú ætlar að halda áfram að syngja? — Já, áreiöanlega. — Ertu ekkert að hugsa um að leggja fyrir þig söng eða fara ut- an til náms? — Nei, ekki sem atvinnu. En ég ætla að halda áfram að læra næsta vetur og sjá til hvað verð- ur, en það borgar sig ekki, aö halda áfram of lengi. — Ég sé ekki, að ég hafi neina aðstöðu til að fara utan til náms. Við skulum segja, að ég sé ekki nógu ung til þess. Það tekur svo mörg ár. 1 einu horni stofunnar er pianó. Þvi spyr ég Hrönn, hvort hún leiki mikið á það. — Ég var ekki búin að búa i mörg ár, þegar ég fékk mér þetta pianó, en það er nú orðið falskt af notkunarleysi, þvi ég má aldrei vera að þvi að æfa mig. Ræktar þú tónlistaráhuga hjá börnunum? — Já, ef þau hafa áhuga, þá hjálpa ég þeim, en ég held þeim ekki að tónlistinni. En pianóið er alltaf opið og börnin geta notað það éins og þau vilia. — Nú var reyndar ástæða til þess, að við völdum þig til viðtals, sú, að þú ert sjónvarpsþulur. Hvernig stóð á þvi, að þú sóttir um það starf? — Mér datt það bara i hug og sendi inn umsókn á laun. Það var enginn, sem vissi um þessa um- sókn mina. Siðan var ég kölluð þangað upp eftir og prófuð fyrir framan sjónvarpstökuvélina. Ég var látin lesa upp texta. Siðan var komið óvænt með tilkynningu og ég beðin um að lesa hana upp. Nú, ég var ráðin og hef verið þarna i tæp þrjú ár. — Farið þið eftir einhverri siðahandbók, hvernig þið komið fram, hvernig þið lesið upp, hversu oft þið litið upp, — eða nið- ur? — Nei, við fáum að mestu frjálsar hendur um, hvernig við vinnum okkar verk. Við mætum einum og hálfum tima fyrir út- sendingu til förðunar og hár- greiðslu. Siðan fer ég yfir textann og kynni mér hann. Ég persónu- lega treysti bara á texta, sem ég hef á blaði á borði fyrir framan mig. — Hvað með klæðnað. Borgar sjónvarpið fataskáp ykkar? — Nei, hann er alveg á okkar eigin kostnað. Það er ekki mjög dýrt aö fata sig upp fyrir sjón- varpið. Þessi föt, sem ég er i, eru min eigin föt, og ég geng i þeim við önnur tækifæri. Að vfsu verð- ur að.gæta vel að þvi að vera i hreinum og óslitnum fatnaði, þvi að það sést glettilega mikið, ef flikin hefur verið þvegin oft. Þegar ég fer i bæinn að kaupa föt, bið ég um eitthvað, sem er fallegt i hálsinn, fallegt að framan, þvi að það eí aðeins blússan eða treyjan, sem sést. Reyndar verð- ur að gæta nokkuö að litavali, þvi að mjög sterkir og andstæðir litir koma ekki vel út á skerminum. MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON RÆTT VIÐ HRÖNN HAFLIÐAC 20 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.