Vikan

Eksemplar

Vikan - 09.08.1973, Side 30

Vikan - 09.08.1973, Side 30
BORG ÁN LAGA Framhald af bls. 11 glæpamenn stjórni starfsemi sinni frá Walled City. Það er svo margt sagt. Við þorum ekki að skrifa nema brot af þvi, sem við heyrðum. Það er svokallaður stórmark- aður á heróini i Hong Kong, og margir falla i svað heróins og fjöldi nýrra neytenda eykst stöð- ugt. Opium og morfin koma á djúnkum frá Shanghai og Hang- chow. Hluti þeirra efna verður eftir i Hong Kong, til að sjá fyrir þörfum markaðarins þar, en meirihlutinn er sendur áfram. Trúboðinn sýndi okkur tréhurð án snerils. Ljósgeislar láku út um gisna hurðina, og við heyrðum raddir aö innan. — Ef þú kannt merkið, veröur huröin opnuð, sagði hann. — Það þýðir, að þú gætir keypt eins mikið heróin og þig lystir. Þaö eru bara þeir stóru, sem kunna merkið. Heildsalarnir. þeir, sem selja þeim, sem selja þeim, sem selja þeim, sem neyta þess. . . Vingjarnlegur Kinverji stoppar annan Kinverja á götuhorni. — Þú virðist útslitinn, segir sá fyrri. Og af þvi þú virðist bezti maður, skal ég gefa þér meðal, sem hressir þig upp'. Sá, sem við var mælt þykir hinn fyrri viðsjárveröur og hugsar með sér, að hann skuli aldrei nota efnið. En af þvi að hann er raun- verulega útslitinn og þreyttur, tekur hann það um kvöldið. Sá ó- kunni hafði rétt fyrir sér. Þetta var stórkostlegt efni, sem færði hann upp til skýjanna frá hinni myrku tilveru sinni. t nokkra tima. Næsta dag eru aðstæðurnar jafn ömurlegar. Kannske án þess að vita af þvi, dregst hann að sama götuhorni aftur. Og hann heldur, aö það sé tilviljun, þegar hann hittir mann- inn aftur. Sá hefur ekkert á móti þvi aö gefa skammt númer 2, þvi hann veit, að það þarf þrjú skipti, til aö tryggja sér nýjan viðskipta- vin Þá er maður orðinn eitur- lyfjaneytandi og þræll heróinsins. Það kemur til með að kosta pen- inga. 1 byrjun er dagsþörfin litil. Svo eykst hún. Og til að útvega peninga til eigin neyzlu, verður maður að tryggja sér viðskipta- vini. . . Hann lærir fljótlega aðferðirn- ar fjórar við að taka heróinið. Sú fyrsta er kölluð „sogaðferðin”. Heróinduftið er lagt á silfurpapp- ir, sem er hitaöur upp yfir eldi, •heróinið bráðnar og rennur sam- an i oliukenndan vökva. Fljótlega fer að rjúka og þá er reykurinn soginn i gegnum rör, Loftvarnabyssuaöferðin er einnig mikið notuð. Duftið er sett á glóð sigarettu sem halda verður i ióðréttri stöðu til að heróinið falli ekki af. Sigarettan litur út eins og fallbyssa beint til lofts. Þriðja aðferðin er að sprauta i vefi, og sú fjóröa að sprauta i æð. Það er fimm sinnum ódýrara en sogaöferðin, en mikið hættulegra. Hvað kostar dagsskammtur? Frá 15—100 Hong Kong dollara, þ.e.a.s. 250—1600 krónur. Eftir þrjá daga syndir maður i þvi, sem Kinverjarnir kalla „Bitra haf- inu”, og sundtökin verða æ mátt- minni. Þó að hægt sé að komast til lands meö hjálp trúboða mannúð- arstofnana er ekki meira en einn tiundi hluti þeirra, sem fá tæki- færi til afvötnunar, sem snúa til ‘heilbrigðs lifernis. Jafnvel eftir ^TTÍJVlA STCAþJí CHIC 30 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.